Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 F E R M I N G A R T I L B O Ð H E I L S U R Ú M F Y R I R U N G T , V A X A N D I F Ó L K C & J G O L D C &J G O L D H E I L S U R Ú M � Fimm svæðaskipt pokagormakerfi. � Laserskorið heilsu- og hægindalag tryggir réttan stuðning. � Vandaðar kantstyrkingar. � Slitsterkt og mjúkt áklæði. � Val um lit á botni og löppum. 5 ÁRA ÁBYRGÐ H E I L S U D Ý N A N S E M L Æ T U R Þ É R O G Þ Í N U M L Í Ð A V E L H E I L S U R Ú M S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R- M/COMFORT BOTNI T I L B O Ð 100X 200 116.800 K R. 89.900 120X 200 141 .460 K R. 99.900 140X 200 156.460 K R. 109.900 E R B A R N I Ð Þ I T T A Ð F E R M A S T ? Komdu í verslun okkar í Reykjavík, Akur eyri eða Ísafirði og fylltu út þátttökuseðil í Fermingarleik Betra Baks og Bylgjunnar. 10 heppnir einstaklingar fá miða fyrir tvo á tónleika Justin Bieber 9. september. 10 H E P P N I R FÁ T V O M I Ð A Á T Ó N L E I K A N A J U S T I N B I E B E R F E R M I N G A R- L E I K U R Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síð-astliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rappi en segir jafnframt að móðir sín, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi. Mamma mín er líka oft að segja mér frá því, þegar ég var í maganum á henni, þá var hún mikið að hlusta á Snoop Dogg og Eminem og eitt- hvað svoleiðis, þannig að hún vill meina að hún hafi haft einhver áhrif á þetta,“ segir Róbert spurður út í rappáhugann. „Ég myndi líka segja að hún væri líklega helsti aðdáandi minn og sú sem sýnir þessu mestan áhuga,“ bætir Róbert við. Semur textana sjálfur Platan kom út á streymissíðunni SoundCloud, þar sem hægt er að hlusta á hana frítt. Hann semur alla textana á plötunni sjálfur en fékk þó smá aðstoð við gerð plötunnar, meðal annars frá félaga sínum, Arnóri Breka, en saman unnu þeir Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á einhverja fjóra takta á plötunni og eitthvað í nokkrum textum. Svo er ég líka með aðra takta sem ég hef meðal annars keypt á netinu en þetta er náttúrulega bara frí plata þannig að ég er ekki að græða neitt á þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir Róbert. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skag- fjörð masteraði plötuna en Val- geir er fyrrverandi píanókennari Róberts. „Við kynntumst þegar ég var að læra á píanó hjá honum. Svo missti ég áhugann á píanóinu en hélt alltaf sambandi við hann. Hann bauðst svo til að mastera stök lög fyrir mig og á endanum masteraði hann alla plötuna.“ Draumur að rappa með Emmsjé Gauta Róbert á sér nokkra uppáhalds- rappara og segir að Kanye West og Pharrell séu hans helstu áhrifa- valdar en á hann sér einhverja uppá- haldsrappara hér á landi? „Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi í rappinu en almennt, þá finnst mér Ásgeir Trausti vera rosalega góður, ég myndi segja að platan hans væri uppáhaldi hjá mér núna.“ „Já, það væri alveg geðveikt,“ segir Róbert léttur í lundu, spurður út í hvort hann dreymi um að rappa með sínum uppáhaldsröppurum, Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi. Róbert er úr Mosfellsbænum, sem hefur jú alið af sér kanónur í íslensku rappsenunni eins og Dóra DNA og Steinda Jr, og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er þar á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir rappsenunni í Verzló en hefur áhuga á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég tek lítið eftir því sem er að gerast í rappinu í Verzló en ég hef sjúk- legan mikinn áhuga á að kynnast fólki sem er að gera tónlist og er á svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert. Kominn með efni í nýja plötu Róbert leggur mikið í sköpun sína og vann til að mynda að sinni fyrstu plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði að vinna í plötunni í janúar og hún kom út í desember, þannig að það fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst að tónlistarmenn verði að hafa trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og alls ekki búa til einhverja ákveðna tegund af tónlist bara svo fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér finnst að tónlistarmenn eigi að búa til tónlist sem þeim þykir vera best og helst leggja mikla vinnu í það sem þeir eru að gera,“ útskýrir Róbert. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur plötum, önnur verður á íslensku og hin á ensku. „Ég er næstum því alveg tilbúinn með nýja plötu. Ég er meira að segja líka að vinna í annarri plötu með félaga mínum, Davíð Fannari, en hún verður á ensku.“ Hann segir þó að hann eigi auðveldara með að skrifa texta á íslensku heldur en ensku. „Ég get skrifað eitt lag á íslensku  á mjög stuttum tíma en þegar ég skrifa á ensku þarf ég að leggja meiri vinnu og tíma í þetta.“ Róbert veit ekki alveg hvenær næsta plata kemur út en gerir ráð fyrir að það verði á árinu. gunnarleo@frettabladid.is Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum. Róbert Laxdal verður átján ára innan skamms og er með tvær nýjar plötur í smíðum. Kötturinn hans sem heitir Keli læðist hér inn á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN „ÉG Er næstum því alvEG tilbÚinn mEð nýja plötu. ÉG Er mEira að sEGja líka að vinna í ann- arri plötu mEð fÉlaGa mínum, Davíð fannari, En hÚn vErður á Ensku. 7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r30 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B 0 -3 A 0 4 1 8 B 0 -3 8 C 8 1 8 B 0 -3 7 8 C 1 8 B 0 -3 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.