Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 10

Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Meseret Tsegay er 25 ára og á von á sínu fyrsta barni. Þetta er áhættumeðganga því að hún hefur þrisvar misst fóstur. Í vikunni fékk hún tilkynningu frá kærunefnd útlendingamála um að henni og unnusta hennar væri synjað um hæli hér. Þau verði send aftur til Ítalíu. Meseret og unnusti hennar Mehretab eru skelfingu lostin yfir að vera send til landsins sem þau flúðu. Þar lentu þau í klónum á glæpamönnum, sem nýta sér neyð flóttamanna, án húsnæðis, tengsla og atvinnu. Þau eru frá Erítreu. Meseret fékk hæli á Ítalíu árið 2012 og Mehretab Abraha dvalarleyfi sem nú er útrunnið. En á Ítalíu er gríðarlegt atvinnuleysi, mikill fjöldi hælisleit- enda og stuðningur því lítill. Frásögnin metin trúverðug Frásögn þeirra af þessari skelfingu sem þau upplifðu var metin trúverðug af yfirvöldum hér. Eigi að síður á að senda þau til Ítalíu. Þó að innanríkisráðherra hafi sagt í september síðastliðnum að Ítalía væri meðal þeirra landa sem ekki væri öruggt að senda fólk til. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur líka nýlega komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi senda flóttamenn til Ítalíu ef það er viðkvæmt. Ég kynntist Mehretab og Meseret í Hjallakirkju, þar sem þau sækja samfélag fyrir hælisleitendur því þau eru kristin eins og margir Erítreubúar. Þau eru yndislegt fólk en skuggi óttans hefur hvílt yfir þeim. Þau hafa gengið í gegnum mikið og ég óttast um and- lega og líkamlega heilsu Meseret verði þau send aftur. Og um barnið. Óttast glæpamennina Þau hafa verið hér í ár. Í vetur hefur þeim báðum tekist að fá vinnu og Mehretab hóf iðnnám. Þau vilja fá að búa í friði og leggja sitt til samfélagsins. Ítalía er ekki öruggt land fyrir þau og þau óttast glæpa- mennina sem þau flýðu í fyrra. Ísland er hins vegar öruggt land – land sem státar af góðri mæðravernd og ungbarnavernd. Veitum Meseret þá vernd og leyfum henni og Mehretab að ala barnið sitt upp hér, í friði og öryggi. Við getum verndað þau Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Hjalla- kirkju Meseret og unnusti hennar Mehretab eru skelfingu lostin yfir að vera send til landsins sem þau flúðu. Þetta fólk, þekking þess og færni, er auðlind sem við sem þjóð þurfum að virkja til áframhald- andi góðra verka. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Flokkaskelfar Þar sem sérlunda vitleys- ingar finna sér stað á hinu pólitíska litrófi er hætt við að samstaða í stjórnmálalífinu raskist. Flokkaskelfar af öllum stærðum og gerðum hafa plagað íslenskt stjórnmálalíf, oftast á vinstri vængnum þótt það sé ekki einhlítt, áratugum saman. Manngerðin sem ræður ekki við að gera málamiðlanir eða hefur greind til að láta smáatriði ekki trufla stóru myndina hefur kannski ekki mikið í flokkastarf að gera, nema náttúrlega sem einvaldur með hjörð fylgjenda. Plankaganga Einhver kynni að hafa látið sér detta í hug að þolmörkum væri náð í innra starfi pírata vegna ólgu í þeirra röðum síðustu daga. Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður flokksins, sá í það minnsta tilefni til að skrifa félögum sínum og minna á að skrattanum væri skemmt í hvert sinn sem þeir beindu gremju eða andúð hver í annars garð og hætt væri við hröðu fylgistapi. Í kjölfarið virðist sem dregið hafi úr deilum. Nýjum flokkum er hættara við skráveifum vegna deilna, heldur en flokkum þar sem starfið er mótaðra. Gengi nýju flokkanna í næstu kosningum gæti ráðist af því hversu vel fólki gengur að starfa saman. Þá gæti þurft að láta þá sem illa rekast í flokki ganga plankann. olikr@frettabladid.is Þetta land er opið sár og ein lifandi kvika. Og þjóðin sem býr á þessu sérstaka landi endurspeglar það skemmtilega. Við minnsta rof í samfélagi þjóðarinnar á hún það til að gjósa eins og eldfjall og farvegurinn sem eitt sinn lá um heitu pottana í laugunum og kaffistofur vinnustaða liggur nú eftir kommentakerfum netmiðla og um spjall- þræði samfélagsmiðla og það oft af minnsta tilefni. Það er stundum synd hvað við missum fyrir vikið af stóru málunum. Edduverðlaunin sem voru afhent í gærkvöldi eru ágætis dæmi um þetta. Í þessum rituðu orðum erum við enn í aðdragandanum á sunnudagssíðdegi og ekki komið í ljós hverjir hreppa Eddur í ár en efalítið eru þau öll vel að því komin. Stóra málið er hins vegar að árið 2015 var ótrúlegt fyrir íslenska kvik- myndagerð. Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins! Þessi góði árangur er ekkert sjálfsprottið fyrirbæri eða tilviljun. Að baki liggur botnlaus vinna hæfileika- ríkra íslenskra kvikmyndagerðarmanna í listrænum og metnaðarfullum verkum sem heillað hafa fagfólk sem og áhorfendur á kvikmyndahátíðum. Þetta fólk, þekking þess og færni, er auðlind sem við sem þjóð þurfum að virkja til áframhaldandi góðra verka og frekari sigra okkur öllum til farsældar bæði listrænt sem og fjárhagslega. Það er líka gott að hafa í huga að heimur listrænna kvikmynda er ört stækkandi fyrir- bæri á heimsvísu og þar liggja ómæld tækifæri fyrir þá sem hafa þor til þess að sækja fram til nýrra sigra. Það verður forvitnilegt að sjá hvort íslenska ríkið hefur þetta þor og rænu til þess að auka margfalt fjár- festingar í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Það hefur hins vegar verið dálítið raunalegt að fylgjast með aðdraganda Edduverðlaunanna, upp- skeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsfólks á Íslandi, þar sem umfjöllunin og áhuginn hefur einkum legið í því hver tekur þátt og hver mætir í veisluna og hver ekki. Auðvitað geta allir hætt og farið heim eða „halt síns eigin partí“ eins og partídrottningin sagði um árið en það er eiginlega synd að þetta skuli vera orðið að aðalatriði. Auðvitað liggur ábyrgðin að einhverju leyti hjá fjölmiðlum sem keppast við að auka lestur, hlustun og áhorf til þess að lifa af í hörðu samkeppn- isumhverfi. Það sem er lesið og það sem er rætt er það sem miðlarnir þurfa að treysta á til þess að ná sér í auglýsendur með tilheyrandi tekjum. Karpið og athyglin hefur að mestu snúist um þann hluta Edduverðlaunanna er snýr að sjónvarpshlutan- um og með fullri virðingu fyrir mikilvægi þess að vel sé að þeim málum staðið þá er synd að kvikmynda- hlutinn hafi fyrir vikið ekki vakið meiri athygli. Það er því óskandi að nú, að öllum upphlaupum liðnum, verði íslenskar kvikmyndir á allra vörum og fyrir allra augum. Augljós auðlind 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M Á N U D a G U r10 s k o ð U N ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 D -0 9 3 4 1 8 9 D -0 7 F 8 1 8 9 D -0 6 B C 1 8 9 D -0 5 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.