Suðri - 19.11.2015, Qupperneq 8
8 19. Nóvember 2015
Gott skipulag leiðir til
umbóta í samfélaginu
Á fundi í Tryggvaskála laugardaginn 21. nóvember
kynnir Trausti Valsson skipulagsfræðingur bók sína:
Mótun framtíðar. Fundarstjóri verður Guðni Ágústs-
son. Fundurinn hefst kl. 13.30 og verður bókin þar
til sölu á sérstöku tilboðsverði. Frekari upplýsingar
um bókina og fundinn er að finna á facebook síðunni
Mótun framtíðar. Bók Trausta er stórvirki sem rekur
sögu þessa merkilega umbótamanns í skipulagsmálum.
Bókin er sérlega lipurlega skrifuð og skemmtileg af-
lestrar og full fróðleiks um þann merka málaflokk sem
skipulagsmál eru. Suðri tók Trausta tali um bókina,
fundinn og ævistarfið.
Aðeins um bókina fyrst, þú lýsir þér í
inngangi sem hugsjónamanni, er þetta
ævistarf hugsjónamanns um áhrif
skipulags á mannlífið?
Já, það hafa frá því ég var ung-
lingur, búið í mér hugsjónir um að
bæta mannlífið. Á námsárum mínum
í Berlín sá ég að skipulag - hvort sem
það er skipulag borga eða svæða -
gefur góða möguleika á að koma fram
ýmsum mikilvægum umbótum og
hugsjónum. Til dæmis á sviði aðal-
skipulags er það verkefnið að teikna
upp mynd af framtíðinni eftir cirka
20 ár. Því verða menn að hugsa stórt,
og setja sig í „hugsjónagírinn“ til
skipulagið leiði til grundvallandi um-
bóta á aðstæðum fólks og fyrirtækja.
Þú bendir á að ferðamenn fari lítið
út fyrir góða vegi, heldur þú að upp-
byggðir vegir yfir Sprengisand og Kjöl
muni hafa mikil
áhrif á dreifingu
ferðamanna, ís-
lenskra og erlendra?
Já, þetta var t.d.
reynslan á leiðinni
til Lakagíga, þar
sem vegur leiddi til
mjög minnkaðs utan-
vegaaksturs. Já, vegir
yfir Sprengisand og K j ö l
mundu auðvelda flæði ferðmanna
lengra út á land. og dreifa, þar með,
álaginu á landið. Góðir vegir er
forsenda þess almenningur og ferða-
menn á venjulegum bílum fái að njóta
landsins. Einn stærsti ávinningurinn
af góðum hálendisvegum er að með
þeim mynduðst góðar hringleiðir, en
fólk vill ekki aka sama veginn fram og
til baka langar leiðir. Þannig gæti t.d.
góður
Kjalvegur
leitt til þess að
fólk ferðaðist frekar til
Akureyrar því að þá þyrfti
ekki að aka hringveginn til baka,
heldur gæti fólk, á bakaleiðinni, notið
öræfana á Kili og heimsótt djásnir
Suðurlands á síðasta hluta ferðarinnar.
Skiptir skipulag mannvirkja miklu
máli um samfélagsgerðina, samfé-
lagsmótunina?
Hvað varðar mótun alls landsins
skipta mannirki eins og vegir, hafnir
og flugvellir mestu máli. Vegir og vega-
kerfi í þéttbýli er líka grundvallandi
atriði. Hvað varðar húsagerð, er vissu-
lega ódýrast að byggja blokkir, en
minni hús gefa íbúunum kost á meiri
jarðnánd.
Sérðu fyrir þér miklar breytingar á
byggðaþróun næstu áratugina, út frá
stefnu og gjörðum skipulagsyfirvalda?
Ég tel að leiðrétta verði aðstöðumun
sveitarfélaganna utan Höfuðborgar-
svæðisins, einkum er varðar sam-
göngur. Ég þreytist aldrei á að lýsa
hve mikilvirkir góðir hálendisvegir
gætu orðið í að stytta vegalegdir, og
þar með ferðatíma, milli byggðalaga.
Bætur í samgöngum á þennan hátt, eru
lykilatriði í því að styrkja byggðarlög í
núverandi varnarbaráttu þeirra.
Er að þinu mati rétt að koma skipulags-
valdinu fyrir hjá sveitarfélögunum, þ.
e. að fenginni staðfestingu umhverfis-
ráðherra?
