Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 4

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 4
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir, Fjarðarkaup og Þín verslun Seljabraut Öflug hita- og kælimeðferð NÁTTÚRULEGT VERKJAGEL Landbúnaður Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóð­ inni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setn­ ingarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verð­ gildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjöl menni var á setn ing ar at höfn­ inni, en alls voru um 400 manns viðstadd ir. Nýgerður búvörusamn­ ingur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðn­ inginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoð­ anir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sann­ girni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðana­ könnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmið­ stöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5­7 milljarðar króna í svínarækt, ali­ fuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýra­ rækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamn­ inginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í við­ ræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, gagn­ rýndi Sigurð Inga Jóhannsson land­ búnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undir­ ritunar búvörusamninganna í þætt­ inum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman. kristjanabjorg@frettabladid.is Skilningsleysi sagt á kostnaði Bændur vilja meiri skilning á kostnaði vegna hertra aðbúnaðarreglna. Kostnaður við nauðsynlegar breyt- ingar er á bilinu fimm til sjö milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. Svínabændur ræða hvort þeir ættu að segja sig úr heildarsamtökum bænda. heiLbrigðismáL Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar eru stjórn­ völd gagnrýnd fyrir bresti í geðheil­ brigðisþjónustu til barna. Brestir í þjónustunni séu viðvarandi. Ríkis­ endurskoðun kallar eftir skýrari verka­ og ábyrgðarskiptingu þjón­ ustuaðila og aukinni samhæfingu samvinnu og samfellu þjónust­ unnar. Veruleg þörf sé á að fjölga meðferðarúrræðum og tryggja aðgengi að þjónustunni óháð búsetu. Alvarlegustu niðurstöður Ríkisendurskoðunar eru löng bið eftir þjónustu einstakra aðila sem veita börnum mikilvæga geðheil­ brigðisþjónustu. Í nóvember 2015 biðu rúmlega 390 börn þjónustu Þroska­ og hegðunarstöðvar. Þar af voru 90 á forgangslistum og rúmlega 300 á almennum biðlista. Biðtími þeirra getur verið allt frá tveimur mán­ uðum til rúmlega eins árs. Í október 2015 voru 120 börn og unglingar á biðlista Barna­ og unglingageð­ deildannar. Meirihluta þeirra er sinnt innan sex mánaða en í sumum tilfellum getur biðtíminn orðið allt að 18 mánuðir. 208 börn biðu eftir þjónustu Greiningar­ og ráðgjafarstöðvar ríkisins í desember 2015 og var áætlaður biðtími allt að 14 mán­ uðir. Ríkisendurskoðun bendir á lögbundnar skyldur ríkisins og að biðin stefni hagsmunum og velferð barnanna í tvísýnu og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram. – kbg ✿ börn í vanda látin bíða 390 biðu eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar 120 voru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) 208 biðu eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. 1½ ár er mögulegur biðtími barna sem glíma við geðraskanir eða þroska frávik eftir þjónustu viðskipti Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 pró­ sent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hlut­ hafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hluta­ féð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslands­ banka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 millj­ ónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Stein­ gríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignar­ hlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. – ih Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Hætta á örorku hjá börnum sem bíða sLys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til á fjórða tímanum í gær eftir að ferðamenn veltu bíl sínum á Snæfellsnesi. Áhöfnin á TF­LIF fór á vettvang og lenti í Fossvogi skömmu fyrir hálf sex í gærkvöldi. Slysið er talið alvarlegt og voru þrír fluttir á Land­ spítalann, en ekki er vitað um líðan þeirra. – kbg Alvarlegt slys á Snæfellsnesi Jóhannes Hauks- son, stjórnarfor- maður Fáfnis Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær. FRéttaBlaðIð/VIlHelm sýrLand Bardagar hafa nær stöðvast á milli uppreisnarmanna og stjórnar­ hersins í Sýrlandi. Vopnahlé tók gildi aðfararnótt laugardags og virðist halda, þrátt fyrir ásakanir um árásir uppreisnarmanna og loftárásir Rússa. Rússar sögðu í gær að uppreisnar­ hópar hefðu brotið níu sinnum gegn vopnahléinu. Uppreisnarhópar og Syrian Observatory of Human Rights segja einnig að Rússar hafi gert loft­ árásir á minnst sex þorp nærri Aleppo. Einn liður vopnahlésins er að hjálparstarfsmenn geti hjálpað fólki í neyð, víða um landið. Vopnahléið nær hins vegar hvorki til Íslamska ríkisins (DAISH) né annarra hópa sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. – sg, sko Vopnahléið virðist halda í Sýrlandi efnahagsmáL Fyrrverandi banka­ stjóri Englandsbanka, Mervyn King, varar við að von sé á annarri fjár­ málakreppu fyrr frekar en síðar. King sem lét af störfum árið 2013 segir að þörf sé á endurskoðun á peningakerfinu og bankakerfinu. Hann segir í bókinni The End of Alchemy: Money, Banking and the Future of the Global Economy að ef ekki náist að takast á við ójafn­ vægi í alþjóðahagkerfinu sé líklegt að önnur fjármálakreppa skelli á bráðlega. – sg Varar við fjármálakreppu 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 m á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -E 6 A 4 1 8 9 C -E 5 6 8 1 8 9 C -E 4 2 C 1 8 9 C -E 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.