Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 13

Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 13
Iðnaðar- þurrktæki Loftræsting Tilboð frá kr99.900 Með varmaskipti Rörablásari Tilboð frá kr12.990 100 mm ísvélar Þakblásarar Kælar - frystar Í þakrennur, frostvörn eða vatnslagnir. Hitavír Handþurrkari Hljóðlátur Tilboð frá kr14.990 Tilboð frá kr29.990 Tilboð frá kr29.990 Allar stærðir Tilboð frá kr1.450 2100 wött 100 mm -vélar sem borga sig sjálfar S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur íshúsið 30ára reynsla 198 3 - 2013 viftur.is -andaðu léttar Hljóðlátar viftur Fyrir heimili og hótel Tilboð frá kr8.990 Þurrktæki Tilboð frá kr49.990 -Er raki í gluggunum? Kælimiðlar -Hágæða Freon og Ammoníak 26. Nóvember 2015 13 Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal hélt sinn árlegan markað um síðustu helgi. Nefndist hann kolaport og basar. Til sölu var alls konar varningur, svo sem notaður fatnaður, skór og húsbúnaður. Einng var á boðstólum margs konar heimatilbúið góðgæti, nýbakaðr vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála og er markaðurinn aðaltekjuöflun félagsins. Geysilegur fjöldi kom á markaðinn eins og sjá má af meðfylgj- andi mynd sem Andrea Gylfadóttir tók. Framsókn hagur heimilanna Framsóknarflokkurinn stóð fyrir opnum stjórnmálafundi á Ísa-firði síðasta föstudag. Yfirskrift fundarins var hagur heimilanna og losun fjármagnshafta. Benedikt Árna- son, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra hafði framsögu og rakti aðgerðir til lækkunar skulda vegna fasteignakaupa og losun fjármagnshafta. Að framsögu lokinni sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra fyrir svörum. Ólafur Halldórsson spurði ráðherra um efndir á yfirlýsingu þáverandi Sam- gönguráðherra Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, sem gefin var á málþingi á Tálknafirði sumarið 2013, þess efnis að byrjað yrði á Dýrafjarðargöngum árið 2016. Utanríkisráðherra kvaðst nýlega hafa séð drög að Samgönguá- ætlun og taldi hætt við að myndi vanta fé og líklegt að framkvæmdum myndi seinka til 2017, en sagði að reynt yrði að tryggja óbreyttan framgang verksins. Aðspurður um framkvæmdir í Gufu- dalssveit um Teigsskóg sagði ráðherra að umhverfismatsferli væri farið af stað og allir væru að reyna að vanda sig, en enginn gæti vitað um neitt á þessu stigi um mögulegar kærur. Gunnar Bragi sagði að ekki stæði á honum að endurflytja frumvarp um að lögfesta veglínuna, en hann hafði ekki trú á því að það myndi fást samþykkt á Alþingi. Konráð Eggertsson minnti á bág kjör ellilífeyrisþega, hækkandi matarskatt og óviðunandi stöðu Þingeyrarflug- vallar. Bergur Torfason spurði hvort ekki væri hægt að taka Teigsskóg eignarnámi en ráðherra sagði Vega- gerðina telja það ekki færa leið. Þá minnti Bergur á ótryggar raflínur á Vestfjörðum og taldi það öryggisatriði fyrir Vestfirðinga að fá raflínur í jörð. Þá var Utanríkisráðherra spurður um Sýrland, arabíska vorið, viðbrögð við árásinni á París og frumvarp hansum að leggja niður Þróunarsamvinnu- stofnun. Ráðherra svaraði því til að Frakkar hefði virkjað ákvæði í aðildar- samningi um Evrópusamningnum sem kveður á um hernaðaraðstoð þjóða, arabíska vorið hefði brugðist alls staðar nema í Túnis og varðandi Þróunar- samvinnustofnun þá yrðu verkefni stofnunarinnar flutt inn í Utanríkis- ráðuneytið. Allir starfsmenn nema for- stjórinn myndi halda störfum sínum. Fleiri fyrirspurnir voru bornar fram um margvísleg málefni.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.