Akureyri - 30.04.2015, Síða 7

Akureyri - 30.04.2015, Síða 7
30. apríl 2015 16. tölublað 5. árgangur 7 www.akap.is Kaupvangur v/ Mýrarveg sími 460 9999 VERKALÝÐSDAGURINN 1. MAÍ opið frá kl. 12-16 AÐSEND GREIN LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Makrílgjafakvóti fyrir milljarða Ríkisstjórnin hefur lagt fram laga- frumvarp um að lögfesta kvóta- setningu á makríl, en hann er ný tegund í íslenskri lögsögu, og einnig verða heimiluð frjáls viðskipti með hann innan sjávarútvegs- greinarinnar. Þessi gjörningur þýð- ir gjafakvóta fyrir tugi milljarða til aðila í grein- inni í boði stjórnvalda á sama tíma og launafólki eru skammtaðar launa- hækkanir úr hnefa í nafni stöðugleika! Undanfarin ár hef- ur makrílveiðum verið stjórnað frá ári til árs með reglugerðarheimildum sjávar- útvegsráðherra en enn hefur ekki tekist að semja um veiðarnar milli þeirra strandríkja sem í hlut eiga. Makríllinn kom inn í lögsögu okkar uppúr 2007 en fór ekki að veiðast að ráði fyrr en árið 2009 og hefur síðan þá skilað þjóðarbúinu, og sérstaklega uppsjávargeiranum, gífurlegum tekjum. Árið 2010 var uppsjávargeiran- um sem hóf veiðar settar skorður í 112 þúsund tonnum og í fram- haldinu var makrílnum úthlut- að með reglugerð til fjögurra út- gerðarflokka, þ.e. uppsjávargeirans, frystiskipa, ísfisktogara og króka- aflamarksbáta. Frá árinu 2012 voru veiðunum settar þær skorður að aflinn færi til manneldis og gekk það eftir og skilaði margfalt meira verðmæti í kjöl- farið. Stórskipaflotinn hef- ur ekki þurft að kosta til miklum fjármunum vegna makrílveiðanna heldur hafa þessar út- gerðir getað nýtt þann búnað sem fyrir var í veiðum og vinnslu og hefur þessi makrílveiði því verið algjör bónus og í raun hvalreki fyrir þær. Í dag eru um 114 minni bátar á makríl þar sem eigendur hafa þurft að fara út í kostnaðarmikl- ar breytingar á bátum sínum sem kosta allt frá 6 til 10 milljónir króna, sem er hátt hlutfall af verð- mæti bátanna. Makrílveiðar minni skipa og báta hafa skipt miklu fyrir vinnslu í landi og oft verið forsenda þess að halda fiskvinnslu í landi gangandi yfir sumarið. Ráðherra hefur skýlt sér á bak við álit umboðsmanns Alþingis um að óheimilt sé að stjórna veiðunum áfram með reglugerðarheimildum og að uppsjávarfyrirtæki hafi kært þann þátt úthlutunar makríls að öðrum en uppsjávarveiðigeiranum einum sé veitt hlutdeild í kvótan- um. Þetta er skálkaskjól ráðherra því að sjálfsögðu er hægt með lög- um að stjórna makrílveiðum með öðrum hætti eins og t.d. með því að leigja hann á ársgrundvelli eða að bjóða hann út innan skilgreindra marka. Ríkisstjórnarflokkarnir eru fyrst og fremst að fylgja eftir sinni stefnu með kvótasetningu og fram- sali sem kallar um leið á brask og skuldsetningu innan greinarinnar og jafnframt mikla samþjöppuna á kostnað minni útgerða sem ekki munu rísa undir enn frekari skuld- setningu. Þetta verður rothögg fyrir báta strandveiðihluta makrílveiðanna sem fá það litla úthlutun að þeir verða annað hvort að leigja makríl- kvóta af öðrum eða selja sína mak- rílhlutdeild. Þarna er verið að búa til bólu hagkerfi og sýndarverð- mæti með því að koma því til leiðar með reglusetningu að verslun hefst með makrílkvótann milli útgerða í greininni með tilheyrandi viðbótar skuldsetningu. Fjármálastofnanir munu að sjálfsögðu fitna á aukinni skuldsetningu í greininni og með veðsetningu á makrílkvóta, eftir- spurn eftir lánsfé eykst og vextirnir hækka í kjölfarið. Með ráðstöfun ríkisstjórnarinnar er í raun ver- ið að loka á nýliðun í makrílveið- um og á þá þróun sem verið hefur í vinnslu makríls til manneldis í fiskvinnslum víða í sjávarbyggðum. Það er ömurlegt að stjórnvöld nýti ekki það gullna tækifæri sem nú gefst til