Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 54

Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 54
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 512 5000. Elskulegur pabbi, tengdapabbi, fyrrverandi eiginmaður, afi og langafi okkar, Þórir Þórarinsson Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga (lungu.is). Elí Þór Þórisson Kristín Birna Gísladóttir Brynjar Logi Þórisson Ásta Kristín Bjartmarz Ingimar Trausti Þórisson Kristín Elídóttir afa- og langafabörnin. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Magnhildur Gísladóttir þroskaþjálfi, Norðurbakka 25c, Hafnarfirði, lést þann 25. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15. Þórólfur Árnason Hallur Guðmundsson Ásdís Huld Helgadóttir Hildur Þóra Hallsdóttir Helga Guðný Hallsdóttir Háskólinn í Vilníus veitti Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra, heiðursdoktorsnafnbót þann 11. febrúar síðastliðinn. Jón Baldvin var heiðraður af háskólanum fyrir ómetanlegt framlag sitt og stuðning við sjálfstæðisbaráttu Litháa og annarra Eystrasaltsþjóða. Einnig var nafnbótin veitt vegna farsæls samstarfs Jóns Baldvins við háskólann í Vilníus. Vararektor háskólans veitti Jóni Bald- vini heiðursnafnbótina og lagði áherslu á að nafnbótin væri veitt fyrir hugrekki. Jón Baldvin gegndi embætti utanríkis- ráðherra Íslands á þeim tíma sem Litháen stóð í sjálfstæðisbaráttu sinni og vara- rektorinn sagði í ræðu sinni að hann hefði stutt sjálfstæðisbaráttu Litháa þegar hún fékk ekki viðurkenningu á Vesturlöndum og á meðan aðrir þögðu. Hann bætti svo við að frá þekkingarfræðilegu sjónarmiði væri Jón Baldvin maður sem hefði yfir- gripsmikla þekkingu á alþjóðamálum. Aðspurður um viðbrögð sín við nafn- bótinni segist Jón Baldvin þakklátur. „Ég gantaðist með það að ég væri eini maður- inn í heiminum sem væri heiðursdoktor í hugrekki,“ segir hann. „Mér brá í brún þegar ég heyrði að söngurinn Gaudeamus igitur var sung- inn á latínu, og ekki bara erindin tvö sem gamlir MR-ingar kunna, heldur öll sex. Háskólinn í Vilníus var stofnaður árið 1579 og það er reyndar nákvæmlega sama ár og mín alma mater, Edinborgarháskóli. Athöfnin fór fram í töluðu máli á latínu og síðan var tónlistin mjög miðaldaleg,“ segir Jón Baldvin um athöfnina. Frá árinu 1991 hefur Jón Baldvin haft sterk tengsl við Litháen og háskólann í Vilníus. Árið 2013 var Jón Baldvin með röð fyrirlestra í alþjóðasamskipta- og stjórnmálafræðideild háskólans sem bar yfirskriftina „Smáþjóðir í alþjóðlegum kerfum í kenningum og í reynd, sjö dæmi- sögur“. Heiðursdoktorsnafnbót háskólans í Vilníus er veitt bæði litháískum og erlendum fræðimönnum, opinberum persónum og stjórnmálamönnum. Háskólinn hefur nú þegar veitt fimmtíu og sex heiðursdoktorsnafnbætur. thordis@frettabladid.is Jón Baldvin gerður að heiðursdoktor í Vilníus Jón Baldvin Hannibalsson hlaut heiðursdoktorsnafnbót háskólans í Vilníus á dögunum fyrir framlag sitt og stuðning við sjálfstæðisbaráttu Litháa. „Ég gantaðist með það að ég væri eini maðurinn í heiminum sem væri heiðursdoktor í hugrekki,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, í ræðustól. FréttaBlaðið/VilHelm Frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar hefur Jón Baldvin haft sterk tengsl við litháen og háskólann í Vilníus, meðal annars sem fyrirlesari við skólann. FréttaBlaðið/GVa Mér brá í brún þegar ég heyrði að söngurinn gaudeamus igitur var sunginn á latínu, og ekki bara erindin tvö sem gamlir MR-ingar kunna, heldur öll sex. 1940 Finnland hefur friðarviðræður í Vetrarstríðinu. 1948 Vatnavextir í Varmá valda miklum skemmdum á brúm og gróðurhúsum í Hveragerði. 1952 Eyjan Heligoland kemst aftur undir stjórn Þjóðverja. 1992 Reykjavíkurborg heldur upp á að íbúafjöldinn hafi náð hundrað þúsund manns. Í tilefni þess er öllum 100 ára Reykvíking- um og eldri boðið til veislu í Höfða. Merkisatburðir Fyrsta tölublað Fjallkonunnar kom út á hlaupársdag árið 1884. Ritstjóri var þrjátíu og tveggja ára gamall Bárðdæling- ur, Valdimar Ásmundsson, sem var nákominn Jóni Ólafssyni, þá ritstjóra Þjóðólfs. Fjallkonan var ætluð alþýðufólki og kom út tvisvar í mánuði. Áskriftarverðið var lægra en áður hafði þekkst, aðeins 2 krónur á ári en 1,50 ef borgað var fyrirfram. Meðal þeirra sem stóðu að baki útgáfunni var Steingrímur Thorsteins- son skáld sem þá var kennari í Reykjavík. Sigmundur Guð- mundsson sem þótti einn snjall- asti prentari landsins var líka bakhjarl útgáfunnar til að byrja með og prentaði Fjallkonuna fyrsta hálfa árið. Hann átti eigin prentsmiðju sem var óvenju vel búin letur- tegundum og þótti nýja blaðið vel uppsett og með skýrum og góðum fyrirsögnum. Forsíðumyndir sáust samt ekki til að byrja með. Fjallkonan gekk kaupum og sölum fyrstu tvö árin en í janúar 1886 eignaðist Valdimar ritstjóri blaðið sjálfur. Upp úr því óx því fljótt fiskur um hrygg og í ársbyrjun 1887 fóru að koma út þrjú blöð í mánuði í stað tveggja, án þess að verðið hækkaði. Vorið 1889 voru kaupendurnir 2.160, þar af 250 í Reykjavík. Útgáfan stóð til 1911. Þ ETTA G E R ð i ST 2 9 . F E B RÚA R 1 8 8 4 Fjallkonan hóf göngu sína 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M Á N U D a G U r14 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð tíMaMót 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 C -F A 6 4 1 8 9 C -F 9 2 8 1 8 9 C -F 7 E C 1 8 9 C -F 6 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.