Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 9

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 9
Nes ­frétt ir 9 SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI Fyrir neðan sundlaugina og World Class. www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 Tengjum inn á við og hvert við annað! AFGREIÐSLUTÍMI: Virkir dagar 8 - 18 Laugardagar 10 - 16 6. teg og úrval fylgihluta: Jógadýnur Jógatöskur Jógahandklæði Jógakubbar Jógapúðar Jógabönd Jólaskapið LÍFRÆNN & SMART Vandaður jóga/þæginda/ hversdags/sparifatnaður úr lífrænni, sterkri “Fair Trade” bómull. Ómótstæðilegur alla leið. SLÖKUN Í ÞYNGDARLEYSI Gefandi og skerpir sköpunargáfuna. Flotahetta og fótaflot: 17.900 kr. BAGGU – LUNGNAMJÚKT LEÐUR Gamaldags sútunaraðferð. Umhverfisvænni en almennt tíðkast. SVARTAR, MAHÓNÍ, RAUÐAR, TÚRKÍS OG SILFUR. MANDUKA ERU TAJ MAHAL JÓGADÝNANNA Vegna fjárhagsáætlunar 2015 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 liggur nú fyrir og hefur verið samþykkt af hálfu meirihlutans í bæjarstjórn. Margt jákvætt má sjá í þessari áæt- lun eins og hækkun tómstundastyrkja, lækkun fasteignaskatts, sumarstörf fyrir námsmenn og þessu öll ber að fagna. Það eru hins vegar nok- kur atriði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 sem gerðu það að verkum að bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar auk bæjarfulltrúa Neslista sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Eins og fram hefur komið í tilkynningum frá bænum að þá hefur minnihluti bæjarstjórnar tekið þátt í samráðsfundum við gerð fjárhag- sáætlunarinnar. Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015 var m.a. lögð fram tillaga af hálfu mei- rihlutans um lækkun leikskólagjalda um 5,6%. Þessi lækkun er hins vegar í engu samræmi við þau kosningaloforð sem gefin voru sl. vor af hálfu Sjálfstæðisflokksins og lögðu bæjarfull- trúar minnihlutans því fram tillögu við lokagerð fjárhagsáætlunar að leikskólagjöld yrðu lækkuð um 15%. Það kom því mjög á óvart að tillaga þessi náði ekki fram að ganga ekki síst í ljósi þess að kosningaloforð meirihlutans fyrir sveitarstjór- narkosningarnar voru að lækka leikskólagjöld um heil 25% og koma þannig til móts við bar- nafjölskyldur á Seltjarnarnesi. Ekki gert ráð fyrir kostaði við íþróttamiðstöðina Þá er ekki gert ráð fyrir kostnaði á endur- bótum og viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í fjárhagsáætluninni líkt og í fjárhagsáætlun síðasta árs. Ekkert er heldur minnst á íþrót- tamiðstöðina í þriggja ára fjárhagsáætlun bæja- rins og ljóst að ekkert liggur fyrir um framkvæm- dir eða langtímaáætlun varðandi þetta verkefni og er það ekki í neinum farvegi. Þá hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mik- lar áhyggjur af uppsafnaðri viðhalds- og fram- kvæmdaþörf innan bæjarins. Ekki hefur verið staðið við framkvæmdaáætlanir og má t.d. nefna að enn hefur ekki verið ráðist í að ljúka við dælustöðina við Elliða sem hefur verið á fjárhagsáætlun bæjarins í mörg ár og loforð um framkvæmdir hafðar að engu hvað eftir annað. Nú síðast átti framkvæmdum að vera lokið fyrir áramótin 2013. Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á og lagt áherslu á að þessum framkvæmdum verði lokið hið fyrsta án nokkurs árangurs. Þriggja ára fjárhagsáætlun Minnihluti bæjarstjórnar hefur í gegnum árin bent á mikilvægi þess að þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins sé ítarleg og endurspeg- li framtíðarsýn og áherslur Seltjarnarnesbæjar um þjónustu og uppbyggingu. Með þeirri þrig- gja ára fjárhagsáætlun sem lögð var nú fram var eingöngu verið að uppfylla lagskyldu og engin tilraun gerð til að leggja mat á þarfir og þróun samfélagsins til næstu ára eða framtíðarsýn Seltjarnarnesbæjar. Þetta er miður. Við í Sam- fylkingunni á Seltjarnarnesi óskum öllum gleði- legra jóla og farsæls komandi árs. Margrét Lind Ólafsdóttir Guðmundur Ari Sigurjónsson Guð mund ur Ari Sig ur jóns son. Mar grét Lind Ólafs dótt ir.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.