Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2008 Vetrarsport OV ,Mér tókst að láta þyrlu Landhelgisgæslunnar sækja mig fyrir tveimur árum þegarégfór í gegnum ís." BILAÐAGENGIÐ Hefurfariö (gegnum margar aevintýraferðir síðustu ár. STÓRBROTIN NÁTTÚRA Glæsileg íslensk náttúra eins og hún gerist best. sm Sveinn Ævarsson, fjörutíu og sjö ára húsasmíðameistari, kynnt- ist vélsleðasportinu tæplega þrí- tugur að aldri. „Kunningi minn átti tvo sleða og fór að bjóða mér með og ég heillaðist gjörsamlega." Nokkrum árúm síðar Ijárfesti Sveinn í sleða og hefur stundað sportið af ástríðu síðan. „Það er fátt betra en vélsleðaferð í góðu veðri og geggj- uðu færi." Margir myndu halda að sport sem þetta tæki mikinn tíma. „Þetta er eins og hvert annað sport, ég myndi ekki segja að þetta væri neitt tímafrekara en annað. Við förum í svona tíu til tuttugu ferðir á ári," segir Sveinn. Það breytist þó aðeins í hon- um hljóðið þegar blaðamaður forvitnast um kostnaðinn í kringum sportið. „Þetta sport er nú í dýrari kantinum. Grunnkostnaður- inn er svona á milli 1,5 til 1,8 milljónir, þá erum við að tala um sleða, fatnað og örygg- isbúnað. Svo kostar hver ferð vissulega alltaf sitt, þó misjafnt eftir áfangastað." Þekktur hrakfallabálkur Sveinn er orðinn nokkuð þekktur á með- al vélsleðamanna hér á landi enda búinn að setja mark sitt á sögu þeirra. „Félagarnir segja að ég ætti að vera löngu dauður," seg- ir Sveinn þegar hann fer að rifja upp eftir- minnilegustu ferðir síðustu ára. „Mér tókst að láta þyrlu Landhelgisgæslunnar sækja, mig fyrir tveimur árum þegar ég"fór í gegn: um ís á Kálfstindum á Lyngdalsheiði. Þá var ég nærri því dauður, líkamshitinn var kom- inn niður í 30 gráður og ég missti meðvit- und." Þetta er þó ekki allt, því síðasta vet- ur lenti Sveinn í snjóflóði og fór fram af 15 metra háum klettum í kjölfarið. „Ég fór nú bara í sjúkrabíl í það skiptið, ég neitaði að láta þyrluna ná í mig." Eftir ófarir sem þessar spyrja sig líklega margir af hverju Sveinn sé eldd búinn að leggja sleðanum og hvort reynsla sem þessi skapi ekki aukinn ótta og hræðslu. „Konan spurði nú hvort þetta væri ekki orðið gott en ég held nú ekki. Það er svo skrítið að ég verð aldrei hræddur á vélsleðanum, ég veit ekki af hverju, ég verð bara ekki hræddur," segir þessi ofúrhugi. Bilaða gengið Bilaða gengið heitir sleðahópurinn sem Sveinn tilheyrir. Sveinn segir að fólk þurfi einfaldlega að skella sér í eina ferð með Bil- aða genginu til þess að komast að því fyrir hvað það stendur. „Kannski erum við algjör- lega bilaðir, eða kannski eru sleðamir alltaf bilaðir, fólk verður bara að koma með okkur til að komast að því." Félagar í Bilaða geng- inu hittast reglulega ásamt því að vera virkir félagsmenn í Landssambandi íslenskra vél- sleðamanna. „Einu sinni á ári bjóðum við svo konunum flott út að borða," segir Sveinn um þennan skemmtilega félagsskap. Talandi um konur þá vill Sveinn hvetja fleiri konur í sportið. „Mér er ekkert voðalega vel við að vera með hundrað karlmönnum í skálum uppi á jöklum," segir Sveinn í gamansömum tóni. Að lokum segir Sveinn að draumur- inn sé að verða gamall maður á vélsleða. „Ef heilsan leyfir geri ég ekki ráð fyrir öðru en að vera á sleða fram á gamals aldur." Óhætt er að segja að hjónin Bára Agnes Ketilsdóttir og Örn Gunnarsson séu miklir göngugarpar. Þau fara með fólk á fjöll einu sinni í viku í vetrarmyrkrinu, stundum oftar, og láta kulda og birtuskort ekkert á sig fá: SAFNATINDUM í SKAMMDEGINU „Við ákváðum að prófa þetta því okkur fannst vanta eitthvað fyrir fólk sem vill til dæmis æfa sig fyrir göngu á Hvannadalshnjúk. Það er nóg til af líkamsræktarstöðvunum en okkur fannst vanta eitthvað svona," segir Bára Agnes Ket- ilsdóttir, hjúkrunarfræðingur og göngugarpur, en hún og maðurinn hennar, Örn Gunnars- son, hafa staðið fyrir göngum á hin ýmsu fjöll og tinda síðan síðasta vor undir merkjum fjall- gönguklúbbsins Toppfarar.is. Fannst ómögulegt að hætta Hugmyndafræði klúbbsins byggist á þeirri sýn að útivera og hreyfing séu mildlvæg auðlind til heilsubótar fyrir jafnt heilbrigða einstaklinga og þá sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða. „Þetta hefur vaxið smátt og smátt," segir Bára. „Við æfum á þriðjudögum með því að ganga á eitthvery fjall í kringum borgina og svo förum við á hærra fjall einn laugardag í mánuði. Og við förum alltaf á nýtt fjall og söfnum þannig smám saman tindum. Við ætluðum ekkert að æfa í vetur, bara að ganga á eitthvert fjall einn laugardag í mánuði í birtunni yfir daginn. Fólki fannst þetta hins vegar svo gaman og fannst ómögulegt að hætta þessum þriðjudagshittingi og bað okkur því um að halda áfram með æfingarnar," segir Bára BÁRA agnes ketilsdóttir og örn GUNNARSSON „Vlð förum alltaf á nýtt fjall og söfnum þannig smám saman tindum." og það varð því úr að prógrammið hélst óbreytt þrátt fyrir að veturinn hafi gengið í garð. Bára segir að skammdegið sé engin hindrun fyrir göngugarpana, enda séu líka flestir með höfuðljós ef þarf til að lýsa veginn. „Það er heldur aldrei alveg myrloir þegar maður er nálægt borginni. Og ef það er stjörnubjart eða tungsljós eða snjór þarftu ekki einu sinni ljós." Sprengja í janúar Að meðaltali hafa um tíu manns mætt í göngurnar í vetur. „Það hefur hins vegar verið sprengja í janúar. Síðast mættu fimmtán manns og átján þar síðast," segir Bára og telur ekki ólíklegt að löngun fólks til að hrista af sér jólaslenið spili þar inn í. „Það eru hins vegar miklu fleiri sem eru reiðubúnir að stunda þetta á sumrin. Síðasta sumar mættu til dæmis þrjátíu og sex manns á eina æfingu og við eigum von á að það komi miklu fleiri aftur þegar fer að vora." Þess má geta að Toppfarar taka þátt í Vetrar- hátíð Reykjavíkurborgar f ár og standa fyrir svo- kallaðri Esjuljósagöngu laugardaginn 9. febrú- ar. Lagt verður af stað viðsólseturog gengið inn í myrkrið. Allar upplýsingar um gönguna, sem og starfsemi Toppfara, er að finna toppfarar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.