Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Valdimar Birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oll viðtöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAIVDKORIV ■ Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, er athafna- maður fram í fmgurgóma eins og sjá má af metupp- byggingu sveitar- félagsins. Hann upp- lýsir í samtali við Moggann að byggingar í Kópavogi séu af háum gæðum vegna þess að verktakar séu útvaldir. „Við höfum reynt að velja menn sem eru í lagi þannig að það hefur ekki verið mikið um kvartan- ir vegna galla," segir Gunnar. Þar ber væntanlega hæst félaga Gunnars hjá BYGG, þá Gylfa Ómar Héðinsson og Gunn- ar Þorláksson, sem hafa byggt upp stóran hluta af Kópavogi. „Ef það eru einhverjir svona skúrkar hjá okkur er þeim ekki úthlutað íóðum hér," sagði bæj- arstjórinn einnig en það bendir til þess að lóðamálum sé vel komið í Kópavogi. ■ Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, stað- festir í forsíðuviðtali við ísafold að hann hafi boðið Randver «^0^0105^™, brottrekn- um Spaug- stofumanni, að gerast gestaleikari. Hann segir að Randver ætti sem for- maður Leik- arafélagsins að gleðjast yfir að hafa rýmt fyr- ir öðrum leikurum með því að hafa yflrgefið Spaugstofuna því nú fái fleiri leikarar tækifæri. ■ f viðtalinu gerir Þórhallur Gunnarsson af einlægni upp erfiða lífsreynslu sína þeg- ar hann aðeins 19 ára að aldri lenti í umferðarslysi þar sem fimm ára barn lét lífið. Hann segir að ekki líði sá dagur í lífi sínu að hann hugsi ekki um þann atburð sem hafi að mörgu leyti mótað hann. En hann lýsir einnig þeirri gleðilegu lífs- reynslu að hafa náð að stöðva mann í að fremja sjálfsmorð. ■ Sú umdeilda barnabók Negrastrákarnir er að slá sölu- met en hún trónir nú í efsta sæti á lista Ey- mundsson ogýtti sjálfri Biblíunni, annarri umdeildri bók, úr toppsætinu. fvar Giss- urarson, annar eigenda bókaútgáfunn- ar Skruddu, kveðst í samtali við dv.is vera óskaplega ánægður með þær viðtökur en útlit er fyr- ir að um 3.000 eintök klárist nú í þessari viku. ■ Heimiii hins umdeilda Pauls Aðalsteinssonar f Bretlandi er ekki á neinum slorstað. Hann leigir íbúð í Chelsea í grennd við sportbátahöfn. Mánaðar- leigan er um 400 þúsund krón- ur. í þessu sama hverfi rekur ís- lenski kaupsýslumaðurinn Gísli Örn Lárusson heilsuræktarstöð og gerir það að sögn gott. Ekki er um að ræða neina tengingu milli þeirra tveggja. i Nornaveiðar LEIÐARI REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRISKRIFAR. Islenskt samfélag einkennist um sumt af tvískinnungi og afneitun þess að við erum hluti af stærri heimsmynd. Rit- stjórar og útgefendur biaða og tímarita eru hundeltir af lögreglu fyrir það eitt að birta myndir eða texta sem vísar til áfengis. Lögreglan er á útopnu að fletta íslenskum blöðum til að finna auglýsingatengt efni þar sem fjallað er um áfengi. Og fólk er dregið fyrir dómstóla í þvi skyni að koma á refsingu. Nornaveiðarnar eru rökstuddar með því að íslensk lög kveða á um að einungis sumir megi auglýsa áfengi en aðrir ekki. Tvískinnungur yflrvalda í þessu máli er algjör. Tímarit á borð við Vanity Fair og Esquire mega auglýsa áfengi af öllum styrk- leika eins og þeim sýnist en Vikan, ísafold og Gestgjafinn mega það ekki án þess að forráðamenn blaðanna verði dregnir fyrir dómstóla. DV og Mogginn mega ekki það sem New York Times ieyflst. Öll þessi blöð eru til sölu á íslandi. Allir sjá skekkjuna í þessu máli nema Lýðheilsustofnun, sem staðið hefur að raðkærum í slíkum málum, og lögreglan sem eyðir orku sinni og tíma í að rannsaka ruglið. Klárlega er ver- ið að brjóta gegn íslenskum fjölmiðlum í þessum málum. Lög mega aldrei vera slík rökleysa að sambærilegum miðlum sé mismunað eftir því á hvaða tungumáli þeir eru. Ef fullkomið Tvískinntuif’itryJirvíiUla íþessu nuíli eralgjör. TUBOjlBORG I réttlæti á að nást í auglýsingabanninu verður að banna inn- flutning erlendra tímarita og dagblaða sem auglýsa áfengi eða tóbak. Landamæralögreglan