Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 Fréttir DV ítalski dulmálssérfræðingurinn Giancarlo Giannazza telur sig hafa fundið vísbendingar um að hinn heilaga kaleik Jesú Krists sé að finna á Kili í Hrunamannahreppi. Vísbend- ingarnar eru í verkum Leonardos da Vinci og Dantes. Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnaríj ar ðarkirkj u, telur mjög ólíklegt að hinn heilaga kaleik sé að finna á íslandi. ; Banaslysum fækkaði mikið Á nýliðnu ári létust fimmtán manns í jafnmörgum umferðar- slysum á Islandi eða rúmlega helmingi færri en árið á undan þegar þrjátíu og einn lést í um- ferðinni. Um var að ræða þrettán ökumenn bfla eða bifhjóla, einn farþega og einn gangandi veg- faranda. Að mati Umferðarstofu er markvissari vinnubrögðum og góðri samvinnu þeirra sem koma að umferðaröryggi að þakka þessi fækkun banaslysa. Sautján ára tekinn ölvaður Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hafði hendur í hári sautján ára ökumanns í fyrra- dag sem við nánari athugun reyndist drukkinn undir stýri. Var ungi drengurinn, sem er tiltölulega nýkominn með bflpróf, á leið um Miklubraut þegar lögreglan stöðvaði hann. Þá var karl á fertugsaldri tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en hann var stöðvaður á Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- dag og í fyrrinótt stöðvaði lög- reglan för tvítugs pilts í Breið- holti en hann hafði áður verið sviptur ökuleyfi. Fíkniefnamisferli á nýársdag Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í íbúð í Hafnar- firði í fyrradag en þeir eru grun- aðir um fikniefnamisferli. Þegar lögreglan knúði þar dyra stóð yfir gleðskapur í íbúðinni. Um leið og lögreglan kom var æduðum ftkniefnum hent út um glugga á húsinu. Innandyra fann lögregl- an þó meira af ætluðum fíkni- efnum. Annar hinna handteknu reyndist jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Nýir stjórar Framkvæmdastjóri vísinda- siðanefndar, ÓlöfYrr Atladóttir, hefur verið ráðin ferðamálastjóri til næstu fimm ára. Ólöf á að baki fjölbreytt nám í stjórnsýslu- og þróunarmálum, náttúruvísind- um og alþjóðamálum. Hún hefur auk þess reynslu á sviði ferða- þjónustu úr landvörslu og farar- stjórn. Þá hefur prófessor Guðni A. Jóhannesson verið ráðinn orku- málastjóri til næstu fimm ára en hann gegnir nú stöðu forstöðu- manns byggingartæknideildar konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi. Guðni hefur yfir- gripsmikla þekkingu á orku- og auðlindamálum og hefur frá ár- inu 1990 starfað sem prófessor með sérstaka áherslu á orkunýt- ingu húsa. LEITAAÐHINUM HEILAGA KALEIK EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladomodut skrifor „Þetta er mjög skemmtilegt og for- vimilegt hvernig þeir hafa fundið þetta út," segir Esther Guðjónsdóttir, fulltrúi í hreppsnefnd Hrunamanna- hrepps. Dulmálssérffæðingum hefur verið veitt leyfi til að grafa skurð á Kili í Hrunamannahreppi. Þá grunar að þar sé að finna kaleik Jesú Krists auk annarra dýrgripa musterisriddara. Staðurinn sem um ræðir er nálægt Kerlingarfjöllum. HreppstjómHruna- mannahrepps gaf samþykki sitt fyrir skurðinum sem verður tveggja metra djúpur og fimm metra langur. Sterkar vísbendingar Það er ítalsld dulmálsfræðingurinn Giancarlo Giannazza sem á upphafið að þessum fyrirhugaða greftri. Giann- azza hefúr meðal annars ritað bók um þessi mál sem á íslensku údeggst Verð- ir skilaboðanna. Þar útskýrir hann tíl- gátu sína og hvernig menn sem vom uppi á miðöldum gættu leyndarmáls- ins um hinn heilaga kaleik. Giann- azza ritar meðal annars að vísbend- ingar um staðsetningu kaleiksins sé að finna í ffesku Leonardos da Vinci, Síðustu kvöldmáltíðinni. Ef vel er að gáð sjást sömu mynstur í lands- laginu og á veggmyndinni. Þar að auki telur Giannazza að verk Dantes, Hinn guðdómlegi gleðileik- ur, sé flétta sem innihaldi vísbendingar, lýsingu á ferð sem hann fór til Is- lands árið 1319. I lok Hins guðdómlega gleði- leiks dregur Dante upp mynd af stað í gljúffum Jökulfalls nærri Kerl- ingarfjöllum. Mynd- in Vorið eftír Botticelli geymir einnig viðlíka Giannazza ftalski dulmálsfræð ingurinn Giancarlo Giannazza er væntanlegur hingað tillands (sumar. Tilgangurinn er að leita að hinum heil- aga kaleik Jesú