Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 6

Vestfirðir - 26.11.2015, Blaðsíða 6
Póllinn ehf – Pollgötu 2 – 400 Ísafirði – Sími: 456 3092 – www.pollinn.is Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is. 6 26. Nóvember 2015 Á hjara veraldar komin út hjá Vestfirska forlaginu Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni í Strandasýslu tók saman. Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Þar voru Hornstrandir og nágrenni lík- lega sér á báti. Eitt var það sem ekki varð undan vikist, og það var að flytja lík til greftrunar. Það var líka þung kvöð sem lá á fólki að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldi safnaðarins, en fjarlægðin og óblíð náttúra bönnuðu. Í Þjóðskjalasafni Íslands hafa nýlega komið í leitirnar meira en tveggja alda gömul skjöl, sem hafa legið þar óhreyfð öll þessi ár. Bréfin greina frá viðskiptum og kærumálum á hendur Jóni Árnasyni bónda í Skjaldabjarnarvík á Ströndum við kirkjunnar þjóna vegna „kirkjufor- sómunar,“ sem prestarnir nefndu svo, og gengu alla leið til Skálholts- biskups. Þar fundust líka bréf frá sama tíma, vegna eftirmála, sem urðu útaf greftrun Hallvarðs Hallssonar, þá húsmanns í Skjaldabjarnarvík, en hann var grafinn þar í túninu án vitundar prests og án yfirsöngs. Þá er einnig sagt frá kærumálum vegna dráttar sem varð á að koma líki vinnukonu í Skjaldabjarnarvík til greftrunar í Árnesi. Svo er farið um víðan völl. Guðlaugur Gíslason frá Steins- túni er einn af þessum gömlu góðu fræðimönnum sem nú fer fækkandi. Vestfirska forlagið hefur áður gefið út bækurnar Lífvörður Jörundar hundadagakóngs og Ævisögu Þórðar Þ. Grunnvíkings rímnaskálds. KFÍ tók á móti Breiðablik í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn var jafn og spennandi og Ísfirðingarnir höfðu frumkvæðið þar til í lokin, en þá sigu Blikarnir fram úr og sigruðu naumlega. Vel var mætt á leikinn og laganna verðir voru tiltækir ef þá þyrfti að halda. Kjör aldraðra: 69% undir 300.00 kr/mán Á Alþingi hefur félags- og hús-næðismálaráðherra svarað fyrirspurn Ernu Indriða- dóttur, varaþingmanns um tekjur 67 ára og eldri. Fram kemur að á síðasta skattári hafi 44.680 einstaklingar 67 ára og eldri skilað skattframtali. Af þeim höfðu 31.028 tekjur lægri en 300.000 kr á mánuði. Miðað er við samanlagðar tekjur að meðtöldum greiðslum frá Tryggingarstofnun ríkisins. Ef skoðaðar eru tekjur einstaklinga án greiðslna frá Tryggingastofnun rík- isins fjölgar þeim upp í 34.329 sem eru með tekjur undir 300.000 kr. á mánuði. Það þýðir að greiðslur Tryggingarstofn- unar færa samanlagðar tekjur 3.200 einstaklinga upp fyrir 300.000 kr. markið. En önnur athyglisverð stað- reynd blasir við. Greiðslur Tryggingar- stofnunar lyfta aðeins 10% af einstak- lingunum, með tekjur undir 300.000 kr upp fyrir 300.000 kr í mánaðartekjur, 90% einstaklinganna verða áfram undir þessum mörkum. Spyrja má, í þessu ljósi, hvort Tryggingarstofnun ríkis- ins skili þeim árangri til fjárhagslegrar tryggingar einstaklinga sem að er stefnt með almannatryggingakerfinu. Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands segir á bloggsíðu sinni á Eyjunni þann 16. sept sl. að um 60% af ellilífeyri eldri borgara komi nú þegar úr lífeyrissjóðunum, sem sé í raun uppsafnaður ævisparnaður. Stefán bendir á að skattborgararnir sleppi við að greiða þessar fjárhæðir, ólíkt því sem gerist í flestum löndum í Evrópu. Á komandi árum muni hlutur lífeyrssjóðanna vaxa frá því sem nú er og hlutur almannatrygginganna minnka. Það er mat Stefáns Ólafssonar, prófessors, að í heildina litið séu Ís- lendingar með einna minnstu byrði vegna lífeyrisþega á Vesturlöndum öllum og hafi því meiri getu en aðrar þjóðir til þess að gera vel við þennan hóp landsmanna. 15% skorta efnisleg gæði Í skýrslu Hagstofu Íslands sem út kom í sumar kemur fram að um 15% þeirra sem eru 65 ára og eldri og búa einir hafi búið við skort á efnislegum gæðum á árinu 2014. Það er tæplega þrisvar sinnum hærra hlutfall en meðal landsmanna almennt. Um 5,5% þeirra skorti efnisleg gæði á því ári. Þetta er í annað skiptið sem Hagstofan gerir úttekt á bágum lífskjörum eftir mælingum sem evrópska hagstofan Eurostat hefur þróað. Þeir teljast falla í þennan flokk sem hafa lent í van- skilum vegna fjárskorts á síðustu 12 mánuðum og geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Að auki hafa þeir ekki efni á bíl, síma, þvottavél, sjónvarpstæki, vikulöngu fríi, máltíð annan hvern dag eða að halda húsnæðinu nægjan- lega heitu. Staða Íslands í samanburði við önnur Evrópulönd er góð, landið var í 5. sæti árið 2013. Engu að síður eru greinilega þjóðfélagshópar sem standa mun verr en meðaltalið. Auk aldraðra sem búa einir, eru öryrkjar og einstæðir foreldrar í slæmri stöðu. Nærri fjórði hver öryrki bjó við skort á efnislegum gæðum árið 2014 og 20% einstæðra foreldra. fjöldi hlutfall tekjur<300 þús. 31 28 69,4 tekjur>300 þús. 13652 30,6 44680 tekjur<300 þús. tekjur>300 þús. erna Indriðadóttir. Mynd: althingi.is 8 Mynd 8. Skortur á efnislegum lífsgæðum á einstaklingsheimilum, undir og yfir 65 ára Figure 8. Material deprivation in childless households of singles above and below the age of 65 Skýringar Notes: Öryggisbil (95%) 2014: 1 fullorðinn <65 ±1,5; 1 fullorðinn >64 ±5,1. CI (95%) 2014: 1 adult <65 ±1.5;.1 adult >64 ±5.1. Mynd 9 sýnir hlutfall karla og kvenna sem búa ein sem skortir efnisleg gæði. Munurinn á kynjunum er almennt fremur lítill og framan af breytilegt frá ári til árs í hvorum hópnum hlutfallið er hærra. Þó er athyglisvert að hlutfallið hefur verið hærra á meðal karla en kvenna síðustu fjögur árin en árið 2014 skorti 12,5% þessara kvenna efnisleg gæði samanborið við 9,5% karla. Mynd 9. Skortur á efnislegum lífsgæðum á einstaklingsheimilum eftir kyni Figure 9. Material deprivation in childless households of singles by sex Skýringar Notes: Öryggisbil (95%) 2014: 1 fullorðinn karl ±1,6; 1 fullorðin kona ±4,3. CI (95%) 2014: 1 adult,male ±1.6; 1 adult, female ±4.3. Að lokum sýnir mynd 10 heimili tveggja fullorðinna með börn sem skortir efnisleg gæði, sundurgreint eftir fjölda barna á heimilinu. Almennt má ætla að fjárhagur heimila þrengist eftir því sem börnum fjölgar, en á móti kemur að samband er á milli fjölda barna og aldurs foreldra; það eru því fleiri börn eftir því sem foreldrar 0 5 10 15 20 25 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 1 fullorðinn <65 1 fullorðinn >64 % 1 adult <65 1 adult >64 0 5 10 15 20 25 30 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 1 fullorðinn, karl 1 fullorðinn, kona % 1 adult, male 1 adult, female Félagsvís r: skortur á efnislegum gæðum 2014 https: //www. hagstofa.is/media/49160/hag_150703. pdf

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.