Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 3.JANÚAR 2008 Sport DV Enski boltinn Benedikt Bóas Hinriksson skrifarfrá London EINS OGVIÐ JARÐARFÖR ií»»ttet#nni ÚFF. Þegar leikur Arsenal og West Ham var að byrja kom tilkynning í hátalarakerfinu að allir sannir fótboltaáhugamenn ættu að hafa einnar mínútu þögn til minning- ar um fyrirliða Motherwell. Það var magnað að vera innan um 60 þúsund manns og allir höfðu hljóð. Eins og venja er var ekki slökkt á öllum farsímum og eitt- hvert sauðnautið hinum megin á vellinum fékk SMS, það heyrðist alla leið upp til okkar sem sátum í röð 32, sem er nánast efst. EFTIR MlNÚTU ÞÖGNINAhófst leikurinn. Arrrrrsenaaaaal, Arrrrrsenaaaaal, eff sííí, heyrð- ist í byrjun og ég hugsaði með sjálfum mér að stemninginá Emirates væri ekki eins og á gamla Highbury sem gekk undir nafninu Library. En nei, Ars- enal-stuðningsmenn hljóta að vera þeir verstu í heimi... Það er sungið meira á leik með KR, hvort sem það er í körfubolta eða fótbolta. ARSENAL KOMST FLJÓTT f 1-Omeð marki frá Eduardo. Ijjjjjjjeeee- eeeeeeessssssss, heyrðist í gæj- anum hliðina á mér. Síðan ekki söguna meir. Stuðningsmenn West Ham sem sungu allan tíma tóku að kyrja „1-0 andyou ain't singing" og „This is like a funer- al“ sem myndi vera þýtt lauslega „1-0 og það heyrist ekki neitt" og „þetta er eins og við jarðarför". FRÆGT VARÐ ÞEGAR R0Y KEANE sagði að fólk á Old Trafford gerði ekki annað en borða rækjusam- lokur, hvatning- in væri sama semenginþará bænum. Sir Alex Ferguson tók í svipaðan streng eftir sigurinn gegn Wigan. Já, það getur verið kalt á toppn- um, allavegahjá stuðningsmönn- Janúarstrákar Nemanja Vidic og Patrice Evra kostuðu til samans 15 milljónir punda þegar þeir komu til Manchester United í janúar 2005. Nú þegar janúarmánuður er geng- inn í garð opnast glugginn til kaupa á leikmönnum alveg þar til klukkan slær miðnætti 1. febrúar. Ensku liðin eru jafnan iðin við kolann á markað- inum og þá oft liðin í neðri partinum. Alltaf heyrist í sparkspekingum að þessi og hin lið geti lyft sér upp á töfl- unni og jafnvel bjargað sér frá falli fái þau visst marga leikmenn. Margar skoðanir eru á þessum janúarglugga, misjafnar eins og oft er. Sumir þjálfarar, oftast þeir sem hafa minna fé á milli handanna, eru mótfallnir honum og segja hann ósanngjarnan. Aðrir fagna þessu tækifæri til að styrkja sín lið. Mikið gæti orðið um kaup á Eng- landi í ár enda peningamir miklir og nýir stjórar við völd hjá sumum lið- um sem vilja eflaust setja sitt mark á liðið. ORÐRÓMARNIR STRAX FARNIR (GANG Chelsea leitar logandi ljósi að nýj- um framherja og hefur ótt og títt ver- ið orðað við búlgarska framherjann Dimitar Berbatov frá Tottenham. Nú heyrast þær raddir að Nicolas An- elka gætí verið í sigtinu hjá Chelsea líka og báðir þessir menn gætu verið á leið til bikarmeistaranna. Sunderland-sjóðurinn virðist engan veginn tæmdur og ætlar Roy Keane sér að landa nokkmm leik- mönnum í janúar. Robbie Savage frá Blackburn virðist líklegur til að skipta yfir á leikvang ljóssins og þá hefur tilboði iiðsins í Stephen Hunt, leikmann Reading, nú þegar verið hafhað. Hugmynd Keanes um að fá Steve Sidwell að láni ffá Chelsea ætti með öllu að verða kæfð í fæðingu enda Chelsea í miðjumannsvand- ræðum þegar Afríkumótið hefst. Nýju stjórar liðanna í neðri hlut- anum, Alex McLeish hjá Birming- ham, Roy Hodgson hjá Fulham og Paul Jewell hjá Derby, ætla allir að styrkja sín lið. McLeish horfir til landa sinna, Skota, og em Alan Hutt- on hjá Rangers og annar Skoti frá Hi- bernian fýrstír orðaðir við Birming- ham. Það fyrsta sem heyrist af Roy Hodgson hjá Fulham er að hann vilji fá Harry Kewell frá Liverpool til sín og framherjann Bobby Zamoura ffá West Ham. Þá er Paul Jewell hjá Derby nú þegar búinn að tryggja sér þjónustu Emanuels Villa, Argentínu- manns frá mexíkanska liðinu Tec- os og liðið er orðað við Bandaríkja- manninn Eddie Johnson sem leilcur með Kansas City í MLS-deildinni. JANÚARKAUPIN GÓÐ LAUSN? Alltaf er sagt um enska boltann að það sé einna erfiðast að aðlag- ast honum. Ekki má gleyma fyrstu stundum þýska landsliðsmanns- ins Marcusar Babbel hjá Liverpooi. Babbel kom nú frá ekki smærra liði en Þýskalandsmeisturum Bayem Miinchen og hafði leildð í meistara- deildinni ár eftír ár en sagði að hann gæti varla náð andanum eftir leild í ensku deildinni slíkur væri hraðinn. Hálft ár virðist nýja viðmiðið sem sett er á leikmenn til að aðlagast ensku