Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Sport Rf&TINN O'Neill var næstum tekinn við Leeds Peter Ridsdale, fyrrverandi stjórnarfor- maður Leeds, er að gefa út bók sem heitir United we fall og þar kemur fram að Martin O'Neill hafi verið hársbreidd frá því að taka við liðinu. Að sögn Ridsdales hafði O'Neill samþykkt að koma til Leeds ( janúar 2003 en þá var hann stjóri Glasgow Celtic. Hann átti að fá tvaer milljónir punda (árslaun og koma Leeds aftur í haestu haeðir.„Viðraeður fóru fram í gegnum síma og við komum á leynilegum fundi heima hjá mér. Martin kom og raeddi s(na skilmála og loksins var ég að fá mann sem ég vildi. Ég var búinn að eltast lengi við Martin. Ég gat ekki beðið eftir að tilkynna þetta," segir Ridsdale (bókinni. Skömmu sfðar var honum hins vegar bolað frá Leeds og Martin O'Neill kom aldrei. Carvalho ekki til Juve Ricardo Carvalho, leikmaður Chelsea, hefur ákveðið að fara ekki til ftalíu og ganga til liös við Juventus. Juventus er að leita að miðverði og Alessio Secco, yfirmaður knattspyrnumála Juve, hélt f sfðustu viku fjölmarga fundi með Chelsea til að reyna að semja um kaupverð.„Ég er með samning við Chelsea og ég er ekki að fara neitt," sagði hinn 29 ára Portúgali. Getgátur vom uppi um að Carvalho hefði óskað eftir að vera settur á sölulista eftir brotthvarf Joses Mourinho en Carvalho þvertekur fyrir það.„Það skiþtir ekki máli hverstjórinn er. Ég er með samning hér og þó að Mourinho sé farinn er ég atvinnumaður og ég legg mig allan fram fyrir Chelsea inni á vellinum." Kewell er eins og nýr leikmaður Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefurtrú á því að endurkoma Harrys Kewell sé eins og að fá « nýjan leikmann. | Kewell erallur að koma til eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Hann Iék45 mínúturf varaliðsleikl síðustu viku og Benitez hefur ekki missttrúna á Ástralanum.„Hann lék vel fyrir varaliðið og skoraði gott mark. Hann hefur ekki misst sjálfstraustið og vill fá að spila nokkra leiki (röð. Hann æfir vel, leggur sig fram og ég er virkilega ánægður með hans framlag. Ég er ánægður að hann sé kominn til baka þvf hann hefur verið svo lengi frá. Hann hefur allan pakkann, hraða, leikni og getur leyst margar stöður. Það mættijafnvel segja að við séum að fá nýjan leikmann." Taylor tilbúinn að berjast Varnarmaður Newcastle, Steven Taylor, lætur ekki deigan s(ga þrátt fyrir að vera orðinn varamaður í liöinu. Hinn 21 árs miðvöröur hefur ekki spilað eftir sæma frammistöðu gegn Manchester City í lok september.„Ég er stór strákur og ef stjórinn segir eitthvað get ég höndlað það. Þetta er allt hluti af þvf að vera (fótbolta. Stjórinn velur það lið sem honum finnst best og ég virði hans ákvörðun. Ég er viss um að verri hlutir en þetta eiga eftir að koma fyrir mig s(ð- ar á ferlinum. Ég elska Newcastle, hér ólst ég upp og hér á ég heima. Eina sem ég vil er að komast aftur (liðið og ég er tilbúinn (þann slag." Chelsea lenti í miklum erfiðleikum með Leicester sem leikur í deild fyrir neðan Chelsea. Andryi Shevchenko var hetja liðsins en hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins. Engin óvænt úrslit urðu að þessu sinni. Robbie Fowler sneri aftur á Anfield með Cardiff og Arsenal átti ekki í vandræðum með Sheffield United. SHEVCHENKO BJARGAÐI CHELSEAFYRIRHORN VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamadur skrifar: vidar@dv.is I Andriy Shevchenko var hetja Chelsea þegar liðið lagði Leicester 4-3 á Stanford Bridge. Hann skoraði tvö mörk með skömmu millibili und- ir lokin og tryggði sigurinn. Chelsea lenti undir snemma leiks þegar Gar- eth McCauley skoraði fyrir Leicest- er en Frank Lampard kom Chelsea yfir með tveimur mörkum. Gestirnir neituðu að gefast upp og skoruðu tvö mörk í röð og komust aftur yfir, 3-2. Það er ekki oft sem Shevchenko hefur verið hetja Chelsea síðan hann kom frá AC Milan fyrir mikla peninga. En hann var það svo sannarlega í gær. Hann skoraði tvö mörk undir lokin og tryggði Chelsea sigur. Gamla goðið Robbie Fowler sneri aftur á Anfield í búningi Cardiff City. Hann lék með Jimmy Floyd Hass- elbank í sókninni en Liverpool var einfaldlega betra og vann 2-1 sigur. