Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 23

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 23
Nes ­frétt ir 23 Óskum Seltirningum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Traust. Það er gaman að treysta. Hvern vild ir þú helst hitta? Afa minn, Grím M. Helgason, sem ég fékk því miður aldrei að kynnast. Upp á halds vef síða? Ég er allt of mikið inni á Youtube og Facebook. Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is­ gjöf? Ég óskaði mér úlfalda en það varð víst ekkert úr því. Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög mikið fyrir skyndiákvarðanir og pæli lítið í hlutu- num þannig ég myndi örugglega bara skella mér í nokkrar vikur til Jamaíku eða eitthvað. Þetta var samt alger kaldhæðni. Ef ég þekki mig rétt myndi ég gera voða lítið, en ég gef mér samt smá kredit og segi að ég myndi skella mér til einhvers skemmtilegs lands með vel völdum. Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Ég myndi skipa mig skólastjóra grunnskólanna á Seltjarnarnesi og gefa nemendum og starfsmönnum frí í einn dag. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Ég stefni á að gefa út góða tónlist eins lengi og ég get. Svo ætla ég að mennta mig frekar og reyna að lifa góðu og heilbrigðu lífi. Hvað gerðir þú í sum ar frí inu? Ég byrjaði sumarfríið á að fara í tveggja vikna útskriftarferð með árganginum mínum úr Verzlunarskóla Íslands. Svo fékk ég að taka þátt í skemmtilegu verkefni með Ferðafélagi Íslands þar sem fjórir vinir mínir og ég ferðuðumst um Ísland og tókum upp tónlistarmyndband. Það var virkilega gaman. Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu sinni er Gunnar Birgisson tvítugur tónlistarmaður sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum, Hann gaf út sitt fyrsta lag, Save Me, í ágúst sl. við góðar viðtökur. Nýjasta lagið hans, Into My Arms, kom út í október og eru fleiri lög væntanleg frá kappanum á nýju ári. Fullt nafn? Gunnar Birgisson. Fæð ing ar d. og ár? 3. ágúst 1994. Starf? Stuðningsfulltrúi í Valhúsaskóla og háttvirtur starfsmaður Tékklands bifreiðaskoðunar. Farartæki? Ekkert sem ég á sjálfur en ég er mjög lunkinn í því að fá lánaðan bíl frá hinum ýmsu aðilum. Helstu kost ir? Mamma hefur alltaf sagt að ég sé stundvís og samviskusamur, ég treysti henni fyrir þessu. Eft ir læt is mat ur? Ég hef alltaf verið mikið fyrir pizzur og borða þær í tíma og ótíma. Svo er pabbi minn mjög góður í að grilla lambalundir sem klikka aldrei. En mamma á samt allt kredit skilið fyrir afbragðs eldamennsku, ég hef aldrei fengið vondan mat frá henni. Eftirlætis tónlist? Ég hef mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk og get hlustað á mikið, en allt sem Ed Sheeran gefur frá sér er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Emil Hall- freðsson fótboltakappi og stórfrændi. Svo er athafnamaðurinn og stórskyttan Viggó Kristjánsson flottur líka. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? Ég get alltaf horft á Friends, en Suits er líka í miklu uppáhaldi. Besta bók sem þú hef ur les ið? Ég les skammarlega lítið en Kaldaljós með Vigdísi Grímsdóttur frænku var frábær. Uppáhalds leikari? Ég hélt mikið upp á Brad Pitt þegar ég var yngri og geri enn. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Forrest Gump. Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Vinn að tónlistinni minni, spila fótbolta og hitti vini. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Jökulsárlón. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS 1. des. ball 10. bekkinga í Valhúsaskóla fór fram með miklum myndarbrag í Félagsheimili Seltjarnarness. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessari glæsilegu skemmtun. Glæsileg 1. des skemmtun Við aðstoðum þig við að velja spilin. Úrvalið er hjá okkur! Sendum um allt land www.spilavinir.is Nýtt Frábært fjölskylduspil! 2-12 20+4+ Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) · 108 Reykjavík · Sími 553 3450

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.