Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 8

Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 8
8 26. Nóvember 2015 Takk fyrir að eignast mig, mamma Downs skilgreint sem vansköpun Sundkonan frá Ísafirði, Kristín Þorsteinsdóttir, vann einstakt afrek á Ítalíu á EM í sundi einstaklinga með Downs einkenni. Hún keppti í fötlunarflokki S16 og setti tvisvar heimsmet og Evrópumet 8 sinnum. Kristín vann fimm gullverðlaun, ein silfur- og ein bronsverðlaun og var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðuna á mótinu. Í viðtali við RÚV þann 16. nóvember segir móðir hennar, Sigríður Hreinsdóttir að meðal þess sem henni er efst í huga séu viðbrögð Kristínar eftir að hún setti fyrra heimsmetið. „Þá kom hún upp úr lauginni og þegar hún áttaði sig á því að hún hefði slegið heimsmet var svolítil geðshræring í gangi. Hún knúsaði mömmu sína og sagði; takk fyrir að eignast mig. Það var ljúf viðurkenning.“ Downs fóstrum eytt Önnur mynd af Downs einstaklingum blasir við þegar lesið er svar heilbrigð- isráðherra á síðasta þingvetri við fyrir- spurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, al- þingismanns um fósturgreiningar. Þar kemru fram að á árabilinu 2007-2012 hefðu 38 tilvik greinst með svokallaða þrístæðu 21 við 12 viknameðgöngu og að allar meðgöngurnar hefðu endað með fóstureyðingu. Til skýringar skal þess getið að 23 litningapör eru í hverri frumu mannslíkamans. Downs heil- kenni kemur til af því að litningapar nr 21 hefur 3 litninga í stað tveggja og er það kallað þrístæða 21. Gallar geta líka orðið í þremur öðrum litningapörum þannig að litningarnir eru þrístæðir. Þeir gallar valda frávikum á fóstri en þau frávik eru reyndar verulega ólík Downs. Landlæknisembættið kvaðst ekki hafa upplýsingar um læknisfræði- legar ástæður fyrir fóstureyðingu og vísaði á fósturgreiningardeild Lands- spítalans. Hins vegar kemur fram í dreifibréfi Landlæknisembættisins nr. 9/2006 að „í um það bil 30 ár hafi verið boðið upp á leit að Down‘s heil- kenni og öðrum litningafrávikum hjá verðandi mæðrum eldri en 35 ára“ og ennfremur stendur í dreifibréfinu að Landlæknisembættið mælir með því að öllum barnshafandi konum/ verðandi foreldrum verði boðnar upplýsingar um skimun fyrri Downs heilkenni og öðrum þrístæðum. Þessi stefna er rekin víða en á Ís- landi. Þannig kom fram í fréttum á Eyjan.is 23. apríl 2008 að í Danmörku hefði 131 fóstri með Downs heilkenni verið eytt árið 2005 og aðeins 24 börn með Downs hefðu fæðst það ár. Ann Tabor prófessor við Ríkisspítala Dan- merkur segir í fréttinni að engin önnur lönd hafi náð viðlíka „árangri“. Bendir hún að fyrir tíu árum hefðu árlega 80 einstaklingar fæðst með Downs. Á Íslandi geta menn einnig státað af góðum „árangri“ en að 2-4 Downs börn fæðist árlega skv heimildum blaðsins Vestfirðir. Á fæðinga-, meðgöngu- og fóstur- greiningadeild lansdspítalans varð Hildur Harðardóttir yfirlæknir fyrir svörum. Hún upplýsti að um 20% þungaðra kvenna afþakki boð um fósturskimun. Af þeim sem fara í skimun fá um 2,5% þá niðurstöðu að líkur séu á einhverjum af litninga- göllunum sé auknar. Er þeim konum boðið að fara í sérstakt greiningar- próf. Um 20% þeirra kvenna kýs að fara ekki í greiningarpróf. Miðað við þessar upplýsingar fara um 16 konur af hverjum 1000 í greiningarprófið. Vansköpun eða alvarlegur sjúkdómur Samkvæmt upplýsingum Hildar Harðardóttur fer fóstureyðing í Downs tilvikum fram á grundvelli 9. greinar 2. töluliðar b í lögum nr 25/1975 um um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir eins og þau heita. Í þeirri lagagrein er tilgreint að fóstur- eyðing sé heimil af læknisfræðilegum ástæðum: „Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi.“ Yfirlæknir fósturgreiningardeildar Landsspítalans var spurð hvort þetta þýddi að Downs væri skilgreint sem vansköpun eða alvarlegur sjúkdómur. Svarið var orðrétt: „Litningaþrístæða 21 sem leiðir til Down heilkennis er alþjóðlega skilgreint sem litningafrá- vik/litningagalli og fellur undir lið 9. gr.2b. Samkvæmt alþjóðlegri sjúk- dómaflokkun ICD 10 er þrístæða 21 skilgreint sem “chromosomal abnormality” undir kóðanum Q90.“ Fram kemur í svörum Landsspít- alans að fóstureyðing sé ávallt lækn- isfræðileg aðgerð þar sem konan eða parið sæki um fóstureyðingu og tveir læknar þurfi að samþykkja umsókn- ina. Miðað við ofangreind svör leikur varla nokkur vafi á því að læknarnir skilgreina Downs sem vansköpun eða alvarlegan sjúkdóm. Það virðist líka vera nokkuð ótvírætt að opin- bera kerfið, Landlæknisembættið og Landsspítalinn hvetja til þess að leitað verði snemma á fósturstigi að Downs. Það er í þeim tilgangi einum að hvetja til fóstureyðingar, sem verður skiljan- legt ef það er rétt ályktað um afstöðu læknanna að þeir telji Downs jafngilda vansköpun eða alvarlegum sjúkdómi og það sé því verðandi foreldrum til hagsbóta að ljúka meðgöngunni sem fyrst. Er opinber hreinsunar- stefnu hér á landi? Þetta sjónarmið læknanna er alls ekki óumdeilt. Í febrúar 2008 segir á visir. is þáverandi formaður Læknafélagsins Birna Jónsdóttir að tilgangurinn væri ekki að útrýma einstaklingum með ákveðinn galla. Þá voru nýkomnar fram upplýsingar þess efnis að á ár- unum 2002-2006 hafi 27 fóstur greinst með Downs einkenni og einungis tveimur þeirra var ekki eytt. Birna kallaði eftir opinni og einlægri um- ræðu um það hvernig samfélagið vilji að þetta sé. Fyrir réttu ári birtist grein í Frétta- blaðinu við foreldra stúlku með Downs heilkenni. Snorri Þorgeir Ingvarsson og Þordís Ingadóttir segja að þau hafi sett hljóð þegar fram komu upplýsingarnar um fóst- ureyðingarnar í svari heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur. Þau spyrja hvort hér sé opinber hreinsunarstefna sem Ísland hafi innleitt með afburðaárangri og spyrja einnig hver hafi tekið ákvörðun um þessa „sérstæðu fósturskimun“ og inna stjórnvöld eftir afstöðu til þeirra siðferðilegu álitaefna sem hún hafi í för með sér. Jafnfram spyrja þau hvort í ljósi framfara í læknavísindum verði farið að skima fóstur fyrir geð- FRÉTTASKÝRING: Kristinn H. Gunnarsson

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.