Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 8

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 8
8 Nes ­frétt ir Blóm jólanna - Jólatúlipanar - Ilmandi Hyacinthus - Glitrandi jólavendi Blómagallerí Hagamel 67 • S: 552 6070 Gleðileg jól! Allir málsverðir í Leikskóla Seltjarnarness eru samkvæmt opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Í mötuney- tum Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness er matseðillinn samsettur með tilliti til leiðbein- inga Embættis landlæknis og kappkostað er við að velja hollar fæðutegundir í samræmi við ráðleggingar embættisins. Í ljósi umræðu er full ástæða til að geta um þetta. Fiskur er á boðstólnum tvisvar sinnum í viku, kjöt er ferskt og óblandað og grænmetisréttir eru jafnan á borðum. Skólamötuneyti Seltjar- narnesbæjar eru tekin út árlega af óháðum mat- væla- og næringarfræðingi og úttektarskýrslur birtar á heimasíðum skólanna. Undanfarin ár hefur niðurstaða úttektarinnar sýnt að nánast alltaf er farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Sykurn- otkun er nánast engin og boðið er upp á besta hráefnið. Engin áform eru um að slá af gæðum skólamáltíða á Seltjarnarnesi. Besta hráefni í boði Bókaverðlaun barn- anna voru afhent 2. desember í Bókasafni Seltjarnarness en vin- ningshafarnir voru Davíð Ingi Másson og Lovísa Scheving. Um er að ræða verkefni sem almenningsbókasöfn og skólabókasöfn um land allt taka þátt í fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Veggspjald með bókum ársins er gefið út og velja börnin 1 til 3 bækur sem þeim finnast skemmtile- gastar og skila inn á atkvæðaseðli. Atkvæði eru talin á landsvísu og verðlaunabækurnar, ein frumsamin og ein þýdd fá verðlaun. Á Seltjarnarnesi verðlauna bókasafnið og skólabókasöfnin tvo þátttakendur, en hátt á þriðja hundrað barna á Nesinu tók þátt. Bækurnar sem fyrir valinu urðu, og vinningshafarnir voru leystir út með, eru Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og Amma glæpon eftir D. Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Davíð Ingi og Lovísa hlutu bókaverðlaun barnanna Davíð Ingi og Lovísa með verðlaunapakkana. - í Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.