Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 17 Haukar unnu HK 26-23 á heimavelli sínum í Nl-deild karla í handbolta í gær. Haukar höföu yfirhöndina allan leikinn en hleyptu HK óþarflega mikið inn í leikinn undir lokin. 9 Haukar fengu HK í heimsókn á Ásvelli í Hafnarfirði í gær. Fyrir leik- inn voru liðin jöfn að stigum. Haukar fóru hins vegar með sigur af hólmi, 26-23, og lyftu sér upp í annað sætið í deildinni. Vörn Hauka lagði grunn- inn að sigrinum en markvarsla HK varð þeim að falli. HK skoraði fyrsta markið í leikn- um og það var í eina skiptið sem HK komst yfir. Við það settu Haukar í gírinn og náðu undirtökunum í leiknum. Vörn Hauka var firnasterk á meðan allt lak framhjá vörn HK og markverði liðsins. Egidjus Petckevicius, markvörð- ur HK, sem að öllu jöfnu er traustur á milli stanganna, átti slæman dag í gær. Hann lék í marki HK fyrstu fjórtán mínútur leiksins, varði ekki eitt einasta skot og var skipt af velli. Honum til varnar stóð vörn HK sig ekki í stykkinu. Staðan í hálfleik var 16-14 fyr- ir Hauka. Markverðir HK vörðu að- eins tvö skot í fyrri hálfleik og nánast með ólíkindum að HK var enn inni í leiknum. HK breytti um varnarað- ferð um miðjan fyrri hálfleik, mætti skyttum Hauka framar og Haukar virtust ekki ráða við það. Haukar byrjuðu síðari hálfleik- inn hins vegar mun betur og skor- uðu fimm fyrstu mörkin. Allt stefndi í öruggan sigur Hauka en klaufaleg- ur sóknarleikur Hauka um miðjan síðari hálfleik varð þess valdandi að HIC sá enn til sólar. HK skoraði fyrsta markið sitt í síðari hálfleik eftir tíu mínútna leik og það var varnarleikur Ifauka sem kom í veg fyrir að HK næði að ógna Haukum. Haukar voru sjálfum sér verstir því á sama tíma og vörn þeirra spilaði vel vantaði drápseðl- ið í sóknarleikinn til að gera út um vonir IIK. HK eygði von þegar skammt var til leiksloka. HK náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um rúm mínúta var eftir af leiknum en mark frá Þresti Þráinssyni gerði út um þær vonir og það voru að lokum Haukar sem fögnuðu sigri, 26-23. Freyr Brynjarsson átti góðan leik fyrir Hauka og skoraði tíu mörk, í öllum regnbogans litum. Þá átti Magnús Sigmundsson markvörður ágæta innkomu af bekknum, hann varði ellefu skot, þar af nokkur mik- ilvæg á lokakaflanum. Hrikalega góð vörn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með varnarleik síns liðs. Hann sagði þó að það hefði verið algjör óþarfi að gera leikinn örlítið spennandi undir lokin. „Þetta var bara fáránlegt. Við spiluðum alveg hrikalega góða vörn í leiknum. Við vorum bara tveimur mörkum yfir í hálfleik og það er bara því um að kenna að okkur vantaði aðeins meiri markvörslu og áttum ekki að kasta boltanum svona frá okkur sóknarlega. Varnarleikurinn var ótrúlega góður allan leikinn og Maggi kom sterkur inn í markið. Við þurfum samt sem áður að bæta leik okkar. Þegar þeir fóru í framliggjandi vörn, urðum við að leysa það betur. Það var hálfgert stjórnleysi. Menn verða að halda haus því við vorum með góða forystu. En ótrúlega góður sig- ur. HK er með gríðarlega sterkt lið og ég verð að hrósa mínum mönn- um fyrir góða baráttu," sagði Aron. Aron var ánægður með Frey Brynjarsson, sem skoraði tíu mörk í leiknum. „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur spilað mjög vel fyrir okkur í vetur, er í toppformi, með sjálfstraustið í botni og Freyr er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið." Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var aftur á móti ósátt- ur við leik sinna manna. „Þetta var skelfilegur leikur af okkar hálfu. Við náðum okkur engan veginn á strik og það var eins og vantaði hungrið og viljann. Það var mikið undir, við gátum komist á toppinn og ég hélt að menn væru tilbúnir í það skref, en miðað við þetta eigum við ennþá töluvert í land," sagði Gunnar. „Við fengum endalaus tækifæri til að komast inn í leikinn en klúðr- uðum þeim öllum. Hornamennirn- ir náðu sér ekki á strik í leiknum, við gerðum fullt af mistökum og tókum vandræðaleg skot fyrir utan líka. Sóknarlega vorum við út úr korti, en hrós til