á Keflavíkurflugvelli verður að koma sér upp sérsveit með skæri sem fer yfir það lesefni sem ferðamenn bera með sér inn í landið og klippir út áfengisaug- lýsingar. Ef hins vegar iögum verður breytt í þá átt að allir verði jafnir mun létta mjög á starfl lögreglunnar og réttlætið ná yf- irhöndinni. Það er fagnaðarefni að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað að hann hyggist beita sér fyrir breytingum á lögleysunni. En þangað til af því verður munu nornaveiðarnar halda áfram. SKRIÐDREKAR 0G KLÁM Víð íslendingar erum loksins herlaus þjóð og að mestu laus við vopnakapphlaup og þá spennu sem því fylgir. Sú var tíðin að við gengum okkur upp að hnjám í Keflavíkurgöngu til að mót- mæla veru Kanans sem þó gerði Suðurnesjamenn ríka. Svarthöfði er einn þeirra sem fengu sér göngutúr frá Hafnarfirði að herstöðinni rek- inn áfram af eldmóði þess sem vill að hernaði og öðru ofbeldi linni. „lsland úr Nató og herinn burt," söng Svarthöfði við raust ásamt Birnu Þórðardóttur og öðrum rétthugsandi einstaklingum. Það verður þó að viðurkennast að hin síðari ár gekk hann ekki alla leið frá Hafnarfirði heldur ók að Grinda- víkurafleggjaranum og gekk þaðan. Svo hrundi þessi félagsskapur til grunna þegar Kaninn fór sjálfvilj- ugur úr landi. Því var líka mótmælt af krafti því dvöl amerísku her- mannanna skilaði helling af pen- ingum í kassann hjá Keflvíkingum og öðrum. Svarthöfði íhugaði þá að fara í göngu til að mót- mæla en nennti því ekki. Aðild okkar Is- lendinga að innrásinni í irak varð kveikjan að nýju hugsjónabáli. Það var vissulega skítt að hafa her í okkar ástkæra landi en það var margfalt verra að búa í landi sem var aðili að innrás. Og Svart- höfði mótmælti ákaflega en þó ekki á götum úti heldur heima í stofu þar sem hann benti fingri á Davíð Oddsson á sjónvarpsskjánum og skammaðist. Aseinasta ári hafði ver- ið nokkur lognmolla hvað varðar efni til að mótmæla. Kaninn var farinn og einhverjir höfðu beðist afsökunar á innrásinni í írak. Þá hljóp skyndilega á snærið þegar spurðist út að klámráð- stefna ætti að verða á Hótel Sögu. Bæði hernaðarandstæðingar og hernaðarsinnar sameinuðust í mótmælabylgju gegn því að klám- kóngar saurguðu landið með spjalli sínu um hvers kyns iðnað tengdan kynlífi án þess að tveir óháðir aðil- ar kæmu þar nærri. Það varð úr að hótelið bannaði kynlífsfólkinu að koma og greiddi frek- ar skaðabætur en að láta saurga Bændahöllina. Síðan hefur eigin- lega ekkert tilefni orðið til almenni- legra mótmæla. Að vísu stendur þessa dagana yfir ráð- stefna vopnasala á hóteli í Reykja- vík en það nenntu ekki nema þrír að mótmæla. Inni í ráðstefnu- salnum mátti heyra spjall manna í hléi: „Ég seldi fimm flugskeyti í morgun," sagði annar og hinn bætti um betur. „Ég náði að koma út 11 skriðdrekum og nokkrum jarðsprengjum." Svarthöfði íhugaði að verða fjórði mótmælandinn en lét sér nægja að tuða með sjálf- um sér um drápstól. Svo komst hann að þeirri nið- urstöðu að vopnaviðskipti væru fullkomlega eðlileg í heimi þar sem alltaf verða styrjaldir. Það er engin ástæða til að mótmæla snjókomunni. SVARTHÖFÐI „Ég er þaö allavega ekki og fylgist yfirleitt ekki mikið með verðlagi og sllku. Ég get bara svarað fyrir sjálfan mig og veit því ekki með aðra Islendinga." Jóhann Schram, 18 ára, nemi „Ég held að neytendur mættu fylgjast betur með verðlagi á vörum. Ég fylgist til dæmis ekkert sérstaklega vel með og gæti veriö meira vakandi." Fatimr, 28 ára, garðyrkjumaður „Ég myndi segja að fólk mætti vera meira á verði. Ég fylgist til dæmis mjög vel meö þvi mér finnst það skipta miklu máli." Aslaug Svavarsdóttir, 59 ára, matráðskona „Ég held að fólk gæti verið meira vakandi heldur en það er. Ég reyni að fylgjast með verði og kjörum eins vel og ég get en það er bara aldrei nóg." Ingibjörg Egilsdóttir, 64 ára, húsmóðir DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR ERIJ NEYTENDUR NÓGIJ VEL VAKANDI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.