Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Síða 13
Kvikmyndagerðarmaðurinn og vélfræðingurinn Ásgeir Long ókárið 1963 á Esjuna. Ferðina fór hann með sveitungum sínum en farið var á þremur bílum. Ásgeir, sem nú er áttræður, lagði til bíl sem hann smíðaði sjálfur en meðfýlgjandi myndir af ferðinni eru í eigu hans. Róðurinn þyngist Ferðin gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Isveitinni í kringum Reykjalund voru á þessum árum jeppakarlar á hverjum bæ. Menn voru bæði hressir og stórhuga en einhvern tímann kom upp sú hugmynd að aka á Esjuna. Loks ákváðum við að fara á þremur jepp- um upp á fjallið," segir Ásgeir Long, sem fyrir rúmum 40 árum tók sig til og keyrði upp á sjálfa Hsjuna. Bílarnir sem i'óru í ferðina voru Land Rover, Willis og svo Rússinn hans Ásgeirs. „Ég keypti mér gamlan heríoringjabíl sem hafði staðið lengi að Álafossi. Þetta var gamall blæjubíll sem ég breytti og byggði yfir," segir Ásgeir en hann hafði dundað við bíla frá því hann var unglingur. Lítiil undirbúningur Ásgeir var á þessum tíma verkstjóri á mótaverkstæöinu fyrir plastverksmiðjuna við Reykjalund en hann fékkst einn- ig lengi við kvikmyndagerð. E'erðin upp á Esjuna var að sjálf- sögðu tekin upp. Ásgeir segir undirbúning að feröinni ekki hafa verið mikinn. „Við áttum góða jeppa og eftir að hafa metið það svo aö fært væri upp Hsjuna að noröan ákváð- um við að skella okkur á þetta. Þeim megin er dalur þar sem finna má á einum stað aflíðandi halla sem liggur alla leið upp," segir hann. Drógu bíia með handafli „Við vorum mjög heppnir með veður. Það var töluverður snjór en án hans hefði líklega ekki verið fært. Mig minnir að við höfum verið tvo til fjóra tíma á leið upp fjallið. Við þurftum víða að skáskera skttlla lil að komast upp og við mokuðum heil ósköp enda var ferðin erfið þótt færðin hafi veriö tiltölulega hagstæð," segir Ásgeir. Nokkrum sinnum þurftu þeir að bregða á það ráð að draga bílana upp með handafli. „Þetta var mikið erfiði á köflum. Þegar við kom- umst ekki lengra var ekkert annað að gera en að hinda kaöal í bílana og bæta handafli við vélaraflið. Það gekk fttrðu vel," segirhann. Aðspurður hvort ferðin hafi að öðru leyti gengið snurðu- laust fyrir sig hugsar Ásgeir sig um smá stund en segir svo: „Einn ökumaðurinn áttaði sig á því, þegar upp var komið að hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að aka niður aftur. Þaðþurfti því annar að hlaupa í skarðiö fyrir hann," segirÁsgeir léttur í bragði en ferðin niöur gekk vel og var öllu þægilegri. Ásgeir segir að bíllinn hafi reytrst honum alar vel um tíma. „Við fjölskyldan feröuðumst mikið á þessum híl. Hg útbjó hann þannig að við gálum öll ljögur sofið í bílnum á ferðaliigum. Hg setti kojur fyrir krakkana upp untlir rjáfri og við flökkuðum á bílnum um landið ár eftir ár," segir hann. Ásgeir segist loks hafa selt bílinn í I lúnavatnssýlu. „Kg neyddist til að losa mig við bílinn en ég sé mikið eftir hon- um enda afar góður bíll," segir hann að lokum. Á brattann að sækja Ofan til reyndist nauðsynlegt að beita handafli við að koma bílunum í gegnum skafla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.