Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008
Fréttir DV
Barnhjálp Sameinuðu þjóðanna setti
sér það takmark að draga úr dánartíðni
barna undir fimm ára aldri sem nemur
tveimur þriðju af þeim Qölda sem dó
árið 1990. Markmiðið er að ná þessum
árangri árið 2015. Mörg ríki hafa náð
miklum árangri en önnur sitja eftir.
Lyf og matur Eitt af því
sem hægt er að gera til að
sporna við barnadauða er að
veita aðstoð gegn sjúkdóm-
um og hungursneyð.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn&dv.is
Lífslíkur barna í Afríku sunnan
Sahara eru minnstar í heiminum.
Fátækt og styrjaldir standa lífslíkum
barna verulega fyrir þrifum þar
um slóðir samkvæmt skýrslu frá
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
Unicef. í skýrslunni kemur fram að
í sextíu og tveimur landa heimsins
gætir engra eða ónógra framfara
svo draga megi úr dánartíðni barna
samkvæmt markmiði sem sett var
fyrir árið 2015.
Afríkuríkið Sierra Leone kemur
verst út samkvæmt skýrslunni. Þar
deyja tvö hundruð og sjötíu börn af
hverjum eitt þúsund börnum sem
fæðast lifandi, fyrir fimm ára aldur.
Sú niðurstaða byggist á tölum frá
árinu 2006. Til samanburðar má
nefna að í þeim sex löndum sem
koma best út í þessu sambandi
er um að ræða þrjú dauðsföll við
sömu forsendur.
Betur má ef duga skal
Ef markmiðið fyrir árið 2015
á að nást þarf að draga úr tíðni
barnadauða sem nemur tveimur
þriðju miðað við tíðnina árið 1990.
Þrátt fyrir sláandi útkomu í mörgum
löndum telja höfundar skýrslu
Barnahjálparinnar ekki útilokað
að það markmið náist. f skýrslunni
er tíundaður sá árangur sem náðst
hefur síðan 1960, en síðan þá hefur
dregið úr barnadauða sem nemur
sextíu prósentum. Þó kemur skýrt
fram að við ramman reip verður að
draga ef markmiðið á að nást.
Mikilvægur áfangi 2006
Arið 2006 var mikilvægum
áfanga náð en þá fór heildarfjöldi
dánartilfella barna undir fimm ára
Beðið í flóttamannabúðum Þessi
systkin eru meðal milljóna barna sem
búa við erfiðar aðstæður. 28 af þeim 30
ríkjum þar sem lífslíkur barna eru
minnstar eru í Afríku sunnan
Saharaeyðimerkurinnar.
aldri í fýrsta skipti undir tíu milljónir
á heimsvísu síðan skráning þar
að lútandi hófst. Fjöldi barna sem
létust fyrir fimm ára aldur var þá
um 9,7 milljónir.
En myndin sem skýrslan dregur
upp er misvísandi að því leyti að
mikilvægum árangri hefur verið
náð víða, bæði í þróuðu löndunum
og hluta þróunarlandanna. fsland
er í hópi þeirra sex landa sem best
hefur orðið ágengt í að draga úr
barnadauða, hin fimm löndin eru
Svíþjóð, San Marínó, Liechtenstein,
Andorra og Singapore. í þessum sex
löndum deyja þrjú börn af hverjum
eitt þúsund sem fæðast lifandi fyrir
fimm ára aldur.
Dregist aftur úr
Víða hafa þróunarlönd dregist
verulega aftur úr. Þar má sérstak-
lega nefna, eins og áður hefur verið
nefnt, Afríku sunnan Sahara. Þar er
Mikil neyð Fátækt og
styrjaldir standa
lífslíkum barna verulega
fyrir þrifum, einkum í
Afríku sunnan Sahara.
um að ræða tuttugu og átta af þeim
þrjátíu löndum sem koma verst út
samkvæmt skýrslu Unicef.
Á umræddu svæði hefur
barnadauði aðeins dregist saman
sem nemur einu prósenti á
ársgrundvelli á árunum frá 1990
til 2006. f ljósi þess verður að
draga úr barnadauða sem nemur
tíu og hálfu prósenti á ári á milli
2007 og 2015, ef ná á markmiðinu
sem sett hefur verið. David
Bull, framkvæmdastjóri Unicef í
Bretlandi, sagði að brýnt væri að
alþjóðasamfélagið setti auknar
lífslíkur barna á oddinn í málefnum
sem vörðuðu þróun í heiminum.
Suður-Ameríka og Austur-
Asía á réttri leið
Auk ríkja sem liggja sunnan Sah-
ara í Afríku hefur að mati skýrsluhöf-
unda ekki náðst nógu mikill árangur
á svæðinu frá Marokkó í norðvestur
Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í byrjun maí:
Frambjóðandi sætir rannsókn
Ríkissaksóknarar í Rússlandi
hafa hafið rannsókn á Mikhail
Kasyanov, fyrrverandi þingmanni.
Kasyanov er einarður stjórnar-
andstæðingur og ætlar í framboð
vegna forsetakosninganna sem
fara fram í landinu 2. mars næst-
komandi og þannig bjóða birginn
Dmitry Medvedev, frambjóðanda
Vladimírs Pútín.
Pútin getur ekki boðið sig ffam,
enda búinn að sitja tvö kjörtíma-
bil.
Mikhail Kasyanov er gefið að
sök að hafa falsað einhvern hluta
undirskrifta þeirra tveggja milíj-
óna stuðningsmanna sem mæltu
með framboði hans. Talsmenn
Kasyanovs hafa lýst aðgerðum
saksóknara sem pólitískum þrýst-
ingi.
Mikhail Kasyanov var settur út í
kuldann árið 2004, þegar hann var
rekinn úr embætti forsætisráðherra.
Síðan þá hefur hann vent sínu
kvæði í kross og breyst úr tryggum
stuðningsmanniríkisstjórnarPútíns
í ákafan gagnrýnanda hennar.
Yfirvöld höfðu meinað honum
að skrá stjórnmálaflokk hans og af
þeim sökum neyddist hann til að
safna undirskriftum framboði sínu
til stuðnings.
Saksóknarar segjast gruna að
fleiri en fimmtán þúsund undir-
skriftanna séu falsaðar og kosn-
inganefndin segist hafa fundið
um sextíu og tvö þúsund falsanir.
Ef þessar ásakanir fást staðfestar
verður framboð Mikhails Kasyanov
ógilt.
Þingmaður í vanda Rannsókn er
hafin á stuðningsmannalista vegna
forsetaframboðs Kasyanovs.
bin Laden leiður
Omar bin Laden, sonur Osama bin
Laden, leiðtoga al-Kaída, sagði í við-
tali við bandarískan fréttamann að
faðir sinn væri leiður þegar hann við-
urkennir aðgerðir eins og áttu sér stað
í New York árið 2001. Að sögn Omars
telur faðir hans að slíkar aðgerðir geti
orðið til bjargar milljónum manna og
því réttíætanlegt að fóma nokkrum
þúsundum saklausra. Omar bin
Laden hlaut þjálfun til til hryðjuverka
hjá al-Kaída í Afganistan, en sneri
baki við samtökunum árið 2000 og
sneri heim til Sádi-Arabíu.