Nesfréttir - 01.12.2014, Side 12
12 Nes frétt ir
Vilhjálmur H. Vilhjálms-son hæstaréttarlögmaður spjallar við Nesfréttir að þessu sinni. Hann er alin
upp sunnan í Valhúsahæðinni á
Seltjarnarnesi og bjó á Nesinu nær
því frá fæðingu 1950 til 1971 og
svo aftur síðar.
“Ég tel mig eins innfæddan á Selt-
jarnarnesi og hægt er að vera. Ég
er reyndar fæddur á Þórsgötu 10 í
Reykjavík sem var einskonar fjöls-
kylduhús Aðalheiðar Sigurgeirsdót-
tur móður minnar. Hún og hennar
systkini ólust þar upp og hófu
búskap. Þetta var um miðja síðustu
öld og faðir minn Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson var búin að reyna að fá
byggingarlóð í Reykjavík. Á þessum
árum var ekki auðvelt að fá lóðir í
borginni. Skipulagt land var enn
af skornum skammti, pólitíkin réð
miklu um lóðaúthlutanir og pabbi
var ekki nógu innmúraður í Sjálf-
stæðisflokknum. Lóðaleitin endaði
því þannig að hann festi kaup á
lóð í Bakkalandinu sunnan í Val-
húsahæðinni á Seltjarnarnesi. Þar
fengum við fjölskyldan ekki aðeins
land til þess að búa okkur heimili
heldur hálfgerða sveit og frábært
útsýni út á Skerjafjörð með kvöldsó-
lina skínandi inn um stofugluggana
úr vestri. Sveitin hefur aldrei verið
langt frá mér því ég er ættaður út
Aðalvík og rækta rætur mínar ves-
tra. Faðir minn var fæddur á Sæbóli
í Aðalvík og ég, systkini mín, börn
og barnabörn förum þangað á
hverju sumri. Við eigum steinhúsið
á Sæbóli sem afi minn byggði.
Okkur finnst gott að koma þangað
og njóta kyrrðarinnar. Og svo get ég
ræktað sambandið við skyldmennin
– yndislegt fólk fyrir vestan.“
Nesið var eins og sveit
En víkjum að Nesinu. „Þá bjuggu
um 600 manns á Seltjarnarnesi og
byggðin skiptist að miklu leyti í
þrjú hverfi,“ segir Vilhjálmur. „Lam-
bastaðahverfið næst Reykjavík.
Mela- og Skólabrautin vestast voru
að byggjast og síðan byggðin sun-
nan í Valhúsahæðinni þar sem við
áttum heima. Svo var fullt af býlum
og sumstaðar var stundaður bús-
kapur. Á Bakka var bú og í Nesi var
stórt kúabú. Mig minnir að þá hafi
verið um 100 nautgripir í Nesi.“
Vilhjálmur segir Gróttu hafa verið
hreint ævintýraland. „Við fórum
mikið þangað út eftir. Við þurftum
að vinna traust Alberts vitavarðar
sem gætti alls er þar var eins og
það væru sjáöldur augna hans. Ein-
kum var Albert annt um fuglalífið
og við máttum ekki styggja fuglana.
En þegar traustið var komið reyn-
dist hann okkur vel og stundum
fengum við að sitja með honum
þegar hann var að skjóta sér skarf
í matinn. Suðurnesið hafði líka
aðdráttarafl en þar var lögreglan
með æfingasvæði.“
Frelsið var dýrmætt
Vilhjálmur segir að frelsið hafi
verið eitt það dýrmætasta sem
hann naut í uppeldinu á Seltjar-
narnesi. „Við vorum mikið úti.
