Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.02.2016, Qupperneq 16
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Þótt nafn Kristínar Guðmundsdótt­ ur hafi ekki verið fyrirferðarmikið í íslenskri hönnunarsögu var hún fyrst Íslendinga til að sækja sér menntun erlendis í innanhússarki­ tektúr. Hún ruddi að mörgu leyti brautina fyrir aðra innanhússarki­ tekta hér á landi og átti um leið frumkvæði að mörgum nýjungum í faginu, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnréttinga. Síðasta fimmtudag hélt Halldóra Arnar­ dóttir fyrirlestur á Bókasafni Sel­ tjarnarness um líf Kristínar en Halldóra ritstýrði bók um líf og verk Kristínar sem kom út undir lok síðasta árs. Halldóra segir það hafa komið sér á óvart við vinnslu bókarinn­ ar hversu mikil þögn hafði ríkt um störf hennar og framlag til ís­ lensks innanhússarkitektúrs. Hug­ vit hennar og hugsun um skipu­ lag heimilisins og ólík rými þess var einstakt á þeim tíma sem hún starfaði. Viskubrunnur hennar hafi verið óþrjótandi. „Kristín sigldi til Bandaríkjanna árið 1943 og hóf nám í innanhúss­ arkitektúr og hönnun við North­ western University í Chicago. Val hennar var nokkurs konar mála­ miðlun; þótt hún hefði ávallt viljað verða arkitekt var húsagerðarlist ekki álitin fag fyrir konur. Eins og í Evrópu á þessum tíma var innan­ hússarkitektúr í Bandaríkjunum talinn meira viðeigandi viðfangs­ efni ungum konum.“ Skipulag skipti öllu Kristín dvaldi í fjögur ár í Chicago og útskrifaðist með BS­gráðu árið 1946 með innanhússarkitektúr og hönnun sem sérsvið. Eftir útskrift hélt hún til New York og nam þar við New York School of Interior Decoration hluta úr önn árið 1947 sem framhaldsnám. Halldóra segir að Kristín hafi komið með sérfræðiþekkingu frá Bandaríkjunum til Íslands í lok árs 1947. Sú þekking tengdist ekki aðeins skipulagi heimilisins, sem var þó kjarni námsins, held­ ur líka heimilishagfræði, ráðgjöf um notkun heimilistækja og með­ ferð lita. „Skipulag átti við um allt það sem tilheyrði heimilinu, allt frá heilum rýmum í að setja blóm í vasa og búa til matseðla. „Hagræð­ ing skiptir sköpum,“ sagði Kristín margoft en hún kaus að kalla sig híbýlafræðing.“ Með betur skipu­ lögðum eldhúsum má líka segja að Kristín hafi ýtt undir nýja og fjöl­ breyttari matseld á breyttum tíma í þjóðfélaginu. Hugaði um smáatriðin Allt frá fyrstu eldhúsinnréttingum sem varðveist hafa teikningar af, dagsettum árið 1949­50, þegar hún vann í skipulagsdeild Reykjavíkur, hóf Kristín að byggja upp ákveðna þætti á sviði innanhússhönnunar sem hún átti eftir að nota í verkefn­ um sínum, allt eftir félagslegum að­ stæðum og fegurðarsjónarmiðum. „Hún gaf sérstaklega gaum að hljóðgæðum og góðri loftræstingu, kryddskápum, innbyggðum ljósum, skápum fyrir matreiðslubækur og aðstöðu fyrir húsmóður til að sitja við störf sín ef hún vildi svo. Heim­ ilistæki voru líka af ýmsu tagi og þar má helst nefna eldavél og viftu, kæliskáp, uppþvottavél, þvotta­ vél, þurrkara og strauvél en einnig gerði hún ráð fyrir minni tækjum.“ Enn í dag má finna upprunaleg­ ar innréttingar hannaðar af Krist­ ínu en því miður hafa margar verið rifnar niður. „Eldhús Kristínar má enn finna á ýmsum heimilum auk þess sem sjá má upprunalegt eldhús eftir Kristínu í Hússtjórnarskólan­ um í Reykjavík frá 1957. Vonandi hugsar fólk sig tvisvar um áður en það skiptir um eldhús eftir Krist­ ínu og fær fagfólk til að meta inn­ réttinguna. Það er vissulega orðið tímabært að huga að því að varð­ veita innréttingar eins aðra góða hönnun arkitektúrs og húsgagna­ hönnun.“ óþrjótandi viskubrunnur  Kristín guðmundsdóttir var fyrst Íslendinga til að sækja sér menntun erlendis í innanhússarkitektúr og ruddi þar með brautina fyrir aðra innanhússarkitekta. Sýnishorn af eldhúsinnréttingum Kristínar guðmundsdóttur frá árunum 1952-1960. Þær má enn finna á nokkrum heimilum í eldri hverfum reykjavíkurborgar. myndir/daVid frUtOS Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,- Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í  órum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli. Besti vinurinn í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Val hennar var nokkurs konar málamiðlun; þótt hún hefði ávallt viljað verða arkitekt var húsagerðar- list ekki álitin fag fyrir konur. eins og í evrópu á þessum tíma var innan- hússarkitektúr í banda- ríkjunum talinn meira viðeigandi viðfangsefni ungum konum. Halldóra Arnardóttir Heimilið Kynningarblað 29. febrúar 20162 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -C D F 4 1 8 9 C -C C B 8 1 8 9 C -C B 7 C 1 8 9 C -C A 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.