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, gerði þó nokkrar breytingar á sínu liði en hélt þeim Steven Gerrard og Jamie Carragher í liðinu. Fyrri hálfleikur var markalaus en Nabil E1 Zhar skoraði fyrsta mark leiksins en gestirnir náðu að jafna með marki Darren Purse. Skömmu síðar kom Gerrard sínum mönnum til bjargar og skoraði sigur- mark leiksins. Mörk frá Robbie Keane og Pascal Chimbonda tryggðu Tottenham sig- ur á Blackpool. Þetta var fyrsti sig- ur Tottenham undir stjórn Juandes Ramos sem tókvið liðinu ekki alls fyr- ir löngu. Keane skoraði eftir 18. mín- úma leik eftir sendingu Dimitar Berb- atov. Blackpool sótti í sig veðrið og var nokkrum sinnum nálægt því að jafna en Chimbonda tryggði Tottenham sigurinn eftir hornspyrnu Steed Mal- branque. Everton lenti í hremmingum Arsenal fór létt með Sheffield Un- ited og sigraði 0-3. Eduardo da Silva var hetja Arsenal-manna en hann skorði tvívegis og stóð sig vel í leikn- um. Hann skoraði fyrst í upphafi leiks, bætti öðru marld við í byrjun síðari hálfleiks áður en Denilson skoraði þriðja markið. Sigurinn hefði getað verið stærri en Arsene Wenger gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu en það breytti engu og sigur þeirra var aldrei í hættu. Klassamunur var á lið- unum frá upphafi. Manchester City var greinilega búið að jafna sig eftir að hafa tapað 6-0 gegn Chelsea um síðustu helgi. Sven Göran Eriksson hvíldi fáa leik- menn og þeir þökkuðu honum traust- ið og unnu Bolton 1-0. Elano skor- aði sigurmarkið úr víti skömmu fyrir leikslok.Blackburn sló út Portsmouth með góðum sigri á Fratton Park, 1-2. Blackburn Benni McCarthy kom Blackburn yfir snemma leiks. Morten Gamst Pedersen tryggði sigurinn 13 mínút- um fyrir leikslok. Þó Kanu hafi náð að minnka muninn undir lok leiks- ins var það of seint í rassinn gripið og Blackburn komst áfram í 8-liða úr- slit. Everton lenti í vandræðum gegn Luton Town á útivelli. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en Tim Ca- hill Ástralinn knái skoraði sigurmark- ið í framlengingu og tryggði Everton áfram eftir mikinn baráttuleik. Real Madrid hreinlega niðurlægði Valencia á heimavelli þess: REAL SÝNDIMÁTT SINN OG MEGIN Real Madrid ætlar greinilega að verja spænska meistaratitilinn með kjafti og klóm. f stórleik spænsku deildarinnar vann Real lið Valencia 5-1 á útivelli og hefði sigurinn hæg- lega getað verið stærri. Real-menn hreinlega óðu í færum, sérstaklega í fyrri hálfleik og það hefði ekki komið á óvart hefði liðið skorað 10 mörk. Það hreinlega niðurlægði Valencia á sínum eigin heimavelli. Raúl skoraði strax í fyrstu sókn Real Madrid þegar aðeins 40 sekúnd- ur voru liðnar af leiknum, Ruud van Nistelrooy bætti öðru marki við. Sergio Ramos skoraði þriðja markið með frábæru skoti og van Nistelrooy bætti því fjórða við og þannig var staðan í hálfleik. Migu- el Angulo minnkaði muninn í sfðari hálfleik en mótspyrna Valencia var skammvinn. Robinho bætti fimmta markinu við þegar hálftími var eft- ir og eins og það hafi ekki verið nóg missti Valencia Raúl Albiol af velli þegar skammt var eftir. Hann reif þá í Robinho sem var við það að sieppa í gegn. Real-liðið spilaði ótrúlegan fót- bolta í þessum leik þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið lék eins og sá sem valdið hafði og ljóst að Bernd Schuster, þjálfari liösins, er að gera eitthvað rétt. Ronald Koeman var kynntur fyrir leikinn sem nýr þjálf- ari Valencia og ljóst að hann á ærið verkefni fyrir höndum. f öðrum leikjum gærkvöldsins á Spáni vann Villarreal lið Levante 3-0 sem stefnir hraðbyri niður í aðra deildina. Guille Franco skor- aði fyrsta markið, ungstirnið Giu- seppe Rossi bætti við öðru marki úr vítaspyrnu og Pasqual Cygan tryggði sigurinn. Almeria og Zara- goza gerðu markalaust jafntefli sem og Recreativo og Racing. Osasuna vann Betis 3-0 á útivelli og komst af fallsvæðinu, Getafe vann Bilbao 2- 0, og Deportivo og Mallorca gerðu 1-1 jafntefli. f kvöld er síðan einn leikur á dagskrá, Barcelona mæt- ir Valladolid á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í síðasta leik liðsins og hefur verið að færast nær byrjunarliðinu eftir fá tækifæri framan af vegna meiðsla. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.