Lékum okkur úti á kvöldin, gátum
eiginlega gert allt sem okkur lan-
gaði til. Við gerðum bara það sem
okkur langaði til og við þorðum. Ég
man að við ruddum lítinn malarvöll
á Valhúsahæðinni og svo voru
fiskitrönur uppi á Valhúsahæð
sem við gátum hlaupið ofan á. Við
vorum stundum að veiða og fórum
með fleka út að sigla og einnig á
ísjökum á veturna. Auðvitað voru
hættur. Við duttum í sjóinn en við
lærðum að varast þær og ég man
ekki eftir að nein óhöpp hafi hent
okkur krakkana. Ég held að nát-
túran sé ekkert hættulegri en man-
nfólkið getur verið.“ Vilhjálmur
segir Nesið hafa verið barnmargt
á þessum tíma. „Oft voru fjögur
eða fimm börn í hverju húsi. Mun
fleiri en síðar varð. Og þetta var líka
skemmtilegur kokkteill. Íbúarnir
voru ekki einsleitir. Þarna bjuggu
bændur og sjómenn, verkamenn og
iðnaðarmenn, kennarar og verslu-
narmenn. Ég held að finna hafi mátt
festar atvinnustéttir á Seltjarnarne-
si á þessum tíma þótt íbúarnir teldu
aðeins nokkur hundruð. Jú – og
sérvitringar en ég held að meira
hafi verið af þeim í miðbæ Reykja-
víkur.“ Eins og títt var um krakka er
ólust upp á sjötta og sjöundaáratug
liðinnar aldar fór Vilhjálmur í sveit
á sumrum. Hann dvaldi í níu sumur
á bænum Steiná í Svartárdal í Húna-
vatnssýslu þar sem hann segist
hafa átt góð sumur. „Sumardvölin
miðaðist við sauðburðinn og slátur-
tíðina svona eins og umtalað hlé á
fundum Alþingis yfir sumartímann.
Ég fór norður eftir að skólanum
lauk. Oftast þegar líða tók á maí og
kom þá inn í miðjan sauðburðinn í
sveitinni. Ég kem þangað á sumrum
og er þriðji ættliðurinn frá Stefáni
og Ragnheiði sem ég var kúasmali
hjá með búskap á jörðinni.“
Þrísett í gamla Mýró
„Skólagangan byrjaði í gamla
Mýrarhúsaskóla. Það voru þrjár
kennslustofur í gamla skólahú-
sinu og mig minnir að stundum
hafi verið þrísett í skólann. Svo
kom nýi skólinn aðeins niður með
Nesveginum og gamla húsið varð
að hreppsskrifstofu. Í tíu, ellefu og
tólf árabekknum nutum við þess
að hafa mjög góðan kennara. Hún
hét Ólöf Pétursdóttir og var bón-
dadóttir norðan af Vatnsnesi. Hún
hjálpaði okkur til þess að komast til
nokkurs þroska. Ég man ekki hvað
hún var gömul. Trúlega á þrítugsal-
dri eða komin um þrítugt en okkur
fannst að hún hlyti að vera gömul.
Aldursmatið er dálítið sérstakt
þegar maður er tíu og tólf ára.“
Svo tók miðbærinn við eða unglin-
gastigið eins og það var kallað.
„Við fórum í Gaggó Vest en hann
var þá í Iðnaðarmannahúsinu við
Tjörnina. Þar tók ég landsprófið.
Landsprófið var erfitt próf. En því
var komið á 1946 til þess að jafna
stöðu fólks til náms. Þá voru aðeins
þrír menntaskólar í landinu, MR,
MA á Akureyri og Menntaskólinn á
Laugarvatni. Framboðið var því tak-
markað og nokkur klíkuskapur var í
kringum hver komust í menntaskó-
la og hverjir ekki. Margir stjórn-
málamenn voru andsnúnir því að
fjölga menntaskólum. Einn þeirra
var Jónas Jónsson frá Hriflu en
hann hafði veðjað á skandinavíska
lýðháskólakerfið fyrir Íslendinga og
byggt alþýðuskólana upp á þeirri
hugmyndafræði. Það voru vinstri
menn sem komu landsprófinu á en
það varð til í ráherratíð Brynjólfs
Bjarnasonar sem taldi réttilega
að með því myndi námsáhugi og
námsgeta ráða hverjir færu í fram-
haldsnám í stað ættartengsla og
klíkuskapar. Árin fjögur í MR voru
afar fjölbreytt, fóru að hluta til í að
lesa góðar bækur, spila bridge og
mennta sig i besta skilningi þess
orðs. MR var frábær skóli.“
Úr félagsfræði í lögfræði
Svo kom að því að ráða í fram-
tíðina. „Já – maður þurfti að fara að
huga að henni. Ég starfaði við eitt
Viðtal við Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Finnst gaman að ná árangri
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson