Fréttablaðið - 07.03.2016, Qupperneq 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
F E R M I N G A R T I L B O Ð
H E I L S U R Ú M F Y R I R
U N G T , V A X A N D I F Ó L K
C & J G O L D
C &J G O L D H E I L S U R Ú M
� Fimm svæðaskipt
pokagormakerfi.
� Laserskorið heilsu- og
hægindalag tryggir réttan
stuðning.
� Vandaðar kantstyrkingar.
� Slitsterkt og mjúkt áklæði.
� Val um lit á botni og löppum.
5 ÁRA
ÁBYRGÐ
H E I L S U D Ý N A N S E M L Æ T U R Þ É R O G
Þ Í N U M L Í Ð A V E L
H E I L S U R Ú M
S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R-
M/COMFORT BOTNI T I L B O Ð
100X 200 116.800 K R. 89.900
120X 200 141 .460 K R. 99.900
140X 200 156.460 K R. 109.900
E R B A R N I Ð Þ I T T A Ð F E R M A S T ?
Komdu í verslun okkar í Reykjavík, Akur eyri eða
Ísafirði og fylltu út þátttökuseðil í Fermingarleik
Betra Baks og Bylgjunnar.
10 heppnir einstaklingar fá miða fyrir tvo á tónleika
Justin Bieber 9. september.
10 H E P P N I R
FÁ T V O M I Ð A
Á T Ó N L E I K A N A
J U S T I N B I E B E R
F E R M I N G A R-
L E I K U R
Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síð-astliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún
nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf
haft mikinn áhuga á rappi en segir
jafnframt að móðir sín, Ingibjörg
Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í
að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi.
Mamma mín er líka oft að segja mér
frá því, þegar ég var í maganum á
henni, þá var hún mikið að hlusta
á Snoop Dogg og Eminem og eitt-
hvað svoleiðis, þannig að hún vill
meina að hún hafi haft einhver áhrif
á þetta,“ segir Róbert spurður út í
rappáhugann. „Ég myndi líka segja
að hún væri líklega helsti aðdáandi
minn og sú sem sýnir þessu mestan
áhuga,“ bætir Róbert við.
Semur textana sjálfur
Platan kom út á streymissíðunni
SoundCloud, þar sem hægt er að
hlusta á hana frítt. Hann semur alla
textana á plötunni sjálfur en fékk
þó smá aðstoð við gerð plötunnar,
meðal annars frá félaga sínum,
Arnóri Breka, en saman unnu þeir
Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á
einhverja fjóra takta á plötunni og
eitthvað í nokkrum textum. Svo er
ég líka með aðra takta sem ég hef
meðal annars keypt á netinu en
þetta er náttúrulega bara frí plata
þannig að ég er ekki að græða neitt á
þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því
hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir
Róbert.
Tónlistarmaðurinn Valgeir Skag-
fjörð masteraði plötuna en Val-
geir er fyrrverandi píanókennari
Róberts. „Við kynntumst þegar ég
var að læra á píanó hjá honum. Svo
missti ég áhugann á píanóinu en
hélt alltaf sambandi við hann. Hann
bauðst svo til að mastera stök lög
fyrir mig og á endanum masteraði
hann alla plötuna.“
Draumur að rappa með Emmsjé
Gauta
Róbert á sér nokkra uppáhalds-
rappara og segir að Kanye West
og Pharrell séu hans helstu áhrifa-
valdar en á hann sér einhverja uppá-
haldsrappara hér á landi? „Emmsjé
Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi
í rappinu en almennt, þá finnst mér
Ásgeir Trausti vera rosalega góður,
ég myndi segja að platan hans væri
uppáhaldi hjá mér núna.“
„Já, það væri alveg geðveikt,“ segir
Róbert léttur í lundu, spurður út
í hvort hann dreymi um að rappa
með sínum uppáhaldsröppurum,
Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi.
Róbert er úr Mosfellsbænum,
sem hefur jú alið af sér kanónur í
íslensku rappsenunni eins og Dóra
DNA og Steinda Jr, og stundar nám
við Verzlunarskóla Íslands og er þar
á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir
rappsenunni í Verzló en hefur áhuga
á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég
tek lítið eftir því sem er að gerast
í rappinu í Verzló en ég hef sjúk-
legan mikinn áhuga á að kynnast
fólki sem er að gera tónlist og er á
svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert.
Kominn með efni í nýja plötu
Róbert leggur mikið í sköpun sína
og vann til að mynda að sinni fyrstu
plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði
að vinna í plötunni í janúar og hún
kom út í desember, þannig að það
fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst
að tónlistarmenn verði að hafa trú
á sjálfum sér og því sem þeir eru að
gera og alls ekki búa til einhverja
ákveðna tegund af tónlist bara svo
fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér
finnst að tónlistarmenn eigi að
búa til tónlist sem þeim þykir vera
best og helst leggja mikla vinnu í
það sem þeir eru að gera,“ útskýrir
Róbert.
Um þessar mundir er hann að
vinna að tveimur plötum, önnur
verður á íslensku og hin á ensku. „Ég
er næstum því alveg tilbúinn með
nýja plötu. Ég er meira að segja líka
að vinna í annarri plötu með félaga
mínum, Davíð Fannari, en hún
verður á ensku.“
Hann segir þó að hann eigi
auðveldara með að skrifa texta á
íslensku heldur en ensku. „Ég get
skrifað eitt lag á íslensku á mjög
stuttum tíma en þegar ég skrifa á
ensku þarf ég að leggja meiri vinnu
og tíma í þetta.“
Róbert veit ekki alveg hvenær
næsta plata kemur út en gerir ráð
fyrir að það verði á árinu.
gunnarleo@frettabladid.is
Emmsjé Gauti og
Úlfur Úlfur helstu
fyrirmyndirnar
Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu
plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í
rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum.
Róbert Laxdal verður átján ára innan skamms og er með tvær nýjar plötur í smíðum. Kötturinn hans sem heitir Keli læðist hér
inn á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN
„ÉG Er næstum því
alvEG tilbÚinn mEð
nýja plötu. ÉG Er mEira að
sEGja líka að vinna í ann-
arri plötu mEð fÉlaGa
mínum, Davíð fannari, En
hÚn vErður á Ensku.
7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r30 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð
0
7
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
0
-3
A
0
4
1
8
B
0
-3
8
C
8
1
8
B
0
-3
7
8
C
1
8
B
0
-3
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K