Fréttablaðið - 29.02.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —5 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
skoðun Guðmundur Andri um
frumlegar fjárfestingar. 10-11
sport Óskar Bjarni Óskarsson
vann fjórða bikartitilinn. 12
tÍMaMót Jón Baldvin gerður að
heiðursdoktor í Vilníus. 14
Nýbökuð Brauð
alla daga.
ferðaþjónusta Uppfærð farþega
spá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll
gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn
verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða
37 prósentum fleiri en komu hingað
til lands í fyrra.
Fyrri farþegaspá Isavia er innan
við þriggja mánaða gömul, en í lok
nóvember gerði félagið ráð fyrir því
að erlendum ferðamönnum myndi
fjölga um rúm 22 prósent og þeir
yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum
tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015
gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282
þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá
gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir
ferðamenn bætist við hóp sem taldi
tæplega 1,29 milljónir árið 2015.
Björn Óli Hauksson, forstjóri
Isavia, segir tíðindin gleðileg og
mikilvægt að þessi mikla viðbót
ferðafólks stefnir hingað að mestu
leyti utan háannatíma, sem beri
þess glöggt vitni að markaðssetning
Isavia og ferðaþjónustunnar allrar
hafi borið tilætlaðan árangur.
„Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt
og framkvæmdir á flugvöllum eru í
eðli sínu tímafrekar. Þær geta því
illa haldist í hendur við svo mikla
aukningu sem raun ber vitni nema
hún verði utan mestu álagstímanna.
Flugvöllurinn er þétt setinn á álags
tímum en nóg pláss er utan þeirra.
Það er því ánægjulegt að tekist hafi
að dreifa álaginu betur þar sem
þannig er hægt að mæta fjölgun
inni,“ segir Björn Óli.
Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir
að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði
6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85
milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir
að 6,66 milljónir ferðalanga fari um
völlinn – sem er 37 prósenta aukning
á milli ára.
Isavia hefur gripið til ýmissa ráð
stafana til að anna aukinni umferð.
Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og
flugstöðin verið stækkuð, en hún er
nú 10 þúsund fermetrum stærri en
í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í
framkvæmdir fyrir um 20 milljarða
króna, sem mun auka afköst og bæta
flæðið innan flugstöðvarinnar. – shá
Isavia spáir
470.000 fleiri
ferðamönnum
Um tveggja mánaða gömul farþegaspá Isavia hefur
verið uppfærð til hækkunar. Spáð er 37 prósenta
aukningu frá síðasta ári. Á árinu á að verja 20 millj-
örðum í stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
fólk Afmælisbörn hlaupársdags,
sem er í dag 29. febrúar, eru oftast
ánægð með hann og segja að hann
gleymist síður vegna þess hve þeim
sé vorkennt að eiga afmæli svona
sjaldan. Þá hafi þau hin árin val um
að halda upp á afmælið 28. febrúar
eða 1. mars.
„Mér finnst 29. febrúar besti
afmælisdagur í heimi. Ljósmóðirin
sem tók á móti mér bauð mömmu
reyndar að skrá mig á 1. mars, en
hún tók það ekki í mál,“ segir laga
neminn Rakel Grímsdóttir sem í dag
fagnar sínum sjötta afmælisdegi (og
24 árum).
Þar sem fjögur ár eru í næsta
afmælisdag stefnir í að Rakel ljúki
háskólanámi með aðeins sex slíka
að baki. – ga / sjá síðu 22
Að ljúka laganámi með
sex afmæli upp á vasann
1,73
milljónir ferðamanna sækja
landið heim á þessu ári gangi
ný uppfærð spá Isavia eftir.
Rakel Grímsdóttir
laganemi
saMfélag Á árinu 2015 hýsti Rauði
krossinn í Reykjavík 91 heimilislausa
konu í Konukoti, rúmlega 50 prósent
fleiri en árið áður. Þetta kemur fram í
ársskýrslu Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins.
Gistinóttum í Konukoti fjölgaði um
fimm milli ára, voru alls 2.384, en kon
unum fjölgaði um rúmlega 30, eða rúm
50 prósent. Gistinætur voru þó rúm
lega 400 færri en 2013, þegar 74 konur
sóttu þjónustu í Konukot.
Starf ársins er sagt hafa spannað
vítt svið á árinu hjá Reykjavíkurdeild
Rauða krossins, en meðal verkefna
Helmingi fleiri í Konukot
Gistinóttum í Konukoti fjölgaði um
fimm milli ára, en konum um rúmlega
þrjátíu. FRéttablaðið/Vilhelm
Vonskuveður var á Suðvesturlandi í gærkvöldi og fjallvegir austan af Reykjavík urðu fljótt þungfærir. Til dæmis var
Hellisheiði lokað á tímabili. Ökumenn nutu þess líka að björgunarsveitir stóðu vaktina og veittu ráðleggingar um
hvernig best væri að haga akstrinum. Samkvæmt Veðurstofu átti að lægja í nótt. FRéttablaðið/Vilhelm
voru heilbrigðisaðstoð við fíkniefna
neytendur, heimsóknir til einangraðra
og stuðningur við flóttafólk. – sg
lÍfið Aukadagur
verður á Secret
Solstice, sem fyrir
vikið verður að
fjögurra daga
tónlistarveislu
dagana 16. til
19. júní næst
komandi. 18-22
plús 2 sérblöð l fólk l lÍfið
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
2
9
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
C
-C
D
F
4
1
8
9
C
-C
C
B
8
1
8
9
C
-C
B
7
C
1
8
9
C
-C
A
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K