Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 2

Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 2
Stjórnmál Donald Trump og Hillary Clinton eru með forystu samkvæmt skoðanakönnunum í Super Tuesday, eða ofurþriðjudags- kosningunum, sem fara fram eins og nafnið gefur til kynna á morgun. Á morgun verður kosið í forkosn- ingum í ellefu fylkjum, þar sem búa 83,5 milljónir manna. Þeirra stærst er Texas. Skoðanakannanir NBC News, Wall Street Journal og Mar- ist spá Ted Cruz sigri þar. Donald Trump er hins vegar með forystu í Georgíu og Tennessee. Hillary Clin- ton er spáð sigri yfir Bernie Sanders í öllum þremur fylkjum. Hillary Clinton var ótvíræður sigurvegari í forkosningunum í Suður-Karólínu um helgina. Þegar búið var að telja um 99 prósent atkvæða höfðu 73,5 prósent fallið henni í skaut en 26 prósent farið til mótframbjóðanda hennar, Bernie Sanders. Sigurinn er rakinn til hylli hennar meðal svartra kjósenda í fylkinu en sex af hverjum tíu þeirra sem mættu á kjörstað í Suður-Karó- línu voru blökkumenn. Sigurinn er gott veganesti fyrir kosningarnar á Ofurþriðjudeginum í suðurríkj- unum Alabama, Georgíu, Arkansas, Virginu og Tennessee. Kapphlaupinu um tilnefningu flokkanna er oft svo gott sem lokið eftir ofurþriðjudaginn, en ekki er hægt að útiloka að baráttan muni standa langt fram á vor að þessu sinni. Flokkarnir tilnefna fram- bjóðendur sína þó ekki formlega fyrr en á flokksþingunum í júlí. Á þeim tímapunkti er einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni fram- bjóðandans. – sg SveitarStjórnir „Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Edd- unni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhald- andi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta. María Björk segir öll sveitarfé- lögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þátta- röðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menn- ingarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Mar- grét og Sighvatur eru bæði dagskrár- gerðarmenn á RÚV. Erindi N4 var tekið fyrir og sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menn- ingarþáttur ársins á Edduverð- launahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin. gar@frettabladid.is Hillary Clinton HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Sunnan og suðvestan 5-13 m/s í dag. Víða él, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig, en kólnandi um kvöldið. Sjá Síðu 16 Veður Matgæðingar gladdir Haldin var landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu í gær á sama tíma og Búnaðarþing var sett. Formaður Bændasamtakanna kallaði í setningarræðu sinni eftir meiri skilningi á kostnaði bænda vegna hertra reglna. Búnaðarþingi var svo fram haldið á Hótel Sögu. Sjá síðu 4 Fréttablaðið/VilHelm N4 vildi helst fá svar fyrir Edduhátíðina Sjónvarpsstöðin N4 biður sveitarfélög á Suðurlandi um frekari fjárstyrki til að halda áfram gerð jákvæðra þátta um svæðið. Óskað var eftir skjótu svari til að hægt væri að tilkynna um framhaldið á Edduhátíðinni sem fram fór í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri N4 segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fengið jafna umfjöllun í sjónvarpsþáttaröð fyrirtækisins. myndin er frá eyrarbakka. Fréttablaðið/SteFáN Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð. María Björk Ingvadóttir, framkvæmda- stjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4 Trump og Clinton með forystu lífeyriSmál Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga vill að lífeyr- isaldur hér á landi verði hækkaður í sjötíu ár. Það yrði gert á tólf ára tíma- bili og frítekjumörk afnumin. Þetta kemur fram á vef RÚV, en fréttastofan hefur tillögur nefndarinnar undir höndum. Að auki leggur nefndin til að dregið verði úr áhrifum bóta úr almanna- tryggingakerfinu á greiðslur úr líf- eyrissjóðum. Öryrkjabandalagið og stjórnarand- staðan skrifa ekki undir tillögurnar. Samkvæmt SALEK-samkomu- laginu færist réttur opinberra starfs- manna til töku lífeyris eftir aldri í sama horf og á almenna markaðnum, eða í 67 ár. Þá eru uppi hugmyndir um að fresta töku lífeyris enn frekar þannig að hann færist á nokkrum árum í að verða 70 ár. – sg, skó Leggja til hækkun lífeyrisaldurs 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 m á n u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -D 2 E 4 1 8 9 C -D 1 A 8 1 8 9 C -D 0 6 C 1 8 9 C -C F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.