Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 Sport DV Rangers á eftir Moore Glasgow Rangers er á höttunum á eftir Luke Moore, leikmanni Aston Villa, en þarf að reiða fram 3,5 milljónir punda eða um459milljónir m (slenskra króna. Mooreer21 árs og Walter Smith, stjóri Rangers, er hrifinnafkappan- um.„Luke er úrvalsdeildarleik- maðurogverðið áhonumer skiljanlegtef miðað er við það sem er í gangi í dag," segir Smith. „Rangers hefur ekki boðið í Luke en Walter hefur spurt mig út í Moore, en það er ekkert formlegt boð komið í hann," segirMartinO'Neill. Finnan Haettur með landsliðinu Steve Finnan, bakvörður úr Liverpool, er haettur að leika með írska landsliðinu. Hann lék 50 leiki með Irum eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2000.„Ég hef notið þess að spila með landsliðinu og heimsmeistara- keppnin árið 2002 var hápunkturinn á mínum landsliðsferli. Bráðlega tekur nýr þjálfari við liðinu sem hefur sínarhugmyndir um það hvernig á að leika. Ég held að við þurfum á því að halda að fá unga leikmenn inn í landsliðið," segir Finnan sem er 31 árs. Ferguson ekki ákaerður Alex Ferguson verður ekki ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir leik Manchester United við Reading þrátt fyrirað sumir áhorfendur hafi talið hann hafa gefið þeim óviðeigandi handabendingar eftir leikinn. Framkvæmdastjórinn Ferguson segir að um misskilining hafi verið að ræða.„Mér var einungis létt eftir að hafa sigrað í einum af erfiðustu leikjum leiktíðarinnar," segir Ferguson en atvikið átti sér stað þegar Cristiano Ronaldo skoraði annað mark Manchester United í 0-2 sigri á Reading. Ferguson hefur þegartekið út leikþann fyrr á leiktíðinni. Hann var ekki á hliðarlínunni í tveimur leikjum eftir að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í keppnisbann fyrirað ausa fúkyrðum yfir Mark Clattenburg dómara. Móðirin vill Ronaldo til Madrid Móðir Cristianos Ronaldo vill sjá son sinn spila fýrir Real Madrid og ef hann fer þangað mun hún flytja til hans einnig. Dolores Aveiro, móðir Ronaldos, segir í viðtali i blaði (heimabæ Ronaldos á eyjunni Madeira að Madrid sé bestafélag (heimi og þareigi sonur hennarheima. „Madrid er uppáhaldsliðið mitt. Efhann mun einhven tíma yfirgefa England langar mig að sjá hann fara til Madrid. Mig langar ekki að deyja einn daginn, vitandi það að sonur minn spilaði aldrei þar. Kannski getur hann ekki farið núna, en kannski eftir nokkur ár." segir móðir hans en hún hefur gjarnan haft mikil áhrif á ákvarðanir hans í fortíðinni. Almunia myndi íhuga að spila moð Englandi Manuel Almunia sem getur sótt um enskan ríkisborgararétt á næsta ári segir að hann myndi íhuga það ef hann væri boðaður til þess að spila með enska landsliðinu. Almuniaer þrítugurog hefur leikið á Englandi undanfarinfjögur ár. Hann hefur leikið vel með Arsenal það sem aferleiktíðarog meðal annars ýtt þýska markverðinum Jens Lehmann aftur fyrir sig í goggunar- röðinni. y ( V\, " A. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON skrifar frá Þrándheimi: tomas@dv.is (í ,x. j hr jPrfifi !iif tebensfn . Pascal sáttur Pascal I Henz, stórskytta Þjóðverja, var sáttur eftir leik. { stöðunni 23-21 var komin mikil vonarglæta í augu liðsins og virtist sem svo að leikurinn væri að snúast í höndum Þjóðverja. Þá gerði ísland tvenn Úaufamistök og missti Þjóðverjana aftur í fimm marka forystu, 26-21, og þar kláraðist leikurinn. Orkan sem hafði farið í að minnka muninn var of mikil og vonarneistinn horfinn. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Þýskaland sem fann aftur taktinn sem það hafði sýnt í upphafi leiks. Undir lokin var þetta orðið einungis spurning um að tapa íslenska landsliðið í handbolta þurfti að sæta enn einu tapinu á Evrópumeistaramótinu þegar liðið tapaði fyrir Þýskalandi, 35-27. Byrjun íslenska liðsins varð því algjörlega að falli því það skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútna leik og var þá strax komið sex mörkum undir. Maður hefði haldið að eftir erfitt mót hingað til að íslenska liðið kæmi tvíeflt til leiks og sérstaklega þar sem svo margir liðsmenn fslands spila í Þýskalandi. Svo var nú heldur betur ekki því strákarnir voru steinrunnir og gátu ekki keypt sér mark í upphafi leiks. Fyrsta mark íslands skoraði Guðjón Valur Sigurðsson sem spilaði mestan hluta leiksins í stöðu vinstri skyttu. Guðjón er ekki ókunnugur þeirri stöðu og leysti hana ágætíega af hendi og skoraði sex mörk en það munar auðvitað um minna að þurfa að láta hornamann spila fyrir utan. Þjóðverjar hafa kvartað sáran yfir útíspilurum sínum sem hafa ekld verið fikir sjálfum sér. f gær steinlá aftur á móti næstum hvert einasta skot enda íslensku markverðimir ekki þekktir fyrir að verja langskot. Það breytti ekki máli þótt íslensku vöminni tækist að koma Þjóðverjum í gífurlega erfið skot, alltvarinni. Verst var staðan í fyrri hálfleik orðin 17-8 fyrir Þýskaland og allt stefndi í algjöra niðurlægingu. