Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Ráðherra ræðir um rjúpnaveiðar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sendi í fyrra- dag öllum skotveiðimönnum tölvupóst þar sem hún hvetur þá til að sýna ábyrgð og hófsemi á rjúpnaveiðum. Þórunn hefur heimilað rjúpnaveiðar í alls átján daga í nóvember og hefjast veið- arnar í dag. „Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiði- manna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru," segir Þórunn í tölvupóstinum sem hún sendi öllum veiðikort- höfum sem á annað borð nota tölvupóst. Keyrði á staur Engin slys urðu á fólki þeg- ar fólksbifreið rann til í hálku á Skutulsfjarðarbraut á fsafirði og endaði á ljósastaur um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á fsafirði var bíllinn enn á sumardekkjum, en lögreglan varar við mikilli hálku á vegköflum á Vestfjörðum. Bíllinn er mikið skemmdur en ökumað- urinn, karlmaður á þrítugsaldri, slapp án meiðsla. Hann var einn í bílnum. Beita sér ekki Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, hefur ekki tekið til umræðu löggjöf á fslandi um rétt fatlaðra til þess að ættleiða börn. Félagið hefur tekið þátt í umræðu á alþjóðavettvangi en ekki er á döfinni að beita sér í umræðu um þessi mái. í Kast- ljósinu á þriðjudagskvöld gagn- rýndi Freyja Haraldsdóttir, sem stríðir við mikla fötíun, lögin um ættíeiðingar fatíaðra og benti á að erfitt væri fyrir fatlaða að ætt- leiða börn. Aldraðirenn útiíkuldanum „Við fengum engin skýr svör," segir Gylfi Páll Hersir, stjórn- armaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á Skjóli. Félagið fékk í fyrradag umbeðinn fund með heilbrigðisnefnd Alþing- is. Fundarefni var viðvarandi mannekla á hjúkrunarheimil- um. Gylfi Páll segist hafa vonast eftir átaki en ekki fengið neitt frá þingmönnum nema almennan vilja til að skoða málið áfram. Honum finnst einnig ólíðandi að fólk sem þekkist ekkert deili her- bergi á hjúkrunarheimilum. Erlendir starfsmenn fá prófskírteini og starfsréttindi sín að fullu metin hér á landi inn- an tíðar. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, óttast að erlend- ir starfsmenn með minni menntun hljóti sömu réttindi og islenskir. EPLI EREK ALLTA EPLI Hljóta viðurkenningu Erlendir i, I starfsmenn hér á landi fá von bráðar \ ’ prófskírteini og starfsréttindi sín að y fullu metin. Það verður í kjölfar Evróputilskipunar sem væntanleg er. <» ■***«■ TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti@dv.is Allir Evrópubúar fá starfsréttindi sín og prófsla'rteini viðurkennd hér á landi á næstunni. Unnið er að inn- leiðingu Evróputilskipunar sem gef- ur erlendum starfsmönnum þennan rétt með það að markmiði að tryggja launarétt þeirra samkvæmt kjara- samningum. Um er að ræða tilskipun Evrópu- sambandsins nr. 36 frá árinu 2005 og tekur hún gildi á næstunni. Frá þeim tíma er atvinnurkendum skylt að við- urkenna prófskírteini og starfsréttindi erlendra starfs- manna sinna og setja þá í viðeigandi flokka í kjara- samning- um út frá réttind- um þeirra. Megin- markmið til- skipunarinnar er að tryggja launarétt- indi erlendra starfsmanna gagnvart atvinnurekendum. Epli er ekki alltaf epli Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, seg- ir það áhugamál sambandsins að tryggja starfsréttindi allra sem hing- að koma. Hann segir þó mikilvægt að þess sé gætt að öll réttindi starfs- manna séu viðurkennd. „Stjómvöld hafa fram til þessa ekki staðið sig í stykkinu að gæta þess að erlendir starfsmenn hér á landi hafi fullnægj- andi starfsréttindi. Sú staða hefur leitt til óteljandi galla í nýbyggingum og ég sé ekki að þessi tilskipun bæti úr því. Við viljum að okkar íslenska starfsfólk standi í eðlilegri samkeppni gagnvart erlendum starfsmönnum," segir Guð- mundur. Eiríkur jónsson, formaður Kenn- ararsambands Islands, tekur í sama streng. Á einhverjum sviðum at- vinnulífsins hefur hann áhyggjur af því að vandamál komi upp. „Sums staðar á þetta eftir að virka smurt, annars staðar ekki. Ef til vill eiga ein- hverjir eftir að koma hingað með ein- hver réttindi sem ekki uppfylla okk- ar skilyrði og við verðum að gera þá kröfu að öll prófin séu viður- kennd," segir Eiríkur. Áfram gerðar hæfniskröfur Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fyr- irhugaða tilskipun mikilvæga. „Þeir útíendingar