Suðri - 19.11.2015, Síða 16

Suðri - 19.11.2015, Síða 16
Set ehf röraverksmiðja Forn menningarríki hófu gerð vatnsrenna og lagnastokka fyrir mörgum árþúsundum. Síðar voru þróaðar vatnsbrýr og málmpípur til að veita vatni til ræktunar, þvotta og drykkjar. Egyptar, Grikkir og Rómverjar áttu mikla verkmenningu á þessu sviði, en vatnsbrýr Rómverja eru enn í dag taldar meðal helstu verk- fræðiafreka mannkyns. Viðtæk þekking, reynsla og geta fyrirtækisins setur það í flokk á meðal helstu röraframleiðenda evrópu. Lagnagerð er því með elstu iðn- greinum sögunnar og hefur þróast með tímanum. Með nýjustu tækni og aðferðum hefur röraverksmiðjan Set skapað sér sérstöðu á heimsvísu með fjölbreytileika í framleiðslu, ásamt því að vera mikilvægur þátttakandi í uppbyggingu og nýsköpun í íslensku samfélagi. www.set.is Set ehf. Röraverksmiðja Eyravegur 41 800 Selfoss Sími +354 480 2700 Fax +354 482 2099 set@set.is Set ehf • Röraverksmiðja Veljum íslenskt og sköpum með því verðmæti og störf. HÉRAÐSFRÉTTABLAÐ Auglýsingar: 578 1190 & auglysingar@fotspor.is Ritstjórn: 863 5518 & sudri.heradsblad@gmail.com HÉRAÐSFRÉTTABLAÐ KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA OG ER DREIFT Í 10.500 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á SUÐURLANDI Gagnheiði 5, Selfossi Sími 482 1980 Efnissala Rennismíði Innréttingar Járnsmíði ,,Heyrðu elskan, þú ert að fara að flytja á Hornafjörð og ferð i FAS í haust“ ,,Ha? FAS? Hvað er það?“ Setjið ykkur í spor 16 ára unglings, nýútskrifaðs úr grunnskóla með háa drauma um framhaldsskóla í miðborg Reyjavíkur. Eða setjið ykkur í spor for- eldranna sem þurftu að takast á við grátinn og fíluna í svona sex mánuði á eftir. En svona er lífið stundum. Eftir út- skrift úr Háskóla Íslands og c.a 30 at- vinnuviðtöl þá landaði eiginmaðurinn draumastarfinu á Höfn í Hornafirði. Stuttu seinni var eiginkonunni boðið spennandi starf og þá var að hrökkva eða stökkva. Með blendnar tilfinningar var allt rifið upp með rótum og smá búslóð pakkað í sendiferðabíl og lagt í hann. Samingur gerður innan fjölskyldunnar – prófum í 1 ár. Síðan eru liðnir 16 mánuðir og við erum ennþá hér og allir blómstra í sínu umhverfi og FAS er meira að segja bara ,,nokkuð góður skóli sko“. Burt frá því þá hefur það óneitanlega marga kosti að búa með börn í litlu samfélagi, þó glöggt sjái gests augað og margt megi laga þá eru kostirnir þessir: Lífið er einfaldara og ég hef lýst því eins og að búa í hvelfingu líkt og Truman sem Jim Carrey lék svona snilldarlega í ,,The Truman Show“. Nema flesta mánuði ársins komumst við út, ekki alla en flesta. Um þessar mundir er hávær um- ræða um að menntað ungt fólk hyggist flytja úr landi og að það skorti framtíðarsýn og lífsgæði á Ís- landi. Ég hef einnig þá tilfinningu að hér megi margt bæta og legg til að ef fólk treystir sér ekki til að flytja út fyrir landsteinana að prófa að flytja útá land. Það er góð reynsla fyrir og ég er viss um að alla tíð þá munum við minnast Hornafjarðaráranna með gleði í hjarta og söknuði. Við munum samt ekki panta okkur humar á veitingastöðum í framtíðinni, af honum er komið nóg. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði búsett á Hornafirði. BAKSÍÐAN Margrét Gauja Magnúsdóttir Auglýsingasíminn er 578 1190  Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.