Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
F E R M I N G A R T I L B O Ð
H E I L S U R Ú M F Y R I R
U N G T , V A X A N D I F Ó L K
C & J G O L D
C &J G O L D H E I L S U R Ú M
� Fimm svæðaskipt
pokagormakerfi.
� Laserskorið heilsu- og
hægindalag tryggir réttan
stuðning.
� Vandaðar kantstyrkingar.
� Slitsterkt og mjúkt áklæði.
� Val um lit á botni og löppum.
5 ÁRA
ÁBYRGÐ
H E I L S U D Ý N A N S E M L Æ T U R Þ É R O G
Þ Í N U M L Í Ð A V E L
H E I L S U R Ú M
S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R-
M/COMFORT BOTNI T I L B O Ð
100X 200 116.800 K R. 89.900
120X 200 141 .460 K R. 99.900
140X 200 156.460 K R. 109.900
E R B A R N I Ð Þ I T T A Ð F E R M A S T ?
Komdu í verslun okkar í Reykjavík, Akur eyri eða
Ísafirði og fylltu út þátttökuseðil í Fermingarleik
Betra Baks og Bylgjunnar.
10 heppnir einstaklingar fá miða fyrir tvo á tónleika
Justin Bieber 9. september.
10 H E P P N I R
FÁ T V O M I Ð A
Á T Ó N L E I K A N A
J U S T I N B I E B E R
F E R M I N G A R-
L E I K U R
Skálað í kampavíni
á sex ára afmælinu
Hlaupársafmælisbörnin fagna í dag, 29. febrúar. Þau gera það líklega
af öllum krafti enda rennur næsti afmælisdagur ekki upp fyrr en að
fjórum árum liðnum. Fréttablaðið heyrði í nokkrum afmælisbörnum.
Ljósmóðirin bauðst til að
skrá annan afmælisdag
Hlaupársafmælisbörnin eiga það
sameiginlegt að fá mikla athygli
fyrir það eitt að hafa fæðst þennan
dag. Fréttablaðið fór á stúfana og
tók stikkprufu af nokkrum afmælis-
barnanna. Greinilegt samhengi er á
milli þeirra sem eiga afmæli í dag
og þess að fá vegleg veisluhöld,
loks þegar 29. febrúar kemur upp
á almanakinu. gudrun@frettabladid.is
„Það er loksins komið að því,“ segir
Rakel Grímsdóttir laganemi, alsæl
með að dagurinn sé runninn upp
eftir fjögurra ára bið. „Mér finnst 29.
febrúar besti afmælisdagur í heimi,“
segir hún og skellihlær. „Ljósmóðirin
sem tók á móti mér bauð mömmu
reyndar að skrá mig á 1. mars, en
mamma tók það ekki í mál. Ég gæti
alveg átt svona sérstakan afmælisdag.
Ég er henni mjög þakklát fyrir það.
Fólk vorkennir mér oft voða mikið,
en ég held stundum partí í heila viku
þegar ég á loks afmæli. Annars eru
þetta yfirleitt tveir dagar hjá mér.“
Eins og bersýnilega kemur í ljós er
Rakel mikið afmælisbarn, þrátt fyrir
að geta í raun aðeins talið upp sex
afmælisdaga með þessum, enda tutt-
ugu og fjögurra ára líkt og Málfríður.
Hún hefur alltaf gert mikið úr afmæl-
inu, ár hvert. „Við byrjuðum strax á
þessu, það er gaman að vera öðruvísi.
Foreldrar mínir pössuðu mikið upp á
þetta. Sjálf er ég líka mjög dugleg við
að minna fólk á að ég fari að eiga af-
mæli,“ útskýrir hún glaðlega. Aðspurð
um eftirminnilegasta afmælisdaginn
svarar hún til að ekki sé auðvelt að
gera upp á milli, enda hafi hún raun-
verulega aðeins upplifað fimm slíka.
„Ég verð kannski að segja síðast þegar
ég átti afmælisdag, þá varð ég tvítug.
