Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Slöast en ekki slst DV ástæður til aðfagna vetri 1JÖKLAFERÐII: Tími jeppaáhuga- manna er kominn. Þeir eru eflaust famir að iða í skinninu, búnir að taka upp jeppaút- búnaðinn og farnir að væla í konunum um hvenær þeir megi fara í sína fyrstu ferð. Það vant- ar þó smá upp á snjóinn en í ár á að vera harður vetur svo ekki örvænta, bara bíða örlítið lengur. Meiri tími til að vera viss um að þú eigir allt tjl alls. Ef ekki getur þú gert viðeigandi ráðstafanir. 2VETRARFÖTIN Nú er ástæða til að draga ff am stóru, flottu, dýru úlpuna sína sem hefur ver- ið óhreyfð í nokkra mán- uði. Miðað við kuldann síðustu daga ertilvalið að sækja lopa- peysuna sína líka og klæðast innan undir. Ef þú hefur ekkert að gera um helgina er góð hugmynd til að fara í gegn- um allt vetrardótið, sjá hvað vantar og gera góð kaup í útivistarversl- unum landsins. Það er gott að vera við öllu búinn. 3JÓLIN Þú getur farið að taka upp jólaskrautið strax og farið að hengja upp. Til hvers að bíða fram að aðvent- unni með að « skreyta? Þegar jólalögin eru farin að heyr- ast í útvarpinu á þér eftir að finnast þú vera langt á eftir öll- um hinum að komast í jólaskapið. Það er heldur ekki seinna vænna að fara í Ikea og ná sér í nýjasta jólaskrautið áður en það selst upp. RÓMANTfK Myrkrið, kuldinn og kertaljósið eru uppskrift að , rómantík. Á þessum tíma er ennþá meiri sjarmi yfirSwiss Miss-dollunni og kexinu sem er búið að vera inni í skáp síðan í vor. Farðu í langan göngutúr með hundinn svo þér verði svolítið kalt þannig að þú hlakkar rosalega til að koma heim. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengiiegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði PENINGARNIR DRÍFAMIGÁFRAM En Slobodan Milosevic? „Milosevic var misskilinn. Hann var virkilega heiðarlegur maður sem heiðraði konu sína og hafði góðar hugsjónir fyrir þjóð sfna. Hann stal aldrei neinu og hélt aldrei framhjá konu sinni. Hans eini veikleiki var viskí, viskí og viskí." Hver er þín ánægjulegasta minning? „Þegar bömin mín fæddust. Mér tókst þá að minnsta kosti að gera eitthvað rétt. Einnig var mjög gaman þegar ég MAÐUR DAGSINS fékk íslenska kennitölu og banka- reikning í Vestmannaeyjum. Ég borga þar minni skatta og það gleður mig mjög." Hvað er fram undan hjá þér? „Ég trúi því að það taki 4 mínútur að deyja með því að halda niðri í sér andanum. Ég ætla hins vegar ekki að halda niðri í mér andanum." Giovanni de Stefano hefur verið í fréttum fyrir að taka að sér vörn lans Strachan, hálfíslenska mannsins sem sakaður er um fjárkúgun í Bretlandi. Hver er maðurinn? „Ég er enn að reyna að komast að því hver f ósköpunum ég er. Um leið og ég finn það út skal ég láta vita." Hvað drífur þig áfram? „Peningar. Þeir drífa mig fyrst og fremst áfram. Þar á eftir er það loftið sem ég anda að mér." Hver eru þín áhugmál? „Fyrir utan peninga hef ég mjög gam- an af tónlist. Ég hef samið mikið af tónlist og spila sjálfur á píanó og gítar. Mest er ég þó í því að semja tónlist og hef virkilega gaman af því." Af hverju ákvaðst þú að verða lögfræðingur? „Þegar ég var 15 ára samdi ég virkilegan smell sem sló í gegn á ítalíu. Úgefendurnir stálu höfundar- réttinum af mér og þá uppgötvaði ég að eina vitið væri að gerast lögmaður. Skömmu síðar spurði mamma mig að því hvort ég hefði stolið smáköku. Þá svaraði ég að bragði: „Not guilty."" Af hvaða máli ertu stoltastur? „Þegar ég varði son minn gegn ákæru um að hafa ekið drukkinn. Þrátt fyrir að hafa tapað málinu var ég mjög stoltur af vörninni." Hvernig væri þitt draumamál í framtíðinni? „Helst myndi ég vilja fá að verja ann- aðhvort Mussolini eða Satan sjálfan." Hvað fær þig til þess verja vafasama menn? „Ég held að það sé í grunninn af ótta við að enda sjálfur í sporum viðkom- andi. Ég veit vel að það er ekki hægt að sigra allt í þessum heimi en mér finnst mikilvægt að reyna og gera ávallt mitt besta. f tilvikum Husseins og Milosevics tókst mér nú ekki nógu vel upp, eða hvað?" Hvernig persóna var Saddam Hussein? „Hann var virkilega fi'nn náungi og honum gleymi ég seint. Ég gleymi því aldrei þegar hann sagði við mig: „Það er auðveldara að drepa mann með brosi heldur en byssu."" SAIVDKORN ■ Strákunum í morgunþætt- inum Capone á Reykjavík FM er ekkert heilagt. f gærmorg- un valtaði Búi yflr Sviðsljósið á mbl.is sem er í umsjá Ellýar Ármanns. Búi segir að þarna sé um að ræða verstu viðtöl fjölmiðla- sögunnar og versta netefni sem hægt sé að hugsa sér. Dæmi hver fyrir sig en á síðu Ellýar má finna ýmis viðtöl við fræga fólkið. í einu þeirra spáir spákonan Elízu söngkonu heimsfrægð. ■ Sóley Tómasdóttir varp- aði fram mjög svo góðri hug- mynd á heimasíðu í gær. Þar gagnrýnir hún fréttaflutning af viðskiptum í Kauphöll ísland. „Hvað hefur almenningur við þessa frétt að gera? Þeir sem virkilega þurfa á upplýsing- unum að halda hafa að þeim aðgengi allan sólarhringinn og bíða vart eftir tíufréttum til að taka ákvarðanir sem þeim tengjast." Sóley leggur til að tekið verði upp efni sem teng- ist megin- þorra lands- manna og fjallað um aðstöðu barnanna okkar. „Mæting í leikskóla borgarinnar var tæplega 6.000 börn í dag eða 94,2% skráðra. Starfs- mannavelta lækkaði um 0,4%, forföll starfsfólks námu 6,2% eða 112 og hlutfall afleysinga- fólks var 2,4% eða 43." ■ Grímur Atlason er miður sín þessa dagana en lús tók sér bólfestu í höfði bæjarstjór- ans. Grímur greinir frá því á heimasíðu sinni að þar hafi hún dvalið svo dögum skiptí eða þar til dóttir- in var farin að klóra sér helst til of mikið í höfðinu. Grímur tók upp kamb- inn og kom í ljós að hans haus hafði ekki sloppið undan gestinum óg- urlega. „Já, hann er lúsugur þessi bæjarstjóri," segir Grím- ur Atlason á heimasíðunni. Bolvíkingar hafa greinilega eignast víðsýnan bæjarstjóra því hann virðist vera einn af þeim sem hafa komist yfir lúsafordóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.