Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 15
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 15 ISLENSKA LANDSLIÐIÐ I HANDBOLTA TAPAÐI STORT FYRIR ÞJOÐVERJUM í GÆR. ÍSLENSKA LIÐIÐ VAR ANDLAUST, SÓKNARLEIKURINN SLAKUR SEM FYRR OG LYKILMENN LIÐSINS BRUGÐUST. BLS 16-17. ísland tapaði með átta mörkum fyrir Þýskalandi í gær: ÞETTAVAR EINSOG MENNVÆRU LAMAÐIR Alfreð Gíslason, þjálfari fslands, sagði byrjun leiksins gegn Þýskalandi hafa lagt grunninn að tapinu. „Byrj- unin fór algjörlega með okkur. Menn voru eins og þeir væru lamaðir. Það var engin hreyfmg á mannskapnum hvorki í vörn né sókn og við skutum úr kyrrstöðu eins og svo oft áður. Eftir tíu mínútur byijuðu menn að hreyfa sig eðlilega og þá var eins og menn væru mættir til leiks. Þá vorum við samt orðnir sex mörkum undir. Við komum þessu niður í tveggja marka mun en þá fórum við að gera klaufamistök aftur. í stöðunni 23- 21 gerðum við mistök sem kostuðu það að við misstum Þjóðverjana frá okkur aftur og það fór alveg með okkur. Það fór gífurleg orka í að vinna upp muninn með Óla og Guðjón Val á fullu í skyttunum. Við gátum minnkað muninn í eitt mark en í staðinn misstum við þá í fjögur og svo fimm. Þegar þetta var komið í sex marka mun sá ég að vindurinn var úr mönnum og fór að skipta mönnum út af," sagði Alfreð sem gat lítið gott sagt um dómara leiksins. „Dómararnir voru ekki beinlínis að hjálpa okkur. Það var ósamræmi í dómgæslunni og þetta líktist Pól- verjaleiknum frá síðasta heimsmeist- aramóti. Það virðist vera svo að til að öðlast virðingu frá dómurum þannig að þeir gefi ekki betra liðinu eins og í dag allan andskotann verðum við hreinlega að spila betur. Heins lá alltaf í gólfinu og stöðvaði hjá okkur hraðaupphlaupin. Hann spilar alltaf svona og við þurftum að benda dóm- urunum á það." Þýsku skytturnar skoruðu mik- ið af auðveldum mörkum í leiknum. „Skytturnar þeirra hafa verið und- ir mikilli pressu en þegar þeir skora fýrstu fimm til sex mörk leiksins utan af velli léttu þeir pressunni af sér. Við verðum náttúrulega að gera okkar besta til að vinna þessa leiki sem eft- ir eru og þá sérstaklega Ungverjana. Það er þó þannig að ef menn ætla að koma eins og kanínur inn í hina leik- ina eins og þeir gerðu í dag vinnum við ekki fleiri leiki." tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.