Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Síða 13
Sérblaðið DV-bílar heldur nú áfram göngu sinni. Að vanda inniheldur blaðið umfjöllun um bíla og eigendur þeirra frá ýmsum hliðum. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, segir frá reynsluakstri Land Rover Freelander 2 en í blaðinu má auk þess finna verðsamanburð á dekkjum og þjónustu dekkjaverkstæða. LÍTÉG ÚTFYRIR AÐ ÞURFA HJÁLP? Sigurbjörg Ólafsdóttir byrjaði að keyra tengivagn hjá íyrirtækinu Klæðningu í apríl. Hún hafði lengi velt því fyrir sér að taka meirapróf en hafði ávallt mildað það fyrir sér. Eftir á segir hún að það hafi verið óþarfi. „Ef maður er nógu duglegur að spyrja strákana ráða og hlusta á hvað þeir hafa að segja gengur þetta alveg upp. Launin eru líka góð og atvinnumögu- leikar meiri ef maður er með meira- próf." Áður vann Sigurbjörg í snyrti- vörudeildhmi í Fríhöfhinni. Hún býr í Garðinum og setur það ekki fyrir sig að keyra á morgnana til Reykjavíkur. Kom sjálfri sér á óvart Sigurbjörg segir starfið mjög skemmtilegt auk þess sem hún er í góðum félagsskap. Hún vinnur aðal- lega innanbæjar en þó kemur fyrir að hún þurfi að fara upp í Borgarfjörð. Aðspurð hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir hún frá atviki sem átti sér stað í sumar en þá hvellsprakk á vagninum hjá henni. „Vinnufélagi minn aðstoðaði mig við að tjakka bflinn upp og sagði mér svo að taka dekkið undan á meðan hann útveg- aði nýtt dekk undir bflinn. Svo var hann farinn. Á meðan gerði ég mér lítið fyrir og tók dekkið undan bfln- um, rétt eins og á venjulegum fólks- bfl," segir Sigurbjörg en viðurkenn- ir að með því hafi hún komið sjálfri sér nokkuð á óvart. „Ég bar mig ná- kvæmlega eins að og þegar mað- ur skiptir um dekk á fólksbfl. Það Sigurbjörg Ólafs- dóttir er ein fárra kvenna sem hafa það að atvinnu að keyra vörubil. bara gekk upp. Ég bjóst aldrei við að geta gert þetta ein," segir Sigurbjörg hreykin en á meðan á dekkjaskipt- unum stóð stoppaði maður og bauð fram aðstoð sína. Sigurbjörg var fljót til svars og sagði: „Lít ég út fýrir að þurfa hjálp?" Hún segir kímin að vesalings maðurinn hafi örugglega bara stoppað vegna mittisbuxnanna og g-strengsins sem blasti við vegfar- endum á meðan á aðgerðinni stóð. Vilja stofna stelpuklúbb Spurð um samstarfið við hitt kyn- ið í vinnunni segir hún það afar gott þrátt fyrir að strákarnir stríði stelp- unum svolítið. „Þeir stríða okkur á því að þurfa að stoppa úti um allt til að fara á klósettið á meðan þeir stökkva bara út í móa þegar þeim er mál. Einnig ef það kemur fyrir að við bökkum vitlaust eða gerum eitthvað ekki alveg rétt. Þá hrista þeir haus- inn og segja: Guð minn góður, þetta kvenfólk!" Sigurbjörg segir að aðr- ir starfsmenn hafi gert að því mik- ið grín um daginn þegar tvær þeirra voru veikar á sama tíma. „Það var mikið talað um að helmingur kvenn- anna væri veikur. Það hljómaði ekk- ert svakalega vel þótt það hafi verið satt." Hún segir að þær stöllur hafi mik- inn áhuga á að stofna stelpuklúbb, fyrir stelpur sem vinna í þessum geira. „Ég vil hvetja allar stelpur sem vinna í þessum bransa til að gefa sig fram. Hugmyndin er að senda tölvu- póst til sem flestra og reyna þannig að láta skilaboðin ganga. Okkur langar að hittast og gera eitthvað saman. Til dæmis taka alvöru stelpudekur, fara saman í Bláa lónið og fleira í þeim dúr. Svo hefur líka komið upp sú hugmynd að fara utan á bflasýningu, svona eins og strákarnir gera stund- um," segir Sigurbjörg að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.