Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Qupperneq 8
10 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV FLEIRIBORN FÆÐAST Vf Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að börnum sem fæðast með fæðingargalla hafi fjölgað veru- lega. Ekki er talið loku fyrir það skot- ið að sökudólginn sé að finna í meng- un þar í landi sem hefur aukist til mikilla muna sam- fara hinum öra vexti í efnahag landsins. KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamaöur skrifar: kolbeinn&dv.ls Börnum sem fæðast vansköpuð hefur fjölgað í Kína. Meðal fæðing- argalla má nefna klofinn góm, auka- fingur og -tær og hjartagalla. Sam- kvæmt skýrslu sem yfirvöld gerðu opinbera nýlega eru allt að sex pró- sentum þeirra barna sem fæðast árlega með klofinn góm eða auka- fingur og -tær. Börnum sem fæðast með sjáanlega galla hefur fjölgað um fjörutíu prósent síðan 2001 og er fjöldi þeirra nú á milli tveggja og þriggja milljóna á ári. Hjá tólf millj- ónum að auki koma í bernsku fram gallar af einhverjum toga. Þess má geta að árið 2001 markaði upphaf efnahagsvaxtar í Kína. Afla fæðu Konurtína skelfisk í Gulu-á og efnaverksmiðja trónir í bakgrunni tfniít ii ■ am Bætt gagnasöfnun eða mengun Kínverskir embættismenn sögðu að tölfræðin í skýrslunni væri að hluta til marks um bætta gagna- söfnun í hinum strjálbýlu héruðum landsins og einnig væru fjölskyldur minna hikandi nú en áður við að til- kynna um lýti eða galla barna sinna, sem á árum áður hefðu verið hulin vegna skammar. Engu að síður má einnig finna vísbendingar sem renna stoðum undir þann grun að kínversk nátt- úra og umhverfi, sem eiga veru- lega undir högg að sækja, eigi þátt í þessari þróun. Hlutfall barna sem fæðast fötluð er mun hærra á þeim svæðum Kína sem eru rík af kolum og kolanám hefúr lagt landslagið í rúst og mengað ár og dali. An Huanxiao, yfirmaður fjöl- skyldumálastofnunar Shanxi-hér- aðs, velkist ekki í vafa um samhengið á milli mengunar og fæðingargalla, en í héraðinu er stundað mikið kolanám. „Tíðni fæðingargalla er í beinu samhengi við umhverfis- mengun. Niðurstöður skýrslunnar sýna að tíðni fæðingargalía á kola- námusvæðum Shanxi-héraðs er langtum hærri en í landsmeðaltali," sagði hann. í Shanxi-héraði eru Qórar af menguðustu borgum Kína og í því er miðstöð kola- og efna- iðnaðar landsins með meðfylgjandi losun banvænna eiturefna. f Shanxi er hæsta tíðni klofins góms og auka- fingra og -táa í heimi. En kannski kemur fleira til en mikil mengun, því algengt er að nánir ættingjar gangi í hjónaband í héraðinu og mataræð- ið er fátæklegt. Kínversk stjórnvöld stefna að því að draga úr kolaframleiðslu sinni um sex milljónir tonna, úr níu millj- ónuip í þrjár milljónir, til ársins 2010. Áætíunin felur í sér fækkun minni kolanáma niður í tíu þúsund mm hækkað úr 104,5 á hverjar tíu þús- und fæðingar árið 2001 upp í 145,5 árið 2006. Þegar við bætist fjöldi þeirra barna, þar sem koma fram gallar nokkrum mánuðum eft- ir fæðingu hækkar hlutfallið upp í fjögur til sex prósent allra fæðinga. Af þeim fjölda deyja um þrjátíu pró- sent og fjörutíu prósent glíma við fötlun. Fimm algengustu fæðingar- gallarnir í Kína eru klofinn gómur, taugapípugallar, aukafingur eða tær, hjartagalli og vatnshöfuð, en ekki hefúr verið sannreynt að þá megi rekja til vatns- eða loftmengunar. „Við þurfum að gefa okkur tíma til að rannsaka hvers konar mengun veldur hvaða göllum," sagði Li Þess má geta að Heilbrigðisstofn- un Sameinuþu þjóðanna, WHO, áætíar að hlutfall þeirra barna í heiminum sem fæðast með fæðing- argalla sé á milli þriggja og fjögurra prósenta. ;s Klofinn gómur Einn 8 algengasti fæðingar- I gallinn í Kína. námur. Lítil kolanáma framleiðir þrjú hundruð þúsund tonn á ári. Frekari rannsókn nauðsynleg Því er kannski ekki að undra að Li Weixiong, forstjóri rannsóknar- nefndarinnar, sé ekki reiðubúinn til að skella allri skuldinni á meng- unina. Hann viðurkenndi að um áhyggjuefni væri að ræða, en sagði að frekari rannsókna væri þörf svo hægt væri að fá skýrari sýn á tengsl- in milli mengunar og fæðingargalla. f skýrslu nefndarinnar kemur ffam að hlutfall galla hjá börnum hafi Deyja fyrir aldur fram Skýrslan er opinberuð á sama tíma og kínversk stjórnvöld berjast við að draga úr loftmengun í Peldng vegna ólympíuleikanna á næsta ári. Nýleg könnun World Bank leiddi í ljós að árlega deyja í Kína um fjögur hundruð og sextíu þúsund manns fyrir aldur fram vegna loftmengunar og neyslu mengaðs vatns.Mengunin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.