Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Síða 32
Litlar samlokur 399 kr.
+ lítid gosgias 100 kr.
= 499
FRÉTTASKOT
51 2 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VfSIR STOFNAÐ 1910
Sextán áríkerfinu
Skaðabótamál 53 ára karlmanns
á hendur íslandsbanka var tek-
ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Bankinn keyrði manninn
í ótímabært gjaldþrot árið 1992.
Bankinn hafði keypt fasteign hans
á Akranesi á uppboði fyrir tölu-
vert lægri upphæð en markaðs-
virði hússins sagði til um. í kjölfarið
gerði bankinn manninn gjaldþrota
á grundvelli eftirstöðva skuld-
anna. Maðurinn höfðaði mál á
þeim grundvelli að tekið yrði tillit
^ til markaðsvirðis hússins á móti
skuldunum og var það viðurkennt.
Þá voru engar skuldir til staðar sem
voru grundvöllur gjaldþrotsins.
Maðurinn fer fram á tugmilljónir í
skaðabætur.
Linda selur
Sporthúsið
Linda Pétursdóttir og með-
eigendur hennar að Icelandic Spa
and Fitness hafa selt Sporthúsið í
Kópavogi. Linda stóð að stofn-
un Sporthússins árið 2002, en nú
mun hún einbeita sér að rekstri
annarra stöðva. „Baðhúsið, Þrek-
húsið og stöðvarnar fyrir austan
munu halda fullum dampi. Við
gerum þetta til að létta á fyrir-
tækinu og stefnum á að Baðhúsið
verði lúxusstöð fyrir mitt ár," segir
Linda.
Nýir eigendur Sporthússins
eru bræðurnir Þröstur Jón og Jón
Ingi Sigurðssynir. Þeir segjast
ætla að endurnýja tækjakostinn
í Sporthúsinu strax um miðjan
. mánuðinn.
><k
Ólánsfley eður ei
Stór hluti farþega fystiskipsins
Queen Victoria situr á klósettinu
vegna heiftarlegrar magakveisu sem
heijar á hátt í áttatíu af farþegunum,
^ að sögn Daily Telegraph. Samkvæmt
gamalli hjátrú boðar það ógæfu ef
kampavínsflaskan sem notuð er
þegar skip er nefnt brotnar ekki og
það var einmitt tilfellið þegar greif-
ynjan af Cornwall nefndi skipið.
N1 deilan um sjóðina!
Félagar í starfsmannafélagi ESSO höfnuðu því að sameinast starfsmannafélagi Nl:
VILJAEKKIDEILAAUÐNUM
MEÐ ÖÐRU STARFSFÓLKI
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðqmadur skrifar:
Fyrrverandi starfsmenn Oh'ufélags-
ins, umboðsaðila ESSO á íslandi, sem
margir hverjir starfa hjá N1 í dag, eru
flestír ósáttir við hugmyndir um að
færa sjóð gamla starfsmannafélagsins
undir hið nýja starfsmannafélag Nl.
Tillaga þess efnis var felld á aðalfundi
félagsins fyrir jól.
Peningastaða sjóðs hins gamla
starfsmannafélags er mjög góð ásamt
því að það á fjölda fasteigna. Eftir því
sem DV kemst næst geymir sjóðurinn
hundruð milljóna króna ásamt fjölda
fasteigna, meðal annars sumarhúsa-
byggð við Laugarvatn. Lagt var til að
sjóðurinn rynni óskiptur inn í hið nýja
starfsmannafélag en á aðalfundi 17.
desember var því hafnað.
ESSO kvatt Málað var yfir merki ESSO í
apríl. Þá var mikið fé I starfsmannasjóði
sem félagar vilja halda fyrir sig.
Tillagan felld
Hið nýja starfsmannafélag var
stofiiað í vor, um það leyti sem
hið nýja fyrirtæki, Nl, var stofnað.
Stjórnarmenn gamla starfsmannafé-
lagsins færðust yfir í hið nýja félag og
formaðurinn er sá sami, Magnús Ás-
geirsson. Hann vildi sem minnst tjá
sig um málið að svo stöddu og von-
ast til að það verði afgreitt endan-
lega á næsta aðalfúndi félagsins. „Við
erum í því að ýta hinu nýja félagi úr
vör og eins og málin standa núna hef
ég lítíð um þetta að segja. Tillagan
var lögð fram og hún var felld. Þetta
er fyrst og fremst mál sem þarf að
ræða innan félagsins og það verður
gert á aðalfundi," segir Magnús.
Gæta jafnræðis
Þórir Ingþórsson, viðskiptastjóri
Nl, staðfestir að hið gamla starfs-
mannafélag Olíufélagsins eigi digra
sjóði. Aðspurður segir hann óljóst
hver ffamvindan verður. „Tillagan
var felld þannig að gamli sjóður-
inn er í óbreyttri mynd í dag. Þetta
er í lausu lofti í dag og ekkert búið
að negla niður ennþá," segir Þórir.