deildinni. Ef menn aðlagast þá yfir höfuð. Patrice Evra og Nem- anja Vidic gátu lítíð hjá Manchester United þegar þeir komu til liðsins í janúar 2005 en em nú tveir af burða- rásum liðsins. Jose Antonio Reyes hjá Arsenal er annað dæmi. Menn vom búnir að dæma hann algjörlega misheppnuð kaup þegar hann kom til Arsenal í janúarmánuði 2004. Hann svaraði því með að skora í fyrstu sex leilcjum sínum tímabilið á eftir og varð lyk- ilmaður í liði Arsenal áður en hann var seldur tíl Atletíco Madrid fyrir þetta tímabil. Ef viðmiðið er hálft ár virðast jan- úarkaupin ekki mjög sniðug lausn. Þetta hálfa ár er þó engin vísinda- ieg formúla og hafa ýmis lið notíð góðs af janúarglugganum. Tímabilið 2002/2003 vom kaup Birmingham á franska landsliðsmanninum Chris- tophe Dugarry lykilatriði í því að liðið hélt sér uppi í deildinni. Einnig vom kaup Everton á Kevin Campbell í jan- úar 1999 ástæða þess að liðið féll ekki en Campbell hélt Everton nánast einn síns liðs uppi í úrvalsdeildinni FERGUSON OG LEVY EKKIJANÚARMENN Þótt sir Alex Ferguson hafi nokkr- um sinnum læðst inn á markaðinn í janúar segir hann að það að kaupa leilcmenn á miðju tímabili sé ekki jafngóð hugmynd og margir vilja meina. Þeir leikmenn eigi erfitt með að lagast að leik liðsins og geri það ekki fyrr en á undirbúningstímabil- inu fyrir næsta tímabil og þá sé alveg eins gott að kaupa þá um sumarið. Stjórnarformaður Tottenham, Dani- el Levy, tekur f sama streng. Hann hefur sagt að janúar sé verstí tíminn til að kaupa góða leilcmenn og Tot- tenham muni ekld kaupa neina leik- menn nema af illri nauðsyn í janúar. Sá sem hefur hæst um ósann- girni janúargluggans þessa dagana er stjóri Bolton, Gary Megson. Hann segir gluggann ósanngjaman, segir hann henta aðeins stóru liðunum og vera svo slæmur að hann vilji helst fara með hann fyrir dómstóla. Lík- legt er að hans bestí maður, Nicolas Anelka, fari frá liðinu og því skfijan- legt að Megson sé stressaður. Hatur hans á janúarglugganum hefur þó ekki aftrað honum frá að semja við nýjan leikmann frá fsrael sem mun ganga til liðs við Bolton fái hann at- vinnuleyfi. tomas@dv.is Spretthlaupari í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun ólöglegra lyfja: Gatlin slapp við lífstíðarbann Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin hef- ur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir notlcun ólöglegra lyfja árið 2006. Þetta er í annað skiptíð sem Gatlin er dæmdur í bann en árið 2001 fundust ólögleg efni í prufu sem tekin var úr hon- um á bandaríska unglingameistaramótínu. Það bann var í styttri kantínum því Gatlin bar við að efn- ið sem fannst væri í lyfi sem hann notaði gegn at- hyglisbrestí. í sýninu sem tekið var úr Gatlin á móti í Kansas árið 2006 fundust leifar af testósteróni. Þar sem þetta er í annað skiptíð sem Gatlin er tekinn ætti hann með öllu að fá ævilangt bann en vegna sérstakra aðstæðna við fyrra bann hans var hann dæmdur í átta ára bann. Hann áfiýjaði þeim dómi og var fjögurra ára keppnisbann niðurstaðan. Stór ástæða þess að dómurinn var mildaður í fjögur ár er sú að Gatlin hyggst vinna með banda- ríska lyfjaeftiriitinu um forvamastarf í framtíðinni. Travis Tygart, formanni lyfjaeftírlits Bandaríkj- anna, fannst bannið sanngjarnt. „Þótt það megi ekld gleyma að þetta sé í annað skiptíð sem Gatlin er dæmdur, verður að hrósa honum fyrir þá ákvörð- un að hjálpa oklcur í framtíðinni. Ef við tökum það með í reikningirm og hið furðulega bann hans í fyrra skiptið, er fjögurra ára bann mjög sanngjöm útkoma," sagði Tygart. Svo gætí farið að Gatlin áfrý- aði fjögurra ára dómnum lílca en verði þetta niður- staðan má reilcna með að ferli Gatlins sé lokið. Gatlin varð ólympíumeistari í 100 m Jilaupi árið 2004 þar sem hann vann einnig til silfurs í 4x100 m Jtlaupi og brons í 200 m hlaupi. Hann bætti svo við heimsmeistaratitlum í 100 og 200 m Jtlaupi árið 2005 á heimsmeistaramótinu í Helsinki. Árið 2006 vann hann öll 100 m Jtlaup sín og jafnaði heimsmet Asafa Powell, 9,77 sek, sem Powell bætti svo í 9,74 í september 2007. Nýjustu fréttir af Gatlin eru þær að hann hyggst snúa sér að bandaríska fótboltanum, NFL. Hann hefur æft meðliðunum Tampa Bay Buccaneers og Tennessee Titans en ætlar ekki að vera hlaupari í þeirri grein heldur útheiji. tomas@dv.is Meistari í bann Justin Gatlin með verðlaunapening sinn fyrir 200 m hlaup á heimsmeistaramótinu 2005.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.