Suðri - 19.11.2015, Side 2
2 19. Nóvember 2015
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Stærðir
38–58
Nýjar vörur í hverri viku
Mýrmann með opna vinnustofu
Listmálarinn Mýrmann, Víðir Ingólfur, hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og má sjá
úrval þeirra á facebook síðu hans. Nú
nýverið opnaði hann vinnustofu sína
í Hveragerði, gamla barnaskólanum,
fyrir almenningi á Degi myndlistar-
innar. Fjölmargir notuðu tækifærið og
kynntu sér verk og starfsaðstöðu lista-
mannsins. Ein af þeim var listmálarinn
Guðrún Tryggvadóttir sem hér stillir
sér upp fyrir tíðindamann Suðra með
Mýrmanni sjálfum. Þá fylgir sýnishorn
af einu verka hans, myndinni Árstíðir.
Listamaðurinn stefnir að því að gera
þetta að árlegum viðburði en þeim sem
vilja kynna sér verk hans gefst gott tæki-
færi til þess dagana 7. -29. maí en þá er
Mýrmann með einkasýningu í Gallerí
Fold.
Drullusund
- Nýtt söguskilti í Hveragerði
Nýtt söguskilti við Drullusund var afhjúpað í gær. Söguskiltin
eru orðin níu og hafa þau vakið mikla
athygli en skiltin eru í senn fróðleg og
upplýsandi fyrir bæjarbúa og ferða-
menn. Njörður Sigurðsson, sagn-
fræðingur hefur tekið saman textana.
Á myndinni eru Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri sem afhjúpaði skiltið, og
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sem
dvaldi á Geirlandi í æsku, sagði frá
æskuminningum tengdar sundinu.
Óvissa um framtíð
háskólanáms á
Laugarvatni
Óvissa ríkir um framtíð há-skólnámsins á Laugarvatni og hefur gert frá því að
starfshópur skilaði tillögu um að
færa það til Reykjavíkur. Ársþing
Sambands sunnlenskra sveitarfélaga
ályktaði fyrir skömmu gegn hug-
myndum um að færa háskólanámið
en sú tillagan hefur mætt miklli and-
stöðu heimamanna og þingmanna
kjördæmisins. Ákvörðun býður há-
skólaráðs.
Ástríður Stefánsdóttir, dósent og
deildarstjóri við íþrótta- tómstunda
og þroskaþjálfadeild menntavísinda-
sviðs Háskóla Íslands, segir enga
ákvörðun hafa verið tekna um fram-
tíð náms í íþrótta- og heilsufræðum
á Laugarvatni. Nýverið lagði nefnd
undir forystu Ástu Möller það til að
kannaðir yrðu kostir þess að flytja
námið til Reykjavíkur, meðal annars
til þess að auka aðsókn að því.
Ástríður segir að starfshópur vinni
nú að dýpri greiningu á kostnaði og
öðru því sem lýtur að framtíð náms-
ins, þar sem valkostirnir eru útfærðir
frekar. Öllu skipti að bjóða upp á gott
nám sem aðsókn sé í, en til að geta
haldið úti öflugu námi þarf á bilinu
30-50 í árgangi til að geta boðið upp
á fjölbreytta áfanga. Dregið hefur úr
aðsókn að náminu undanfarin ár.
„Mestu skiptir er að geta sótt fram
og við þurfum að finna bestu leiðina
til þess. Mikilvægt er að eyða óvissu
um framtíð námsins og taka ákvörðun
sem fyrst. Starfshópur sem vinnur að
því að útfæra valkostina mun leggja
tilllögur fyrir háskólaráð innan tíðar,
sem tekur ákvörðunina um fram-
haldið. Þá ákvörðun þarf að undir-
byggja vel og t.d. að greina hvað kostar
að byggja aðstöðuna á Laugarvatni
upp en hann er umtalsverður,“ segir
Ástríður.
Hörð viðbrögð þingmanna
og úr sveitarstjórnum
Guðmundur Ármann Pétursson,
sveitarstjórnarmaður í Grímsnes- og
Grafningshreppi, mótmælir hug-
myndum um flutning háskólanámsins
harðlega, líkt og fram kemur í grein
hans á bls. 4. Hann segir meðal annars:
„Það þarf að efla háskólanám á Suður-
landi og það rétta er að menntamála-
ráðherra fái það verkefni að skoða
hvernig hægt er að byggja upp, bæta
og samþætta það starf sem unnið er á
Suðurlandi. Það er þingmanna Suður-
kjördæmis að fela ráðherra verkefnið.“
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, tekur undir með
Guðmundi og segir í samtali við Suðra
að þegar lagt sé til að fjárhagslega og
faglega sé gott að sameina skóla þá
fylgir oft að námsaðstöðu minni ein-
ingarinnar verði haldið, líkt og lagt
var upp með á Laugarvatni. „Þegar að
menn lýsa áhyggjum sínum á því að
til lengri tíma verði minni skólanum
lokað þá hefur dæmið um sameiningu
KHÍ og Íþróttaskólans á Laugarvatni
og HÍ verið tekið um velheppnaða
sameiningu þar sem minnstu ein-
ingunni sé haldið og námsumhverfi
hennar. Nú hafa svartsýnisspár gengið
eftir með tillögu um flutning náms-
ins. Ég vil mótmæla þessari afstöðu
stjórnvalda harðlega og styð þá starfs-
menn skólans og sveitarstjórnarmenn
sem talað hafa fyrir því að skólinn fái
stuðning við að auglýsa og laða til sín
nemendur“, segir Oddný sem situr í
fjárlaganefnd Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður allsherjar- og mennta-
málanefndar Alþingis. Hún segir
hennar mati komi ekki til greina
að flytja grunnnám í íþrótta- og
heilsufræði frá Laugarvatni til Reykja-
víkur. „Á Laugarvatni er góð aðstaða
og miklir möguleikar til staðar til
að efla námið enn frekar. Ég hef átt
nokkra fundi með rektor Háskóla Ís-
lands um þetta mál þar sem ég hef lýst
afsöðu minni til málsins. Ég mun halda
áfram að vinna að því að efla námið
á Laugarvatni en það er nauðsynlegt
að bregðast við fækkun nemenda með
því að sækja fram. Við eigum að nota
þessa vinnu sem fram hefur farið hjá
Háskóla Íslands til að átta okkur á því
með hvaða hætti við framkvæmum
sóknina, “ segir Unnur Brá.
Unnur brá Konráðsdóttir. Oddný G. Harðardóttir. Guðmundur Ármann Pétursson.
Af facebook síðu Hveragerðisbæjar.
Frá Laugarvatni. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.