jákvæðra breytinga með því að úthluta þessari nýju tegund, makrílnum, með öðrum hætti en gert er í núverandi kvótakerfi sem er mjög umdeilt og óréttlátt og engin sátt er um í þjóðfélaginu og hefur valdið mikilli samþjöppun með tilheyrandi byggðaröskun. Ég tel skynsamlegt að við lögfest- um með sérlögum að makrílkvótinn skuli leigður út á ársgrundvelli til þeirra fjögurra útgerðarflokka sem hafa stundað veiðar undanfarin ár og endurskoðum kvótahlutfall þeirra innbyrðis. Leigan verði hlut- fall af aflaverðmæti upp úr sjó og nýtist samfélaginu öllu. Það veit enginn hve makríllinn verður lengi í íslenskri lögsögu þó við viljum og vonum að hann sé kominn til að vera. Hversvegna að búa til úr þessari sameiginlegu auðlind peningamaskínu fyrir þá sem fá gefins makrílkvóta og skuld- setja greinina samhliða þegar engin þörf er á slíku? Það afgjald sem ráðherra leggur til, þ.e. 10 kr. pr kg, er brotabrot af varanlegri sölu á þorskkvóta í dag þó tekið sé tillit til þess að þorskurinn sé verðmæt- ari tegund. Þessi gjafakvóta gjörningur er hneyksli og gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn í áfram- haldandi deilum meðal lands- manna um ráðstöfun sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður Norðvestur kjördæmis. lilja rafney Magnúsdóttir Draumar rætast hjá nýjum bæjarlistamanni “Ég er einstaklega þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Að hljóta starfslaunin er ómetanleg hvatn- ing og nú munu margir draumar mínir, sem sumir hverjir eiga sér langan aðdraganda, rætast. Það er gaman að vera listamaður í gróskumiklu umhverfi á Akureyri og ég vona svo sannarlega að vinna mín næstu mánuði muni skila miklu til samfélagsins, það er mitt helsta markmið,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir nýr bæjarlistamað- ur á Akureyri í samtali við Akur- eyri vikublað. Á sumardaginn fyrsta var til- kynnt í hófi í Hofi að tónlistarkon- an Lára hlyti heiðurinn. Einnig voru veittar viðurkenningar Hús- verndarsjóðs og Byggingalista- verðlaun. Viðurkenningu Hús- verndarsjóðs hlaut Hús Hákarla Jörundar í Hrísey en einnig fékk Ásgeir Halldórsson sérstaka viður- kenningu Húsverndarsjóðs fyrir ómetanlegt framlag sitt og elju við endurbyggingu hússins. Bygginga- listaverðlaun Akureyrar fékk arki- tektastofan Kollgáta fyrir Íþrótta- miðstöðina í Hrísey. Heiðursviðurkenning Menn- ingarsjóðs var veitt tveimur einstaklingur sem hafa með fram- lagi sínu stutt við og auðgað menn- ingarlíf bæjarins. Þetta eru mynd- listarkonan Iðunn Ágústsdóttir sem lauk nýlega umfangsmikilli einka- sýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, og Gunnar Frímannsson sem hefur komið að starfi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands frá upp- hafi og lagt sitt lóð á vogarskálarn- ar við uppbyggingu sveitarinnar. Á Vorkomunni veitti atvinnu- málanefnd Akureyrar einnig at- vinnu- og nýsköpunarviðurkenn- ingar. Kælismiðjan Frost ehf hlaut athafnaviðurkenningu Akureyrar- bæjar. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í uppbyggingu og þjónustu kælikerfa frá árinu 1993, en á rætur að rekja til ársins 1984. Fyrirtækið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og sinn- ir verkefnum og þjónustu um allt land, sem og erlendis. Nýsköpunar- viðurkenningin kom í hlut fyrir- tækisins Sveinbjargar sem stofnað var árið 2007. Fyrirtækið framleiðir íslenskar hönnunarvörur og hef- ur verið í örum vexti síðustu ár. Vörulína fyrirtækisins er hönnuð af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur myndlistarkonu og eru ríflega 140 ólíkar vörur úr smiðju hennar seld- dar bæði á Íslandi og erlendis. -BÞ Hinir heiðruðu. Ragnar Hólm.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.