Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 8

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 8
stjórnsýsla Samruni Þjóðminja- safns Íslands og Minjastofnunar Íslands í Þjóðminjastofnun mætir harðri gagnrýni fagfólks á sviði safna, rannsókna og minjavörslu. Fingraför Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á breytingunum eru sögð fullkomlega óeðlileg og breyting- in komi niður á faglegu starfi – þvert á niðurstöðu stýrihóps forsætisráð- herra sem telur breytinguna styrkja faglegt starf og skila umtalsverðri hag- ræðingu. Orri Vésteinsson, prófessor í forn- leifafræði og formaður námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að margt megi bæta í vernd gam- alla húsa og fornleifa en sameiningar- tillagan sé fjarri því að vera skref í rétta átt. Þó sameiningu sé haldið á lofti þá sé hið gagnstæða staðreynd. Verið sé að kljúfa málaflokkinn í þrennt; húsa- friðun er aðskilin frá annarri minja- vörslu og rannsóknum er úthýst frá Þjóðminjasafninu. „Ef þessar tillögur yrðu að veruleika væri verið að sundra minjavörslunni og þar með veikja hana. Ég held ekki að hugur forsætisráðherra standi til þess en málið er óneitanlega illa unnið; ekkert raunverulegt samráð var haft við undirbúninginn og tillögurnar byggja á vanþekkingu á sviðinu og þeim lausnum sem mætti finna til að styrkja það. Ég vona að menn staldri við og leiti samstöðu um úrræði sem virka – það skortir hvorki vilja né hug- myndir,“ segir Orri. Í vikunni sendi námsbraut í fornleifa- fræði forsætisráðherra bréf þar sem ein- dreginni andstöðu við sameininguna er lýst. Þar segir að til þess að Þjóðminja- safnið geti uppfyllt hlutverk sitt sem höfuðsafn og háskólastofnun verði það að geta stundað öflugar rannsóknir. „Með sameiningu við eftirlitsstofnun- ina á sviði minjavörslu væri safnið í raun dæmt úr leik sem rannsókna- stofnun á sviði íslenskrar fornleifafræði. Það væri stórslys,“ segir í bréfinu. Félag íslenskra safna og safn- manna (FÍSOS) sendi fyrir helgi frá sér tilkynningu og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna sameiningarinnar. Félagið telur að breytingin muni rýra gildi Þjóðminjasafnsins sem og trú- verðugleika þess, en almennt sé talið innan safnafræði að rannsóknarhlut- verk safna renni stoðum undir þá framþróun og nýsköpun sem nauð- synleg sé í safnastarfi. FÍSOS gagnrýnir að fyrir liggi illa undirbúið frumvarp sem virðist að engu leyti hafa hag starfsemi stofn- ananna tveggja í fyrirrúmi og skora í því ljósi á stjórnvöld að falla frá sam- einingunni, en efna þess í stað til víð- tæks samráðs við þá sem gerst þekkja til málaflokksins. svavar@frettabladid.is Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. fréttablaðið/vilhelm Stórslys talið í uppsiglingu vegna áhrifa á rannsóknarstarf Fagfólk á sviði safna, rannsókna og minjavörslu telur samruna Þjóðminjasafns og Minjastofnunar í eina stofnun óráð. Rannsóknarstarf safnsins verði úr sögunni – sem yrði stórslys. Skorað er á forsætisráðherra að falla frá sameiningunni. Í tilkynningu FÍSOS er fyrirliggjandi frumvarp um sameiningu sagt illa undirbúið. Sameiningin í hnotskurn l Minjastofnun og Þjóðminjasafn verða sameinuð í Þjóðminjastofnun. l Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mann- virkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. l Sagt er að allt að tíu prósenta hagræðing geti náðst innan tíu ára. l Forsætisráðherra skipaði stýrihóp um endurskipulagningu verkefna Minjastofnunar og Þjóðminjasafns um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að lagabreytingum sem fólu í sér að forsætis- ráðherra gæti tekið lönd og mannvirki eignarnámi og fengi réttindi til friðlýsingar. l Í hópnum áttu sæti Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í for- sætisráðuneytinu, formaður, Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Stefán Thors, húsameistari ríkisins. Ég vona að menn staldri við og leiti samstöðu um úrræði sem virka. Orri Vésteinsson, prófessor í forn- leifafræði Íran Umbótasinnar sem styðja Hass- an Rouhani forseta unnu stórsigur í þingkosningum í Teheran sem fóru fram á föstudag. Um er að ræða fyrstu kosningarnar í landinu síðan Íran skrifaði undir kjarnorkusamninginn við Vesturlönd og voru efnahagsmál í brennidepli. Kosningaþátttaka var yfir sextíu prósent. Eftir talningu rúmlega nítíu pró- senta atkvæða er útlit fyrir að flokk- urinn sem styður Rouhani nái öllum þingsætum í höfuðborginni. Millj- ónir manna greiddu atkvæði til að kjósa um 290 sæti þingsins, auk 88 manna sérfræðingahóps sem velur æðsta leiðtoga Írans og gæti valið eftirmann Ayatollah Khamenei sem er 76 ára gamall og heilsuveill. Niðurstöðurnar í Teheran geta verið stefnumarkandi, fram kemur í frétt BBC um málið að þingmenn- irnir þar ákvarði yfirleitt pólitíska stefnu þingsins. – sg Yfirburðasigur umbótasinna í kosningum í Íran Stuðningsmenn rouhanis forseta Írans unnu stórsigur í teheran. nordicphotoS/Getty reykjavÍk Bryndís Haraldsdóttir, formaður stjórnar Strætós bs., og Jóhannes Svavar Rúnarsson fram- kvæmdastjóri segjast ekki muna eftir því að hafa fengið áskor- un  umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að koma öryggisbeltum fyrir í innanbæjar- vögnum Strætós eftir að hún var samþykkt í mars í fyrra.  „Skorað er á Strætó að setja öryggisbelti í alla innanbæjar- vagna. Nefnt er að börn hafi kippst úr sætum og farþegar geti slasast,“ segir í umsögn ráðsins. Þá segist Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverfis- og skipulags- ráðs, ekki muna nógu vel eftir mál- inu. „Ég held að til að fá haldbærar upplýsingar þurfirðu að ná í ein- hvern hjá Strætó. Ég myndi ætla að þetta liggi hjá Strætó,“ segir Hjálmar. „Varðandi samþykktina, þá man ég ekki eftir að þetta hafi borist til mín. Hef leitað í bréfum og tölvu- pósti en ekkert fundið,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á slysum á fólki vegna sætisbeltaleysis í strætó, nú síðast á þriðjudag er börn duttu úr sætum sínum og skullu á slám eftir að bílstjórinn hafði nauð- hemlað. – þea Tillaga um bílbelti gufaði upp Áskorun borgarinnar um öryggisbelti í strætisvagna hefur ekki komist til framkvæmda. fréttablaðið/ernir fjöldi tilkynntra slysa á farþegum Ár Fjöldi slysa 2010 20 2011 7 2012 16 2013 28 2014 23 2015 19 samtals 113 2 9 . F e b r ú a r 2 0 1 6 M Á n U D a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 D -0 E 2 4 1 8 9 D -0 C E 8 1 8 9 D -0 B A C 1 8 9 D -0 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.