Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 21
DV Umræða
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 21 —
Mjólkursamsalan færstóran
mínus fyrir markaðssetningu
á sykruðum mjólkurvörum sem
morgunmat, þar á meðal
Engjaþykkni sem er óhollari en ts
eins og kom fram IDVI gær.
„Ég er fyrst og fremt gífurlega þreyttur
því ég hef varla getað sest niður vegna
anna. Það hlýtur þó að vera góð
þreyta þegar maðurervonandi aðfara
að ná miklum árangri," segir Ólafur F.
Magnússon. Miklar breytingar verða á
högum Ólafs á morgun sem þá tekur
við embætti borgarstjóra Reykjavíkur
eftir miklar sviptingar í borgarmálum á
stuttum tíma.
DVFYRIR
25ÁRUM
\Ill \rs«finl|
NU VII.I.T
UB TimiT
LIK \ 11.1.1
Náttnr<
una er
torveit
ad
temja
ir,/oK mnxn
IVVtRtMtflH
inWMXMU
MIHVDIIV
Tvaer jafnháar Litla telpan sem lagði leið sína niður á Reykjavíkurtjörn virtist ánægð að hitta stöllu sína
álftina og hver veit nema hún hafi veitt því sérstaka athygli að þær eru jafnháar í loftinu. dv-myndstefAn
Málefnin ráða för
Reykvíkingar kjósa borgarstjórn
á fjögurra ára fresti. Kjósendur móta
skoðunsínaútfrámönnum,hugmynda-
fræðilegri stefnu flokka og einstökum
málefnum. 1 borgarstjórnarkosningum
árið 2006 var ljóst að mMvægustu
baráttumálin í Reykjavík væru sam-
göngumál, umhverfismál og mál-
efni eldri borgara. Flokkarnir sem
buðu fram, alls 5 talsins, höfðu allir
ákveðin einkenni og stóðu fyrir
ákveðna hugmyndafræði, mismikla
þó. Reykvíkingar kusu og höfnuðu
þáverandi meirihlutasamstarfi vinstri
grænna, Samfylkingar og Framsóknar.
Skilaboð kjósenda voru að annað
mynstur stjórnarsamstarfs tæki völdin
í Reykjavíkurborg en R-listasamstarfið
sem hafði ráðið ríkjum í 12 ár og lent
í miklum skakkaföllum eftir fráhvarf
Ingibjargar Sólrúnar.
Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn hófú
samstarf eftir kosningar á grundvelli
málefna. Mörg mjög góð verk voru
framkvæmd strax eða komin í farveg.
Frístundakortið, lóðirákosmaðarverði,
lækkun leikskólagjalda, frítt í strætó,
græn skref í Reykjavík og sveigjanlegra
skólastarf voru meðal þeirra verkefna
sem fóru í framkvæmd. Gagnrýnin
var helst sú frá flokksfólki að búið væri
að uppfylla öll loforðin of hratt - svo
mikill var hugurinn í borgarfulltrúum
nýs meirihluta. En þá kom byltan.
Bylta sem varð vegna ágreinings innan
meirihlutans um hvernig staðið var
að málum í svo kölluðu REI-máli.
Meirihlutinn féll.
„Frjálslyndi flokkurinn
og Sjálfstxðisflokkurinn
munu afstýra því að næstu '»
mánuöir ogár verði það
tímabil aðgerðaleysis sem
einkenndu störfmeiri-
hlutans sem nú er fallinn."
ÞORBJÖRG HELGA
VIGFÚSDÓTTIR
borgarfulltrúi skrifar:
Bjöm Ingi valdi að yfirgefa Sjálf-
stæðisflokkinn þrátt fýrir afar farsælt
samstarf og samveru og tók þátt í
hreinu valdaráni með svikum sínum.
REI-listinn, meirihluti fjögurra flokka,
varð til um völd í borginni. Enginn
málefnasamningur var gerður og
engin sýn kynnt borgarbúum. Meiri-
hlutinn var búinn til í kringum alls
kyns klúður í kringum Orkuveitu
Reykjavíkur en í 100 daga gerðist síðan
ekkert í málefhum REI. Strax var ljóst
að mikil mistök vom að gera ekki
málefnasamning. „Pólitík hins dag-
lega lífs," sagði Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri um nýjan meirihluta.
