Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 Fréttir DV meðal annars birt Haestu bæturnar Jón Péíursson nauðgan var i Kéraðsdómi Reykjavik- ur dæmdur til aö greiða fornarlambi sínu 1,5 milljónir króna en hann ógnaði henni meöal annars með burnníí 09 reyndi að l.æfa með kodda. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags íslands, er undrandi á dómi þar sem 365 miðlum var gert að greiða Magnúsi Ragnarssyni 1,5 milljónir króna vegna meiðyrða og efast um að dómurinn sé fordæmisgefandi. Þorbirni Broddasyni, prófessor við Háskóla íslands, blöskrar lágar bætur í kynferðisbrotamálum enn meira þegar þær eru bornar saman við bætur í meiðyrðamálum. Atli Gíslason, þingmaður og hæstaréttarlögmaður, furðar sig á þvi að bætur til fórnarlamba nauðgana séu lægri en þeirra sem eru móðgaðir. NAUÐGUN LÖGÐ AÐJÖFNUVIU MOÐGANIR ERLA HLYNSDÓTTIR bloöamaður skrifar: „Ég er undrandi á dómnum og tel hann ekki endurspegla nútíma- viðhorf'til tjáningarfrelsis. í hon- um segir meðal annars að tiltekin skrif séu móðgandi og er þar vís- að í lagaákvæði í hegningarlög- um sem bannar einfalda móðgun. Þetta lagaákvæði stendur tæpt og ætti að mínu viti að heyra sögunni til," segir Ama Schram, formað- ur Blaðamannafélags fslands um nýfallinn dóm þar sem 365 miðlar voru dæmdir til að greiða Magnúsi Ragnarssyni, fyrrverandi sjónvarps- stjóra SkjásEins, 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna meiðyrða. Sérlega hrottafengin árás Jón Pétursson er sá íslenski nauðgari sent, hæsta dóma hefur fengið, æn JárT'var tvisvar dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir nauðganir. Síð- asta fórnarlambi hans voru dæmd- ar 1,5 milljónir króna í miskabætur, sömu upphæð og Magnúsi Ragn- arssyni var dæmd. Árásin var að mati dómara „sérlega hrottafeng- in" og notaði Jón bæði kjötöxi og búrhníf til að ógna konunni. Hann hélt henni fanginni klukkustundum saman og reyndi nokkrum sinnum að kæfa hana með kodda. Atli Gíslason, þingmaður og hæstaréttarlögmaður, segir upp- hæðina sem Magnúsi var dæmd óvenju háa fyrir meiðyrðamál. Þegar slík mál eru borin saman við kynferðisbrot kemur honum strax í hug dómur í máli stúlku sem var hópnauðgað fyrir nokkrum árum. Atli segir enga ákæru hafa verið gefna út í málinu og hann því far- ið í einkamál fyrir hönd stúlkunn- ar við þá þrjá aðila sem nauðguðu henni. Hún fékk 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir hópnauðgunina. Að mati Ada er nauðgun alvarleg- asta brot sem hægt er að fremja, næst á eftir morði, og setur hann því spurningamerki við að bæt- ur vegna meiðyrða séu hærri en vegna kynferðisbrota. Blöskrar bæturnar í desember var karlmaður á| fertugsaldri dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferð- issamband við nemanda sinn , Maggi glæpur MEIÐYRÐI Bubbi fallinn KYNFERÐISBROT Nauðgun og barsmíðar Hópnauðgun ,JÉ I Jdómnum segk me&al ■ j annars að tiltekin skrifséu "v ' nwögandi og er þar vísað í kujjaákvæði í hegningarlög • um sem bannar einiklda máögun" Magnús móðgaður Ama Scliram bendir á að tján- ingarfrelsið sé ein helsta stoð lýð- ræðisþjóðfélags. „Það nær einn- ig til þeirra sem kunna að móðga, hneyksla eða særa. Dómstólar, og löggjafinn ef út í það er farið, verða að gæta þess að setja opinberri umræðu ekki of þröngar skorður og talcmarka ekki