Við vinkonurnar fögnuðum honum
með því að fara í fótabaðslaugina úti
á Nesi, í bikiníum og með kampavín, í
febrúar. Áður en við vissum voru rúm-
lega hundrað manns búnir að hlaupa
fram hjá okkur í Hlaupárshlaupinu,
það var frekar skondið.“
Rakel segir afmælisdaginn hennar
alltaf kveikju að umræðu. „Ef ég fer til
læknis, eða í Ríkið, þá eru alltaf gerðar
athugasemdir eins og „áttu í alvöru
afmæli þennan dag?“. Þegar ég var
skiptinemi í Þýskalandi var fólk sér-
staklega hissa. Þar hélt fólk í alvöru að
enginn ætti afmæli þennan dag.“
LjóSmóðirin Sem
tók á móti mér
bauð mömmu reyndar að
Skrá mig á 1. marS, en
mamma tók það ekki í máL.
„Mér finnst það bara fínt. Manni
finnst maður voða ungur í anda.
Verð bara átta ára í ár. Svo muna líka
flestir eftir deginum mínum, þar
sem hann er svona sérstakur,“ segir
Edda Pétursdóttir fyrirsæta sem
í dag fagnar þrjátíu og tveggja ára
afmælinu.“ Í ár verð ég nú reyndar
að vinna í Santa Barbara í Kaliforníu.
En maður getur ekki kvartað yfir að
vera á yndislegum stað í sól og hita.
Hver veit nema ég fái 8 kerta köku
frá vinnufélögum.“
Hún segist hæstánægð
með þau forréttindi sem
fylgi deginum, að geta
valið hvort hún haldi
upp á afmæli 28.
febrúar eða 1. mars.
„Fjölskyldunni
minni finnst
reyndar
alltaf jafn
fyndið að
hringja og
óska mér
til ham-
ingju
báða
dagana.“
Fjölskyldan
hringir báða
dagana
„Þegar ég var lítil þá man ég ekki eft-
ir öðru en að það hafi verið gaman
að eiga þennan afmælisdag.
Þegar ekki var hlaupár þá
valdi ég að eiga afmæli
28. febrúar eða 1. mars
allt eftir því hvernig
stóð á. Í dag held
ég upp á af-
mælisdaginn
minn 1. mars af
því að ég var ekki fædd
28. febrúar heldur
daginn eftir.“
Hildur Björk Möller
er himinlifandi með
að loks sé runninn
upp hennar dagur,
og finnst það ótrúlega gaman að
eigin sögn. „Ég hef alltaf haldið upp
á afmælið með því að bjóða fjöl-
skyldu og vinum heim, hvort
sem er hlaupár eða ekki. En
þegar það hefur verið hlaup-
ársdagur, þá er gjarnan gert
aðeins meira úr deginum.“
Hún heldur því uppteknum
hætti og blæs til kaffi-
boðs með fjölskyldunni og
stefnir svo á fagnaðarlæti
með vinkonunum. „Ég
er mjög stolt af því að
vera hlaupársafmælis-
stelpa,“ segir hún
brosandi eyrnanna
á milli.
Stolt hlaupársafmælisstelpa
Reiknar
með að fara
út að borða
„Það væri ágætt að eldast svona hægt,
ég væri þannig bara rétt sex ára í dag
en ekki tuttugu og fjögurra,“ segir
Málfríður Guðný sem fagnar sínum
sjötta afmælisdegi í dag. „Ég reikna
með að fara út að borða og skála fyrir
deginum, verður maður ekki að gera
það? Annars er ég nú að fara í próf á
morgun,“ bendir hún á og brosir, en
Málfríður nemur sálfræði
og verkfræði við Há-
skóla Íslands. „Ég fékk
einu sinni blaðamann
í afmælið mitt þegar
ég var fjögurra ára
gömul, sjálf man ég
ekki mikið eftir því
en mömmu og
pabba fannst það
fyndið. Hann fékk
að fylgjast með
veislunni,“ segir
hún og hlær.
Rakel Grímsdóttir laganemi er ánægð með að eiga afmæli 29. febrúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ vILhELM
2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M Á N U D a G U r22 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð
2
9
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
C
-E
1
B
4
1
8
9
C
-E
0
7
8
1
8
9
C
-D
F
3
C
1
8
9
C
-D
E
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K