Lausnir í ágreiningsmálum vom að
biðja menntamálaráðherra að skera
sig úr snörunni í skipulagsmálum.
Borgarbúar höfðu aldrei nema trú
á að þessi fjögurra flokka meirihluti án
málefnaskrár ætti sér mikla framtíð.
Greinilegt var að Ólafur F. Magnússon
var ósáttur við málefnaleysi REI-
listans enda mjög trúr sínum
hugmyndafræðilegu sjónarmiðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, vinstri
grænna og Framsóknarflokksins segja
nú að samstarfið hafi verið afar gott
þrátt fyrir að Ólafur hafi á mörgum
tímapunktumlátiðíljósóánægju, bæði
opinberlega og við aðra borgaríuOtrúa.
Samstarfsmenn Ólafs vanmám á
sínum 100 dögum að ólíkt þeim gat
Ólafur ekki sætt sig við valdabandalag
í stað málefnabandalags.
Nýr meirihluti varð til á mánudag.
Hann vinnur út frá stefnu tveggja
flokka sem eiga í raun meira sam-
eiginlegt hugmyndafr æðilega en þeir
flokkar sem myndað hafa meirihluta
í borgarstjórn Reykjavíkur síðusm 14
árin. Frjálslyndi flokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn munu afstýra því
að næstu mánuðir og ár verði það
tímabil aðgerðaleysis sem einkenndi
störf meirihlutans sem nú er fallinn.
Kristján Hrafn Guðmundsson
spyr spurninga
OFTSETURMANN hljóðanyfirpól-
itíkinni og því sem gengur þar á
dagsdaglega. En í fyrradag tók
steininn úr þegar nýjasti meirihlut-
inn var myndaður í borgarstjórn.
SPURNINGARNAR sem fara á flug eru
óteljandi. Hvers vegna sleit Ólafur
F. Magnússon samstarfi sem hann
áttí þátt í að koma á fýrir aðeins
hundrað dög-
um? Hvað hef-
ur breyst? Eru
ílugvallarmálið
og húsavemd-
unarsjónarmið
það eina sem
steytir á? Vissi
hann ekki hvaða
afstöðu hinir
flokkamir í meirihlutasamstarfinu
höfðu varðandi hvort Reykjavíkur-
flugvöllurinn ætti að vera eða fara?
Og ef hann vissi það ekki, hvers
vegna fór hann þá í samstarfvið
flokkana fyrst þetta tiltekna mái er
honum svona hjartfólgið?
SAMK0MULAG nýjasta meirihlutans
um hvað skuli gera við flugvöllinn
virðist svo ekki skýrara en það að á
blaðamannafundinum á Kjarvals-
stöðum, þar sem Ólafur og borgar-
fuiitrúar Sjálfstæðisflokksins kunn-
gjörðu um meirihlutamyndunina,
var sagt að ekki yrði tekin ákvörðun
um málið á þessu kjörtfmabiii.
Með öðrum orðum: Ólafur og
sjálfstæðismenn hafa ekki komist
að samkomulagi um það mál sem
Ólafur nefnir sem helsta ásteyting-
arstein í samstarfi hans við borgar-
fuiltrúa Samfýlkingar, Framsókn-
ar og vinstri grænna! Hvert er þá
límið?
TRÚNAÐARBRESTURINN ámflli Ólafs
og Margrétar Sverrisdóttur er svo
kapítuli út af fyrir sig. Hvers konar
vinnubrögð eru það að varamann-
eskja Ólafs fái staðfestingu á því að
hsti Frjálsiyndra og óháðra, sem
Margrét er hluti af, hafi myndað
stjórn með Sjálfstæðisflokknum,
um leið og öíl þjóðin í beinni út-
sendingu í sjónvarpinu? Og í ljósi
þess að Margrét ætíar að mynda
aftur „gamla nýja" meirihlutann ef
hún tekur sæti hans í borgarstjóm
af einhverjum orsökum þá má Ól-
afur varla tefjast í innanlandsflugi
án þess að enn og aftur verði skipt
um meirihluta.
Ein spurning að lokum: Er þetta
borgarbúum bjóðandi?
Nýbýlavegi 12. Kópavogi • s. 554 3533 • Opið virka daga frá 10-18 - laugardaga kl. 11-16