ffelsi fjölmiðla. Hvorki dómar né miskabætur mega leiða til aukinnar sjálfsritskoðun- ar fjölmiðla og annarra þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu," seg- ir hún.Einnig þótti meiðandi að Magnús var í slúðurdálki kallaður „Maggi glæpur" í samræmi við við- umefhi hans á markaðsdeild 365 miðla eftir áralangar ýfingar þeirra í milli. Þessi ummæli vom talin móð- gandi og dæmd dauð og ómerk, auk umfjöllunar um einkalíf Magnúsar sem þótti óviðurkvænileg, meðal annars í ljósi þess að Magnús hafði ekki sjálfur rætt um einkalíf sitt á opinbemm vettvangi. blönk Kynferðis- brot gegn 13 ára Fórnarlamb nauðgunar ((slenskum réttarsölum eru dæmi um að fórnarlömb nauðgunar fái lægri bætur en þeir sem hafa móðgast vegna ummæla (fjölmiðlum. í grunnskóla. Samband kennar- ans við nemandann stóð frá árinu 2003, þegar stúlkan var 13 ára, og -til ársins 2006. Henni vom dæmd- ar 500 þúsund krónur í bætur. Þorbjöm Broddason, prófess- or við félagsvísindadeild Háskóla íslands, dregur þá ályktun að háar bætur í meiðyrðamálinu séu til þess fallnar að vara fjöl- miðla við þvílíkri um- fjöllun. Honum þykja miskabætur í kynferðis- brotamálum hér á landi almennt mjög lágar: „En þegar þær em bomar saman við bætur fýrir meið- andi ummæli blöskrar manni enn meira," seg- irhann. „Geðþekkur geðsjúklingur" Þau ummæli sem lögmað- ur Magnúsar segir ærumeiðandi og móðgandi fyrir skjólstæðing sinn em meðal annars fýrirsögn- in „Geðþekkur geðsjúklingur" sem stóð yfir fjölmiðlapistli þess efnis að daeskrá SkiásEins geðklofasjúklings sem þó væri geðþekkur. Mynd af Magnúsi sem þá var dagskrárstjóri fylgdi með en var það álit dóms að þarna væri um að ræða aðdróttanir að geðheilsu hans. Þorbjörn, sem kennir fjölmiðla- fræði við Hí, telur dóminn ekki gefa tilefni til þess að þrengt sé að tján- ingarfrelsi fjölmiðla. Hann segir ljóst að fæstir vilji láta kenna sig við sjúkdóma, sér í lagi þá sem þeir ekki em haldnir og gefi uppsetning á áð- umefndum pistli í Fréttablaðinu til kynna að Magnús sé ekki heill á geði. Magnús Ragnarsson Magnúsi voru dæmdai 1.5 milljónir króné i miskabætur vegna.ummæl- anna„Maggi glæpur" og „Qeöþekkur geðsjúklingur" Ekki fordæmisgefandi dómur Bubba Morthens voru á sínum tíma dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að fyrirsögnin „Bubbi fallinn" birtist á forsíðu tímaritsins Hér & nú, ásamt mynd af Bubba í bíl sínum með sígar- ettu. Bubba fannst að mannorði sínu vegið og gefið í skyn að hann væri aftur farinn að neyta fíkni- efna. Auk þess var myndatöku af honum í bílnum líkt við að mynda hann á eigin heimili, brot gegn friðhelgi einkalífsins. Fyrr á árinu vom síðan Þóru Guðmundsdótt- ur, kenndri við Atianta, dæmdar 500 þúsund krónur í bætur vegna blaðaumfjöllunar þar sem hún var ekki sögð standa í skilum með rhagsskuldbindingar sín- sögnin „Þóra blönk". Arna efast um að dómur í máli Magnúsar gegn 365 miðl- um sé fordæmisgefandi í þeim f skilningi að aðrir dómar eigi eftir að falla á sömu forsendum. \ 1 „Ég trúi því að dómar sem fjalla um meiðyrði og tjáningu eigií' framtíðinni eftir að túlka heim- ildir til takmarkana á tjáningar- frelsinu þröngt en ekki rúmt, eins og þessi dómur. Sú þró- un hefur þegar átt sér stað hjá Mannréttindadómstóli Evrópu," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.