Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 46
Ég held að ég sé
loksins að finna minn
eigin stíl, sem mun fylgja
mér áfram.
Ester Inga Óskarsdóttir
Ester Inga Óskarsdóttir förðunar-
fræðingur segist alltaf hafa haft
áhuga á hönnun heimilisins, skreyt-
ingum og breytingum og finnur hún
þeim áhuga farveg á hugmyndasíð-
unni Allt sem gerir hús að heim-
ili, sem hún heldur úti ásamt Krist-
jönu Diljá, elstu dóttur sinni. „Ég
hugsa mikið um hönnun heimilis-
ins, við hjónin hönnuðum og byggð-
um húsið okkar í Kjósinni sjálf svo
það er nákvæmlega eins og við vild-
um, svo hefur fjölskyldan stækkað
og breyst svo húsið er endurskipu-
lagt jafnóðum ef okkur finnst þurfa
þess,“ segir hún.
Hlutir án hlutverks teknir
Í herbergi dótturinnar sem nýlega
var tekið í gegn voru í fyrir breyt-
ingu gömul húsgögn frá Ikea, öll úr
sömu línu sem báðar dætur Esterar
höfðu notað og var herbergið málað
pastelgrænt og hvítt. „Ég byrjaði á
að mála græna vegginn svartan en
þeir hvítu fengu að halda sér. Dótt-
irin fékk nýtt rúm sem er 120 senti-
metrar á breidd og ég tók fataskáp-
inn út. Í staðinn setti ég kommóð-
ur, tvær saman sem mynda í leiðinni
skenk fyrir sjónvarpið, spegil og
fleira. Ég keypti nýtt skrifborð og
myndahillur, skipti um gardínur og
púða. Ég límdi líka nokkrar svartar
doppur á hvíta vegginn sem er allt-
af hægt að taka af, minnkaði smádót
og tók út hluti sem höfðu ekki hlut-
verk,“ lýsir Ester.
Góð ráð
Beðin um nokkur góð ráð fyrir þá
sem eru í sömu sporum, að breyta
barnaherbergi í unglingaherbergi
segist Ester mæla með að rúmið sé
haft nógu breitt, þetta sé líklega síð-
asta rúmið sem keypt verði handa
barninu og það getur jafnvel tekið
það með sér þegar það flytur að
heiman. „Gott er að nota hlutlausa
liti á veggjum og húsgögnum og
nota frekar liti til að skreyta. Hafa
unglinginn með í ráðum, þeir vita
oft hvað þeir vilja eða hvað þarf að
leggja áherslu á. Sniðugt er að hugsa
herbergið út frá áhugamáli, ef ungl-
ingurinn er bókaormur þarf góðar
bókahillur, ef hann hefur áhuga á
tölvum þarf hann frekar gott pláss
fyrir tölvu og þess háttar. Setjið
bara það inn í herbergið sem hefur
notagildi eða það sem unglingnum
finnst fallegt, öðru er ofaukið.“
Ef herbergið er lítið er sniðugt til
að láta það virðast stærra að nota
ljósa liti og stóra spegla og setja
hillur svolítið hátt upp fyrir það
sem minna er notað. „Mér finnst
góð hugmynd að hafa lítinn sófa
eða stóla í unglingaherbergjum svo
vinirnir þurfi ekki að sitja á rúm-
inu þegar þeir eru í heimsókn. Svo
er tilvalið að skoða netið, bestu hug-
myndirnar koma oft þegar maður
skoðar myndir af öðrum rýmum.
Þá má líka athuga hvort það megi
breyta þeim húsgögnum sem eru til
fyrir, filmur sem eru límdar á hús-
gögn og málning getur breytt heil-
miklu og oft óþarfi að kaupa allt
nýtt.“
Fann sinn stíl
Ester er mikið fyrir að breyta til á
heimilinu og segist þurfa að prófa
alla möguleika séu þeir margir.
„Svo getur einn nýr hlutur inn á
heimilið orðið til þess að ég þarf að
breyta öllu en það er bara gaman,“
segir hún og brosir. Einfaldur stíll,
skandinavískur með fáum og fal-
legum, hlýjum hlutum og húsgögn-
um, viður og gler heilla Ester mikið
núna. „Ég held að ég sé loksins að
finna minn eigin stíl, sem mun
fylgja mér áfram en ég er búin að
prófa þá marga í gegnum árin.“
Gott að hafa unglinginn með í ráðum
Þegar börnin eldast og stækka þarf að laga herbergin þeirra að breyttum þörfum og áherslum. Ester Inga Óskarsdóttir er nýbúin að
breyta herbergi dóttur sinnar sem er á þrettánda ári þannig að það hæfi hennar aldri. Hún deilir hér góðum ráðum um breytingar.
Ester málaði einn vegginn
í herbergi dóttur sinnar
svartan en húsgögnin eru
í hlutlausum litum.
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
Gott er að rúmið fyrir unglinginn sé
nógu breitt, það er líklega síðasta
rúmið sem keypt er af foreldrunum.
Óþarfi er að hafa annað en það sem
hefur notagildi í herberginu og það
sem unglingnum finnst fallegt.
Fataskáp var skipt út fyrir tvær
kommóður. Þær mynda skenk fyrir
sjónvarp, spegil og ýmsa smáhluti.
Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Wireflow frá
Hönnuður er Arik Levy
HEIMIlIð Kynningarblað
29. febrúar 201616
2
9
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
C
-E
B
9
4
1
8
9
C
-E
A
5
8
1
8
9
C
-E
9
1
C
1
8
9
C
-E
7
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K