„Starfsmannafélag ESSO er ofboðs-
lega auðugt félag enda margir starfs-
menn sem lögðu sitt af mörkum. Það
eru því fyrir vikið skiptar skoðanir
um hvort sjóðurinn eigi að renna í
Vilja sameina félög Félagar í Starfs-
mannafélagi ESSO felldu tillögu um að
sameinast öðrum starfsmannafélögum
N1.
hið nýja félag og eðlilega verður að
gæta jafnræðis í þessu ferli."
Kolbeinn Finnsson, fram-
kvæmdastjóri mannauðssviðs Nl,
segir málið alfarið í höndum stjórn-
armanna starfsmannafélaganna
beggja. Ekki náðist í Bjarna Bene-
diktsson, stjórnarformann Nl, við
vinnslu fréttarinnar.
Leitað að Jakobi Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði í gær að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, nítján ára pilti sem hafði ekki sést til
síðan hann hélt heim á leið af Hótel (slandi á nýársnótt. Björgunarsveitarmenn gengu Elliðaámar, kafarar leituðu hans og þyrla
Landhelgisgæslunnar flaug yfir leitarsvæðið. dv-myndAsgeir
Jólabækur álíka dýrar og áður þrátt fyrir sjö prósenta skattalækkun:
Lítil verðlækkun á bókum
Verð á bókum hefur lítið lækkað
síðan virðisaukaskattur var færður
úr ijórtán prósentum í sjö prósent 1.
mars í fyrra. Fyrir jólin máttí sjá sama
verð eða örlitla lækkun ffá fyrra ári á
ráðlögðu bókaverði. Er þá miðað við
sambærilegar bækur höfúnda sem
sendu frá sér bækur bæði árin.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að það
sé ekki eðlilegt þrátt fyrir mikla verð-
bólgu á árinu. „Það er greinilegt að
bókaútgefendur eru að taka meira tíl
sín," segir Jóhannes og bætir því við
að útgefendur séu að reyna að stýra
verðinu á einhvern hátt með verð-
lagningu sem þeir setja á bækumar.
Þetta sé úrelt fyrirbæri. „Boltínn er
klárlega hjá útgefendum," segir Jó-
hannes.
Svipuð verð Leiðbeinandi verð jólabók-
anna voru svipuð milli ára þrátt fyrir að
virðisaukaskattur hafi lækkað í mars í
fyrra.
Egill Öm Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, fullyrðir að
þeir hafi lækkað verð á öllum bók-
um á síðasta ári og var engin undan-
tekning. „Það gerir okkur tortryggi-
leg þegar verð á bókum virðist ekki
lækka, en mér sýnist verð almennt
vera lægra en í fyrra. Taka verður tíl
greina að það er ekld verið að gefa
út sömu bækurnar, erfitt er að bera
saman höfunda milli ára og aðeins
framleiðslukostnaður getur haft
áhrif á verðið. Auk þess ef bækurnar
em lengri er dýrara að prenta þær,"
segir Egill. Hann segir lflca að útgef-
endur stjórni engu um hvaða verð er
í verslunum því þeir gefi eingöngu út
heildsöluverð. Um það segir Jóhann-
es að bókabúðir hafi ekki farið eftir
leiðbeinandi verði sem Samkeppnis-
stofiiun gaf út og benti á að afslætt-
ir vom minni en árið áður. Það hefði
áhriflíka.
Samkvæmt lögum má skjóta
upp flugeldum á tímabilinu 27.
desember til 6. janúar, þó má
ekki skjóta upp flugeldum eftir
klukkan tólf á miðnætti nema á
nýársnótt.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn á höfuðborgarsvæð-
inu, segir að ekki verði hjá því
komist að sprengt sé á nóttinni
á þessu tímabili. Alltaf séu ein-
hverjir sem fylgja ekki reglunum.
„Ég verð sjálfúr var við það að
verið sé að sprengja á nóttinni,
vaknaði til dæmis í nótt við einn,"
sagði Geir Jón í gær.
Flugeldursprakk
íbíl
Flugeldur sprakk í aftursæti bfls
í Kópavogi. Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu segir ekki ljóst hvort
um óhapp eða skemmdarverk sé
að ræða en telur lfldegt að það hafi
verið vindhraða að kenna. Mikill
vindur var þegar áramótin gengu
í garð og telur lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu líklegt að hann hafi
tekið flugeldinn með sér og hann
fokið inn um rúðu á nærliggjandi bfl
og sprungið þar. Bfllinn skemmdist
töluvert en engin slys urðu á fólki.