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks datt vömin í gír og Birkir, sem byrjaði í markinu og var kominn aftur í það eftír skiptíngu við Hreiðar, varði nokkur skot. Eitthvað annað en hafði verið fyrr í leiknum. Sóknin sló taktinn við vörnina á þessum tíma og ísland skoraði síðustu fjögur mörkin í hálfleiknum og breytti stöðunni í 17- 12. Munaði minnstu fslenska liðið kom sterkara inn í seinni hálfleikinn og allt önnur holning var á liðinu. Sóknarleikurinn var áfram stirðbusalegur en einstaklingsframtök Ólafs Stefánssonar og Guðjóns Vals skiluðu mörkum og vítaköstum sem Ólafur skoraði auðveldlega úr. Eftir tíu mínútna leik var ísland búið að minnka muninn í tvö mörk og Heiner Brand, þjálfara Þýskalands, leist ekki á blikuna og skipti um markvörð. SKELFILEGA Hinn fjarlægi draumur íslenska landsliðsins í handbolta um að komast í und- anúrslit á Evrópumeistaramótinu er endanlega búinn eftir átta marka tap gegn Þýskalandi. Hrikaleg byrjun íslands lagði grunninn að tapinu þótt strákarnir hafi komið aðeins til baka í leiknum. Fylkismenn teija Bjarna Þórð Halldórsson vera sinn leikmann: ÁMILLISTEINS OG SLEGGJU? Bjarni Þórður Halldórsson er genginn til liðs við Stjörnuna úr Garðabæ frá Fylki ef marka má orð Ragnars Arnasonar, stjórnarmanns úr Stjörnunni. Hins vegar vilja Fylk- ismenn ekki kannast við að hann sé farinn í Stjörnuna og vilja meina að hann sé enn á samningi við Ár- bæinga. Samkvæmt vef KSÍ er Bjarni samningslaus og skrifaði hann und- ir samning við Stjörnuna til loka leik- tíðarinnar um liðna helgi. Örn Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Fylkis, segir að ekkert sé til í því í að Bjarni sé að fara frá félaginu. „Þetta eru al- gjörlega óstaðfestar fréttir og úr lausu lofti gripnar. Bjarni er með samning við okkur og það hefur ekkert verið rætt við okkur um lausn frá þessum samningi. Hann er ekki skráður með samning hjá KSÍ vegna formgalla. Form KSÍ-samninga breyttist í sum- ar en við eigum samning við hann á gamla forminu. Þó KSI samþykki ekki einhvern samning, hlýtur það sama að gilda um þennan samning og venjulega ráðningarsamninga. Það er því klárt mál að samningur- inn stendur," sagði Örn. Samkvæmt heimildum DV skrif- aði Bjarni undir samning við Fylki á síðasta ári en sá samningur fór ekki niður í KSÍ innan 30 daga eins og reglur segja til um. Málið er mjög athyglisvert þar sem slíkt mál hefur ekki komið upp áður hér á landi. Ragnar Árnason, stjórnarmaður úr Stjörnunni, vildi ekíd tjá sig um einstök málsatvik en sagði að það sé alveg ljóst af sinni hálfu að Bjarni sé liðsmaður Stjörnunnar. „Bjarni er Bjarni Þórður Halldórsson Stjörnu- menn telja sig hafa samið við Bjarna en Fylkismenn eru á öðru máli. búinn að skrifa undir samning við okkur og hann er frábær styrkur fyr- ir liðið og gerir mikið fyrir hópinn. Bæði sem leikmaður og félagi. Bjarni hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er memaðargjarn sem pass- ar mjög vel við þau markmið sem við höfum sett okkur" segir Ragnar. „Við ákváðum að semja við hann út tíma- bilið og svo kemur í lj ós hvernig sam- starfið mun ganga áður en við gerum lengri samning," segir Ragnar. Bjarni er 24 ára og var aðalmark- vörður Fylkis árin 2004 og 2005. Hann lenti í erfiðum meiðslum sum- arið 2006 og lék einungis einn leik með liðinu. Fylkir fékk í sínar raðir Fjalar Þorgeirsson frá Þrótti til þess að fylla skarð Bjarna og hefur hann staðið í marki liðsins sem aðalmark- vörður síðan þá. Bjarni lék 11 leiki með Víkingi Reykjavík þar sem hann var á láni í fyrrasumar. Bjarni Þórð- ur hefur leikið 48 leiki í efstu deild og þar af 10 leiki með Víkingi. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.