Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 24

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 24
Teppin fengu á sig þrívíddaráferð þótt unnin væru í tvívídd og var ég t.d. undir miklum áhrifum frá gosinu í Holuhrauni en einnig jöklunum okkar og nú er ég að snúa mér aftur að fornsögunum. Sigrún Lára Shanko Heimilið Kynningarblað 29. febrúar 201610 Textíllistakonan Sigrún Lára Shanko hefur um nokkurra ára skeið hannað eigin teppalínu undir heitinu Shanko Rugs sem vakið hefur athygli fyrir frumlegheit og litadýrð. Sigrún hefur starf- að við textíllist frá árinu 2003 en hafði áður sinnt henni sem áhuga- máli um áratugaskeið. „Lengi vel starfaði ég við textíllitun, aflit- un, batik, þæfingar og fleira. Ég vann nánast eingöngu með silki og hannaði m.a. slæður og bæði stór og smá myndverk. Innblásturinn fyrir silkiverkin sótti ég í Eddurn- ar okkar og Heimskringlu þar sem ég færði textana yfir í yngri eða eldri rúnaletur.“ Árið 2009 segist Sigrún hafa þurft að endurhugsa nálgun sína í listinni þar sem nær öll sala á listaverkum datt niður. Árið 2013 hóf hún að hanna teppin undir eigin nafni, Shanko Rugs. „Breyt- ingin var bæði spennandi og krefjandi; að fara frá frelsinu í að blanda mína eigin liti fyrir silkið, í að vinna með takmarkaðâ litapallettu í íslenska ullarbandinu.“ Þegar Sigrún hóf að hanna fyrstu teppin sín sótti hún innblásturinn í íslenska náttúru. „Það var þessi fallega og jafnframt hrikalega fegurð sem hefur heillað mig frá barnsaldri. Formin voru stílhrein og ólík öllu sem ég hafði gert í silkinu. En þegar ég fór að vinna undir eigin merk i , Sha nko Rugs, þá braust textíl málarinn fram í mér. Teppin fengu á sig þrívídd- aráferð þótt unnin væru í tvívídd og var ég t.d. undir miklum áhrifum frá gosinu í Holuhrauni en einnig jöklunum okkar og nú er ég að snúa mér aftur að fornsögunum.“ Undirstrikar lífsstíl Við hönnun fyrstu mottunnar seg- ist hún hafa haft í huga híbýli þeirra sem kunna fallegt að meta og vantaði teppi sem væri sér- unnið að þeirra óskum og undir- strikaði lífsstíl þeirra. „Stundum þarf ekki nema lítið teppi til þess að setja punktinn yfir i-ið en oftast hef ég verið beðin um að gera stærri verk í óreglulegri lögun. Þykk handgerð teppi á gólf, sem eru lögð park- eti eða flísum, geta dreg- ið úr endurkasti hljóðs og hef ég unnið nokk- ur slík verk fyrir inn- lenda aðila þar sem kraf- ist var að teppið væri í formi listaverks en um leið drægi það úr endur- kasti hljóðs.“ Þessa dagana er allt á hvolfi á vinnustofu Sigrúnar sem hún deil- ir með Þóru Björk Schram textíl- listakonu. „Ég er eins og fleiri að undirbúa þátttöku mína á Hönnun- arMars en það er alltaf jafn gaman að taka þátt. Að þessu sinni er ég að sýna með fjölbreyttum hópi hönnuða hjá Syrus son hönnunar- húsi. Þar verð ég að með ný verk, t.d. Fingrafar Íslands og Óður til hvalsins. Síðan verður gott að slaka aðeins á hér heima eftir ann- asamt 2015 og vinna úr því sem síðasta ár skilaði bæði í pöntunum og fyrirspurnum.“ Heimasíða Sigrúnar Láru er www.shankorgs.com en teppi hennar fást hjá Syrusson hönnun- arhúsi. Stundum þarf ekkert nema lítið teppi Eftir að hafa starfað við textíllist í mörg ár sneri Sigrún Lára Shanko sér að eigin hönnun á teppum undir merkinu Shanko Rugs. Innblástur sækir hún í fallega og hrikalega náttúru landsins. Fram undan er HönnunarMars þar sem Sigrún mun sýna nokkur ný verk. flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi Sigrúnar eru mörg hver hálfgerð listaverk. mYND/GRÍmUR BJARNA „Það var þessi fallega og jafnframt hrikaleg fegurð sem hefur heillað mig frá barnsaldri,” segir Sigrún lára Shanko. mYND/ANTON BRiNK 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 D -1 8 0 4 1 8 9 D -1 6 C 8 1 8 9 D -1 5 8 C 1 8 9 D -1 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.