Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 18

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 18
18 Nes ­frétt ir Tilboð og fagleg tryggingaráðgjöf fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Það er mjög mikilvægt að tryggingavernd sé í takt við þarfir þínar eða þíns fyrirtækis. Hafið samband sem fyrst og ég fer yfir málin með ykkur. Þór Sigurgeirsson thor@vordur.is Sími 514 1024 | 824 1024 Við viljum kynnast þér betur! TRYGGINGAR! Helgi hald um jól og ára mót í Seltjarnarneskirkju 21. desember Guðsþjónusta og sunnudagas- kóli kl. 11. Selkórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Kaffiveitingar. 23. desember - Þorláksmessa Jólastund við kertaljós á Þor- láksmessukvöldi kl. 22-23. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið. Eygló Rúnarsdóttir, mezzosopran, syngur jólasálma 24. desember - aðfangadagur jóla. Aftansöngur kl. 18. Sóknarpres- tur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Kammerkór Selt- jarnarneskirkju syngur. Sigurlaug Árnadóttir syngur einsöng. Miðnæturmessa kl. 23.30. Sóknarprestur þjónar. Organ- isti kirkjunnar leikur á orgel. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng. 25. desember - jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur, þjónar. Organ- isti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Þóra Hermannsdóttir Passauer, syngur einsöng. 26. desember - annar dagur jóla Helgistund kl. 10 í tengslum við kirkjuhlaupið. 28. desember Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11. Helgi Guðnason prédikar. Sóknarprestur þjónar ásamt full- trúum kristinna trúfélaga. Organ- isti kirkjunnar leikur á orgelið. Kaffiveitingar. 31. desember - gamlársdagur Heitt súkkulaði og piparkökur kl. 20.30 - kl. 22. Organisti kirkjun- nar leikur á orgelið áramótalög. Þeir sem koma af eða fara á brennu geta komið við í kirkjunni, hlýjað sér og fengið hressingu. 1. janúar. Nýarsdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur þjónar. Ræðu- maður, Styrmir Gunnarsson rit- stjóri. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Kammerkór Seltjar- narnarneskirkju syngur. Halldór Unnar Ómarsson syngur einsöng. 4. janúar Léttmessa kl. 11. Í nóvember mánuði og nú aðdragan- da jólanna hefur mikið verið umleikis í félags og tómstundastarfi hjá eldri bæjarbúum. Mikið hefur verið unnið á námskeiðum bæði í gleri og leir og búnar til jólagjafir í stórum stíl. Búið er að fara í kvikmyndhús, leikhús, baka piparkökur í Selinu, fara á jólabasar á Reykjalund svo eitthvað sé nefnt. Fimmtudagskvöldið 27. nóvember var svo haldið aðventukvöld í salnum á Skólabraut. Kvöldið var vel lukkað, mjög góður matur sem fenginn var frá Veislunni, glæsilegur kvartett skipaður tveimur pörum söng falleg jólalög, Þorvaldur spilaði á nikkuna bæði fyrir söng og dansi og svo var auðvitað happdrættið á sínum stað með glæsilegum vinningum að venju. Ekki má gleyma jólatrénu sem stendur skreytt í salnum á Skólabrautinni, en á því er eingöngu skraut sem unnið er af handavinnukonunum okkar. Nú um miðjan mánuðinn fer að hæg- jast um í félagsstarfinu. Síðasti námskeiðsdagur í leir og gleri og síðasti handavinnudagur fyrir jól er miðvikudagurinn 17. desember og þann dag verður kaffitíminn á Skólabraut með jólalegu yfirbragði þ.e. heitt súkkulaði og rnadalínur. Námskeið og önnur starfsemi hefst aftur miðvikuaginn 7. janúar 2015 og nýtt dagskrárblað (janúar – júní) verður borið út til allra eldri bæjarbúa nú í byrjun janúar. Ath. síðasti jógatími fyrir jól er mánudagurinn 15. desember og fyrsti jógatíminn á nýju ári er fimmtudagurinn 8. janúar. Það skal tekið fram að kaffikrókurinn er á sínum staða alla virka daga kl. 10.30. Gerum okkur far um að gæða tímann sem framundan er gleði, friði og tilhlökkun og njótum samvista við okkar nánasta fólk og umhverfi. Félags og tómstundasvið óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar árs og friðar. Fé lags starf eldri bæj ar búa á Sel tjarn ar nesi Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Munið að panta tímalega fyrir jólin. Hlynur,­Sara,­Anna­og­Edda

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.