Fréttablaðið - 07.03.2016, Side 14
Gerðu góð kaup á hreinsiefnum
og háþrýstidælum!
Við eigum 30 ára afmæli
30% afsláttur
af öllum vörum í mars*
Auðbrekku 23 - Kópavogi - s. 564 1819 - www.jako.is
*tilboðið á ekki við um varahluti
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Forkólfar orkugeirans nota nú öll trixin í bókinni, þar með talið vonda lögfræði, til að
kasta rýrð á verkefnisstjórn ramma-
áætlunar og þær reglur sem hún
starfar eftir. Um augljósa hræðslu-
taktík er að ræða á þeim tímapunkti
þegar lokahnykkur við röðun virkj-
unarkosta í 3. áfanga áætlunar-
innar er að hefjast. Aðferðafræðin
hefur því miður virkað á ráðuneyti
umhverfis- og atvinnumála, sbr.
þá ámælisverðu málsmeðferð sem
ráðuneytin hafa orðið ber að varð-
andi tillögu að breytingum á starfs-
reglum verkefnisstjórnarinnar.
Nú síðast blandar orkumálastjóri,
Guðni A. Jóhannesson, sér í málið
með afar smekklausum hætti þegar
hann líkir störfum verkefnisstjórn-
arinnar við „valdarán fámennrar
klíku“ (Fréttablaðið 27.02). Þar er
hann að tala um fjölskipað stjórn-
vald sem er jafnsett Orkustofnun í
stjórnkerfinu.
Sneitt fram hjá aðalatriði málsins
Orkumálastjóri virðist vera að svara
grein minni í Fréttablaðinu frá 23.
febrúar sl. en sneiðir þó framhjá
helsta efnisatriði málsins sem er
eftirfarandi. Þegar Alþingi er búið
að ákveða að setja tiltekið svæði í
verndarflokk eftir „faglega umfjöll-
un faghópa, aðkomu fólks og fyrir-
tækja að umsagnarferlinu og síðast
en ekki síst Alþingis Íslendinga“
(orðrétt úr grein Guðna, nema ég
vil hafa stóran staf í Alþingi), þá
er það ekki léttvæg ákvörðun sem
skilyrðislaust ber að endurskoða
detti einhverju orkufyrirtæki það
í hug, breyti forsendum örlítið og
Orkustofnun leggi blessun sína yfir
vitleysuna. „Engar líkur eru á að lög-
gjafinn hafi haft slíkt í huga þegar
lög um rammaáætlun voru sett“
(aftur orðréttur texti frá Guðna).
Verkefnisstjórn rammaáætlunar
er þess vegna ekki að ástunda valda-
rán þegar hún neitar að taka þátt í
þessum blekkingarleik, heldur er
hún að vinna eftir bókstaf og anda
rammaáætlunarlaga. Lögin gera
vissulega ráð fyrir því að í undan-
tekningartilvikum sé hægt að taka
upp ákvörðun um flokkun í verndar-
eða nýtingarflokk, en þau segja líka
eftirfarandi: „Stjórnvöld skulu þegar
Alþingi hefur samþykkt verndar- og
orkunýtingaráætlun hefja undir-
búning að friðlýsingu landsvæða
sem ástæða þykir til að friðlýsa
gagnvart orkuvinnslu samkvæmt
verndarflokki áætlunarinnar“ (4.
mgr. 6. gr) .
Það er því alveg ljóst að flokkun
landsvæðis í verndarflokk er yfir-
lýsing Alþingis um yfirvofandi frið-
lýsingu. Eitthvað meiriháttar á borð
við þjóðaröryggi eða svæsna orku-
kreppu hlýtur að þurfa að koma
til áður en rokið er í að endurmeta
landsvæði sem búið er að ákveða
fyrir aðeins þremur árum og eftir
vandaða vinnu að eigi að fara í frið-
lýsingarferli án tafar. Það er því frá-
leitt og frekt af Orkustofnun að láta
undan þrýstingi orkufyrirtækja um
að senda slíka kosti aftur út á mörk-
ina til svokallaðs endurmats.
Orkustofnun vanhæf
Hefur Orkustofnun forsendur til að
meta hvort tilteknar breytingar séu
nægilega afgerandi til að þær kalli
á endurmat svæðis sem búið er að
flokka í verndarflokk? Nei, segi ég,
enda gætir stofnunin ekki verndar-
sjónarmiða og hefur verið gerð
afturreka með tillögur sínar eins og
frægt er. Fjölskipuð verkefnisstjórn
hefur mun betri forsendur til að
meta þetta og það er hennar hlut-
verk samkvæmt rammaáætlunar-
lögum eins og Landvernd hefur sýnt
fram á í ítarlegri umsögn um tillögu
að breyttum starfsreglum verkefnis-
stjórnar.
Framganga orkumálastjóra í
rammaáætlunarferlinu áður og
ívitnuð grein hans er honum síst til
sóma, en lýsir aftur á móti miklum
hroka í garð lögbundins hlutverks
verkefnisstjórnar og heilbrigðrar
stjórnsýslu.
Hlutverk fjölskipaðs stjórnvalds = valdarán
fámennrar klíku?
Snorri
Baldursson
formaður
Landverndar
Verkefnisstjórn rammaáætl-
unar er þess vegna ekki að
ástunda valdarán þegar hún
neitar að taka þátt í þessum
blekkingarleik, heldur er
hún að vinna eftir bókstaf og
anda rammaáætlunarlaga.
Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er
skemmst frá því að segja að eftirsjá-
in fólst ekki í því að eiga stærra hús,
betri bíl eða meiri pening heldur var
það að hafa ekki lifað lífinu til fulln-
ustu, leyft sér að vera hamingju-
samur og sinnt börnunum sínum og
vinum betur. Það eru ekki líflausir
hlutir sem skilgreina okkur heldur
eru það tengslin við okkur sjálf og
annað fólk sem gerir það. Innihalds-
ríkt líf er líf sem við lifum í sátt við
okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við
aðra, væntingar samfélagsins eða
kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist
sem við þurfum að minna okkur á
þetta reglulega.
Þegar hrunið dundi yfir okkur
fyrir átta árum fengum við einstakt
tækifæri til að búa til nýja sam-
félagsgerð. Mörgum fræjum var
sáð. Þjóðfundurinn og kosning til
stjórnlagaþings voru ein af þeim.
Fólk virtist tilbúið í að taka hönd-
um saman og greiða úr misfellum
samfélagsins: Jafna kjör fólks, upp-
ræta áratuga sérhagsmunastefnu
stjórnmálanna, koma á nýju stjórn-
skipulagi með nýrri stjórnarskrá,
stöðva gegndarlausan ágang pen-
ingaaflanna á náttúru landsins og
nýta sameiginlega sjóði í tryggt og
endurgjaldslaust mennta- og heil-
brigðiskerfi. Nýir flokkar komu
fram á sjónarsviðið og ákall fólks
um aukna aðkomu að ákvörðunum
á sviði stjórnmálanna varð hávært.
Fólk þráði breytingar.
Samfélagsgerð í gíslingu
Nú er 2016 runnið upp. Nýja sam-
félagsgerðin er í gíslingu núverandi
stjórnarflokka og stuðningsmanna
þeirra sem virðast helst hafa það á
stefnuskrá sinni að færa auðmönn-
um aukna velmegun á kostnað
almennings og vernda miðaldra
grjóthrúgur. Misskiptingin heldur
áfram að aukast og fátækt barna
á Íslandi jókst mest af efnameiri
ríkjum. Börn líða efnislegan skort.
Á sama tíma hefur innflutningur á
bílum stóraukist og bankar og fjár-
málafyrirtæki eru farin að borga
út risabónusa og himinháar arð-
greiðslur. Samtök atvinnulífsins
og Samtök iðnaðarins fá að stýra
umræðunni um grunnstoðir sam-
félagins og sjá fyrir sér menntakerfi
á forsendum markaðarins þar sem
lögmál um framboð og eftirspurn
skulu ráða menntun fólks. Það
sama virðist gilda um heilbrigðis-
kerfið. Hugmyndafræðin um hag-
sæld og líðan þjóða er enn mæld
í vergri landsframleiðslu og efna-
hagslegum hagvexti. Menn skulu
vinna meira og lengur svo örfáar
fjölskyldur á Íslandi geti notið lysti-
semda lífsins. Kapphlaupið sem var
stöðvað 2008 er komið aftur af stað.
Áður en hver íbúi landsins reimar
á sig hlaupaskóna þá held ég að við
ættum að minna okkur á greinina
sem vikið var að hér að ofan. Við
áttum ekki að reisa við gamla Ísland.