Krists. ovMYHOcof nvin* vísbendingar og verk Leonardos da Vinci. Borað í sumar Þórarinn Þórarinsson arkitekt hef- ur haft milligöngu fyrir Giannazza hér á landi. Hann skrifaði bréf til hrepps- nefndarinnar fyrr í haust þar sem hann ritaði að sterkar vísbendingar væm fyrir hendi um að lausn þessarar gátu teygði anga sína alla leið til íslands. Hreppsnefndin gaf samþykld sitt fyrir skurð- inum þann 6. desember síðastíiðinn. Giannazza er búsettur á Italíu en hann mun koma til fslands í sumar og bora holuna til að sannreyna kenningu sína. „Þeir lofuðu að ganga vel frá svæðinu til að sem minnst raskyrði á náttúrunni. En við trúum þessu þangað til annað kemur í ljós; Það er engin ástæða tíl annars," segir Esther. I fomum íslenskum heimildum segir frá því að á Alþingi Islendinga árið 1217 hafi hátt í átta- tíu „Austmenn" verið í fylgd skálds- ins Snorra Sturlusonar. Leiddar hafa verið líkur að því að þarna hafi verið um að ræða hóp musterisriddara sem hvarf við Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands. Talið er að þeir hafi komið tíl íslands í þeim tilgangi að útbúa leyni- rými þar sem síðar var komið fyr- ir bókum og munum úr musterinu í Jerúsalem. Telur Giannazza að leyni- rýmið sé að finna á Kili. Mjög ólíklegt Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, segir að litíar lík- ur séu á að hinn heilaga kaleik sé að finna á Islandi. Þórhallur hefur hald- ið fjölda fyrirlestra um hinn heilaga kaleik. „Ég tel að litíar lflcur séu á því að þarna getí eitthvað fundist. Það er Ijóst að menn em tilbúnir að leggja mikið á sig tíl að sannreyna sínar kenningar," segir Þórhallur. Mikil leit heftír verið gerð að musterisriddur- unum sem hurfu við Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. Talið er að þeir Síðasta kvöldmáltíðin Mynstrunum í veggmyndinni Stðustu kvöldmáltíðinni svipar til lína (landslaginu á Kili ( Hrunamannahreppi. hafi haft á brott með sér umtalsvert magn af mjög verðmætum fjársjóði. Gerð hefur verið leit að hinum heilaga kaleik á mörgum stöðum í heiminum. „Það hafa verið nefhd- ir staðir á borð við klettakirkjurnar í Eþíópíu, að þar gæti fjársjóð must- erisriddaranna verið að finna. Þetta em miklar pælingar sem eru í gangi en ég tel að það séu litíar líkur á að menn finni eitthvað á þessum stað," segir Þórhallur. Á AÐ SETJA MÖRK Á ÞAÐ HVERSU LENGIFORSETIGETUR SETIÐ? MEÐ OG Á MÓTI STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, formaður vinstri grænna ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Óbreytt fyrirkomulag „ÞaÖ er mín skoöun að ég tel ekki ástæöu vera fyrir hendi aö breyta þessu fyrirkomulagi sem nú er til staöar. Þetta hefur ekki verið rœtt í mínum þingflokki en ég tel að mínir samflokksmenn séu á sömu skoöun. Ef þannig stendur á að menn séu farscelir í starfi og almenn sátt ríki meðal þjóðarinnar er engin ástceöa til að breyta bara breytinganna vegna. Það er kosið um þetta á jjögurra ára fresti og þaöfyrir- komulag hefurgengiö vel aö mínu mati. Þessu var breytt í Finnlandi á sínum tíma en þaö er töluveröur munur á for- setaembœttinu íFinnlandi og á íslandi. Forsetinn þar hefur meiri pólítísk völd ogforsetaembœttið þar er annars eðlis held- ur en embcettið sem forseti íslands gegnir. Því tel ég aö það sé ekki grundvöllur fyrir hendi til aö breyta þessu fyrirkomulagi." ■'g tel þetta komci vel til greina. Þetta var eitt afþví sem rœdclum ístjórnarskrárnefndinni ogég varfrekar hallur mdir þcm sjónarmið og tel aö það geti veriö ágcetl að hafa þaðfyrirkomulag. Þaö þekkist meðal annars íFinn- landi. Þctr gej'st forsetanum kosturá aö sitja í tvö sex '*W ar" kjörtímabil og það hefur reynst ágcetlega þar. Hann má ekki bjóða sigfram aftur nema einu sinni. Þessar liugmyndir ber ekki að setja í neitl sam- hengi við núverancliforseta eða þá staðreyncl að Vigclís sat með glœsibrag i sextcín ár. Þetta er spurning umfyrirkomulag og lagaumgjöröinci itm embœttið. Kostirnir eru þeirað þá liggur þella klártfyrir. Þá liggur þaðfyrirfyrirfram að sá sem býður sigfram getur leilcið eftir encl- itrkjöri einu sinni. Þá vita menn að það verður kosið að nýju. Ég tel þaðj'ullkomlega eðlilegl að þetta verði skoðað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.