Haukanna að þeir spil- uðu vel og voru sterkari aðilinn í dag," sagði Gunnar. DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON blaðamadur skrifar: dagur@dv.is David Trezeguet gerði þrennu á 19 mínútum fyrir Juventus og AC-Milan sýndi loks hvað i þvi býr: ROMA VANN GRANNASLAGINN Róma sigraði Lazio 3-2 í hörku- leik á Ólympíuleikvangngum í Róm. Milan vaknaði af værum blundi gegn Sampdoria og vann 0-5 á úti- velli og David Trezeguet skoraði þrennu á 19. mínútum fyrir Juventus gegn Empoli. Það er gjarnan hart barist í grannaslag Roma og Lazio. Leik- urinn bauð upp á allt sem prýðir góðan fótbolta. Eftir að Rocci hafði komið Lazio yfir eftir ellefu mínút- ur svöruðu Roma-menn með þrem- ur mörkum. Vucinic skoraði tvíveg- is og Mancini einu sinni áður en Lazio-menn minnkuðu muninn á 69. mínútu með marki frá Christian Ledesma úr aukaspyrnu. Síðustu mínúturnar pressuðu Lazio-menn stíft án þess að ná að jafna og Roma-menn fögnuðu líkt og óðir væru í leikslok. Juventus-menn mættu sterk- ir til leiks gegn Empoli eftir að hafa verið rændir stigi gegn Napoli um liðna helgi vegna slakrar dómgæslu. Þrenna frá David Trezeguet á 19 mínútum tryggði þeim öruggan sig- ur. Það tók Juventus 51 mínútu að komast á blað með marki frá frakk- anum hávaxna en hann skoraði af vítapunktinum, með skalla og úr frákasti, dæmigerð mörk frá sóknar- manni í hæsta gæðaflokki. Milan-menn sýndu loks mátt sinn og megin gegn Sampdoria. Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Kaka skoraði fyrsta markið í upphafi síð- ari hálfleiks og við það opnuðust allar flóðgáttir. Gillardino skoraði tvívegis áður en Gourcuff og Christi- ano Brocci bættu við tveimur mörk- um. Inter sigraði Genoa örugglega 4-1 á San Siro. Walter Samuel og Zlatan Ibrahimovic voru hvíldir í leiknum en það breytti engu. Cordoba skor- aði fyrsta markið í fyrri hálfleik. Eft- ir það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Inter- menn hreinlega léku sér að Genóa í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur. Emil Hallfreðsson og félagar í Reggina töpuðu illa á heimavelli 1-3 fyrir Livorno. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina en var skipt af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks. vidar@dv.is Tommaso Rocci Skoraði fyrir Lazio en það dugði ekki í grannaslagnum við Roma. N1-DEILD KARLA ÍBV - Akureyri 26-35 Haukar- Liö HK L U J T 26-23 M St 1. Stjarnan 7 5 1 1 209:190 11 2. Haukar 7 5 1 1 202:176 11 3.HK 7 4 1 2 194:176 9 4. Fram 7 4 1 2 199:186 9 S.Valur 7 3 1 3 175:166 7 6. UMFA 7 2 1 4 181:190 5 7. Akureyri 7 2 0 5 188:199 4 8. ÍBV 7 0 0 7 183:248 0 N1 - DEILD KVENNA Valur-Haukar Grótta - Stjarnan 26-25 20-22 LiS 1. Stjarnan 2. Fram 3. Valur 4. Grótta 5. Flaukar 6. HK 7. Fylkir 8. FH 9. Akureyri U J T M 183:118 183:139 192:136 172:152 189:165 158:184 115:148 124:178 105:201 SPÆNSKA DEILDIN RECREATIVO-RACING 2-0 BETIS-OSASUNA 0-3 LACORUNA-MALLORCA 1-1 GETAFE-A.BILBAO 2-0 VILLARREAL-LEVANTE 3-0 VALENCIA-R.MADRID 5-1 A.MADRID-SEVILLA leikekki lokið þegar DV fór í prentun. Liö L U J T M St 1.R.Madrid 10 8 1 1 25:7 25 2. Villarreal 10 7 0 3 18:13 21 3. Barcelona 9 6 2 1 19:7 20 4.Valencia 10 6 0 4 15:19 18 5. A.Madrid 9 5 2 2 16:7 17 6. Espanyol 9 5 2 2 14:11 17 7. Zaragoza 10 5 2 3 16:14 17 8. Mallorca 10 4 4 2 18:13 16 9. Racing 10 4 4 2 8:8 16 10. Sevilla 8 4 0 4 16:10 12 ENSKIDEILDARBIKARINN CHELSEA-LEICESTER 4-3 LUTON-EVERTON 0-0 PORTSMOU-BLACKBURN 1-2 SHEFF.UTD.-ARSENAL 0-3 BOLTON-MAN.CITY 0-1 LIVERPOOL-CARDIFF 2-1 TOTTENHAM-BLACKPOOL 2-0 ICELAND EXPRESS DEILD KVENNA Keflavík-Grindavík 107-71 US L U T 1. Haukar 4 4 0 2. Keflavík 3 3 0 3. Grindavík 4 3 1 4. KR 3 2 1 5. Hamar 3 0 3 6. Fjölnir 4 0 4 7. Valur 3 0 3 STIG St 328:280 8 292:184 6 329:277 6 245:205 4 201:263 0 245:330 0 181:282 0 Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræðinga. Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnarfrá upphafi til dagsinsidag. Tvíeykið, Heimir Karlsson og Guðni Bergsson, standa vaktina Farið yfir öll mörkin i leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.