Við þurfum nýja samfélagsgerð sem
byggir á endurgjaldslausu mennta-
og heilbrigðiskerfi, styttri vinnu-
viku, fullkomnu jafnrétti kynja,
nýrri og róttækri stjórnarskrá, sam-
félagslega reknum fyrirtækjum,
valdeflingu fólks og lýðræðisvæð-
ingu stjórnmálanna. Það er löngu
kominn tími til að kasta excel skjali
markaðsaflanna og hugmyndafræði
forneskjulegra valdhafa á haugana
og færa völdin til fólksins. Þó fyrr
hefði verið.
Og nú að allt öðru …
Líf
Magneudóttir
varaborgar-
fulltrúi
Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi.
Koma ferðamanna er ekki lengur
einskorðuð við sumarmánuðina.
Það eru þættir sem gætu gengið
betur í þjónustu við gesti okkar. Tel
að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt
náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem
koma til landsins , nema þá sem
eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á
að kynna og skýra slíka ákvörðun,
svo ferðamenn skilji hvað sé um
að tefla. Að óbreyttu verður þetta
okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í
Sviss og Austurríki hefur þurft að
greiða til að mynda veggjöld, en
þessi lönd standa okkur mun framar
í allri uppbyggingu, enda rótgróin
þjóðfélög.
Ég hef verið að íhuga þessi mál
almennt og komist að þeirri niður-
stöðu, að ferðamálayfirvöld ættu
að efna til samkeppni meðal arki-
tekta um að byggð verði stöðluð,
hagkvæm, falleg og umhverfisvæn
kaffihús við þjóðvegi með aðgangs-
stýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það
sem gerist víða við þýsku hraðbraut-
irnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að
snyrtingu, enda er hún þrifin og
boðleg. Þetta er forgangsaðriði við
móttöku ferðamanna, svo augljóst
að það þarf vart að ræða.
Eins og jólasveinar
Mér er minnisstæð snyrtingin við
einn þekktasta ferðamannastað á
Suðausturlandi, þar eru allt of fá
salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun
ferðamanna, og að sveitarfélagið
skuli ekki setja rekstraaðilum stól-
inn fyrir dyrnar þar til bætt verði
úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum
lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk
hafi þurft að fara út í móa til að gera
þarfir sínar. Við Íslendingar erum
að fjárfesta fyrir milljarða í hótel-
byggingum um land allt, en erum
eins og jólasveinar varðandi það að
bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó
eru þessi mál víða til fyrirmyndar.
Síðan er það gæsla á ferðamanna-
stöðum, við sem siðmenntuð þjóð
verðum að taka hana fastari tökum.
Það vantar sýnilega löggæslu
víða um land, sem kemur niður
á öryggi borgara og ferðamanna.
Síðast en ekki síst, þegar búast má
við einni og hálfri milljón ferða-
manna á þessu ári, verður þjónusta
og fjárhagur sjúkrahúsa landsins
að standa undir öryggi þeirra sem
sækja landið heim. Þjóðin ætlast
til að þessi mál séu í lagi. Einnig má
ekki vanmeta mikilvægi björgunar-
sveitanna.
Að mínu mati er það einsýnt að
koma þarf á reglubundnum tekju-
stofni inn í þennan málaflokk.
Stjórnvöld sem horfa á þennan
stærsta atvinnuveg þjóðarinnar
bera ríka ábyrgð og verða að taka
frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki
við mistökum sem við getum svo
vel komið í veg fyrir, ef við vöndum
okkur.
Hugleiðingar um ferðaþjónustu á Íslandi
Snorri Snorrason
áhugamaður um
bjarta framtíð
ferðaþjónustu á
Íslandi
Við þurfum nýja sam-
félagsgerð sem byggir á
endurgjaldslausu mennta-
og heilbrigðiskerfi, styttri
vinnuviku, fullkomnu jafn-
rétti kynja, nýrri og róttækri
stjórnarskrá, samfélagslega
reknum fyrirtækjum, val-
deflingu fólks og lýðræði-
svæðingu stjórnmálanna.
Ég tel að stjórnvöld eigi að
setja á hóflegt náttúrugjald
t.a.m. 20 € á alla sem koma
til landsins , nema þá sem
eiga lögheimili á Íslandi.
7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r14 s k o ð U N ∙ F r É T T a B L a ð i ð
0
7
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
B
0
-3
A
0
4
1
8
B
0
-3
8
C
8
1
8
B
0
-3
7
8
C
1
8
B
0
-3
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K