Þetta er það fyrirkomulag sem nú
er í gildi, en vandinn hefur verið sá að
SUM sveitarfélögin hafa víða verið of
smáar skipulagseiningar. Sameining
sveitarfélaga hefur á nokkrum stöðum
bætt hér úr. Í flestum tilfellum vantar
þó, þrátt fyrir svæðisskipulög, meira
yfirgrípandi skipulagsramma, líkt og
þann sem við gerðum fyrir SV-land
fyrir tuttugu og tveimur árum.
Að lokum um fundinn á Selfossi
á laugardaginn af hverju er hann
haldinn á Selfossi og tengsl þín við
Suðurlandið?
Móðurætt mín er öll frá Suðurlandi.
Afi og amma; Guðjón og Elínborg,
bjuggu í Unnarholti þaðan sem afi var,
en amma var frá Ferjunesi í Flóa. Fjögur
syskini mömmu bjuggu síðan í Hrepp-
unum; í Hvítárdal, Unnarholti, Hóla-
koti og á Sandlæk. Alls var ég um tíu
ár í sveit í Hreppunum. Ýmsir ættingjar
mínir búa enn í Hreppunum og margir
búa á Selfossi. Dóttir mín Hrönn,
hönnuður, og maður hennar Tómas,
rafmagnsfræðingur, ásamt dótturinni
Hörpu, Hua Zi, fluttust á Selfoss fyrir
um einu og hálfu ári þannig að ég kem
núna í seinni tíð meira á Suðurlandið,
mér ætíð til mikillar ánægju.
bgs
Ofríki – uppreisn gegn ofríki yfirvalda
Ofríki er fjórða bók Jóns Hjartarsonar, fyrrverandi fræðslustjóra og bæjarfull-
trúa, en fyrri bækur hans um uppvöxt
í Strandasýslu og síldarár á Raufarhöfn
sem komu út 2010 og 2011 fengu fínar
viðtökur. Árið 2013 sendu Jón og
sonardóttir hans Ása Ólafsdóttir frá
sér ævintýrabókina Allskonar sögur
sem er fyrir börn á öllum aldri.
Í Ofríki segir frá því að fyrir liðlega
einni öld gerði bóndinn á Randvers-
stöðum í Breiðdal uppreisn gegn yf-
irvöldum í Breiðdalshreppi. Ástæðan
var sú að yfirvöldin komu í veg fyrir að
geðsjúk eiginkona hans fengi að leita
sér lækninga og reyndu í framhaldinu
að bola honum burt úr héraðinu.
„Ofríki er áhrifamikil saga frá um-
brotaskeiði í lífi þjóðarinnar þegar
hillir undir nýja tíma og ný viðhorf,
meðal annars með stofnun Klepps-
spítala í Reykjavík, en framkoma við
fátæklinga ræðst þó enn af gamalgró-
inni vinnukergju stórbænda, þar sem
smælingjarnir mega sín lítils gagnvart
ofríkinu
Barátta Ólafs Ásgrímssonar er
merkileg fyrir þær sakir að hann
veitti yfirvöldunum svo harðsnúið
viðnám að þau þurftu
að beita öllum tiltækum
lagakrókum til að koma
honum undir, eins og
lesa má í þeim 140 máls-
skjölum sem lögð voru
fyrir sýslumann Vestur
-Skaftafellssýslu til úr-
skurðar 1918.
Það var fáheyrt að fá-
tækur alþýðumaður risi
upp gegn yfirvöldunum.
Sama áræðni og kjarkur
fylgdi fjölskyldunni
áfram og reyndist henni
bjargvættur þegar þrí-
tugan hamarinn var að
klífa eins og sagt er frá í
bókinni,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Sunn-
lenska bókakaffinu.
Gröfutækni
bauð lægst
í stranda-
stíginn
Sex verktakar buðu í lagningu göngustígs á milli Stokkseyrar
og Eyrarbakka og var Gröfutækni
með lægsta tilboðið. Verkið felur í
sér uppbyggingu á göngustíg milli
Stokkseyrar og Eyrarbakka. Stígur-
inn liggur frá gamla ruslahaugaveg-
inum við Eyrarbakka að sjóvarnar-
garði rétt við Hraunsá, um gróin
tún, eftir gömlu fráveitulagnastæði
og einnig um mýrlendi að hluta. Að
auki liggur stígurinn um svæði þar
sem líkur eru á fornminjum. Hluti
verksins skal unnin á árinu 2015 en
heildarverklok eru 17. maí 2016.
Trausti valsson skipulagsfræðingur.