sem hingað koma og eru með starfsréttíndi njóta þessa. Fyr- ir vikið verður ekki eins auðvelt fýrir atvinnurekendur að skutla þeim nið- ur í lægstu flokkana. Það er góð þró- un vegna þess að því miður hefur það verið of algengt að svo sé gert," seg- ir Kristján. Hann segist sjá fá vand- kvæði í þessari tilskipun og telur meginmarkmiðið að ná upp launum menntaðra erlendra starfsmanna. „Það verða líklega helst atvinnurek- endurnir sem munu skrækja und- an hugsanlegri kosmaðaraukningu þeirra," bætir Kristján við. Aðspurður telur Eiríkur ljóst að atvinnurekendur þurfi áfram að geta sett ákveðnar hæfniskröfur við ráðn- ingar. Hann segir til dæmis mjög mikilvægt að kennarar geti átt eðli- leg samskipti við nemendur og sam- starfsfólk. „Við horfum á þetta þannig að eftir sem áður verði áfram heim- ilt að setja hæfniskröfur og tungu- málakunnáttu sem skilyrði. Eg sé ekki hvernig menn ætía annað og þetta þarf að hugleiða vel. Það er mjög auð- velt að ímynda sér að sumar þjóðir eru hér á landi gjörsamlega málíaus- ar og það er alveg á hreinu að slíkt gengur ekki á flestum stigum grunn- skólans," segir Eiríkur. Skýr krafa Eiríkur segir að sömu kröfur verði gerðar gagnvart erlendum sem inn- lendum kennurum í skólum. Grunn- krafan er sú að viðkomandi kennari geti átt eðlileg samskipti á íslensku. „I mínum huga þróast þetta þannig að skýr greinarmunur verði gerður á því hvort viðkomandi getí tjáð sig við nemendur eða samstarfsfólk. Ef ekki, getur það aldrei virkað. Við gerum einfaldlega þá kröfu í skólunum að kennarar geti átt eðlileg samskipti á okkar tungumáli við nemendur. Þrátt fýrir að áffarn verði gerðar hæfnis- kröfur við ráðningar er þessi tilskip- un mildlvæg til að tryggja erlend- um starfsmönnum sambærileg kjör og starfsystkini þeirra á Islandi njóta með sömu réttindi," segir Eiríkur. Aðspurður hefúr Guðmundur áhyggjur af því að hingað komi iðn- aðarmenn sem lokið hafi mun styttra námi en íslenskir starfsbræður þeirra. „Okkar félagar þurfa að ganga í gegn- um 4 ára nám til að fá starfsréttindi sín. Það er algjörlega ólíðandi ef hing- að koma erlendir starfsmenn, með mun minni menntun, sem settir verði undir sama hatt. Við það gerum við athugasemdir. Það er ekki alltaf hægt að tala um þetta sem epli og epli. Aftur á móti óttumst við ekki samkeppnina og þeir sem ekki hafa sömu mennt- un útilokast sjálfir frá störfum sökum minni hæfni." Á AÐ STJÓRNARSKRÁRBINDA ÍSLENSKU SEM OPINBERT TUNGUMÁL? MEÐOGÁMÓTI MÖRÐUR ÁRNASON islenskufræðingur Já, það á ad stjóniarskrárbinda íslenskuna Samfélagið á að byggjast á því aö íslenska séfyrsta tungumálib í stjórnsýlsu, menntakerfinu og almennum samskiptum. Ég lagöiJ'ram tii- lögu á Alþingi um þetta og íþeirri tillögu i’ildi égeinnig láta atlmga slöbu annarra tungumála sem tölub eru á ísiandi. Þau kunna ab eiga sinn rétt líka. Svo er fullkomlega sjálfsagt ab algengustu textarnir í stjórn- sýlsunni séu til á nokkrum tungumálum ogab fyrir liggi leibbeiningarfyrir viðskiptamenn, ferðamenn og innflytjendur sem eiga erfitt meb íslensku. Fyrir innflytjendur, sem fæstir tala ensku ab rábi, er það ótvírœbur kostur ab þab sé alveg á hreinu ab íslenskan sé töluð hér. Enfyrirferba- menn er aubvitab þœgilegt ab. geta talað ensku sem víbasl ogþab er ekki hœgt ab koma í veg fyrirþab. Á litlu málsvœbi eins ogá íslaiuli þarf ab vera alvegá hreinu hvaba tungumál á ab tala." PAUL F. NIKOLOV varaþingmaður Ekki nauðsynlegt „Mérfinnst það ekki nauðsynlegt að binda það i stjórnarskrána ab íslenska sé opinbert tungumál hér á landi. Það erfrekar tímasóun vegna þess að ég tel að þab sé sjálfsagt mál ab við tölum íslensku hér á landi. Fólk sem hingað til lands kemur vill lœra tungumálið þvíþað vill enginn vera lokaður inni með því að skilja ekki neitt. Það er svo sjálfsagt að fólk vilji læra íslensku að það er óþarfi að setja það inn í stjórnarskrána. Til þess að fá ótímabundið dvalarleyfi hérna þarffólk að taka 150 Íclukkutíma i íslenskukennslu, sem mér reynd- ar þykir oflítið. Það er svo mikill hvati að því að læra ís- lensku því þeir sem ekki lœra hana verða í lélegu starfi ogfólk vill betra starfog skilja það sem sagt er í kringum það. Þegar allir þessir þættir eru teknir inn tel ég alls ekki nauðsynlegt að stjórnarskrárbinda • íslenskuna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.