Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 7
NÝIFORSTJÓRINN VERÐURAÐ: ■ Bjóða góðan daginn! ■ Njóta trausts og virðingar ■ Vita hvað forstjóri á að gera ■ Vera meðvitaður um hvað er að gerast í fyrirtækinu ■ Líta á starfsfólk sem auðlind ■ Vera framsækinn ■ Móta stefnu - aðra en þá að hanga á forstjórastöðunni eins og hundurá roði ■ Beita nútímalegum stjórnunaraðferðum ■ Taka skynsamlegar ákvarðanir ■ Hafa kímnigáfu ■ Ná árangri í starfi ■ Henda kristöllunum! Afslaturfelagid.com auðvitað ömurlegt að fá svona utan- aðkomandi árás á sig. Ég veit hins vegar að að baki árásunum eru svo afbrigðilegar hvatir að ég get ekki látið þetta trufla mig mikið. Ég er ekká á barmi þess að brotna undan þessu en að mér ei mjög ómaklega vegið. Vissu- lega er þarna verið að reyna að eyðileggja mitt mannorð og það særir að sjálfsögðu. mikil ósköp," segir Steinþór. Slæmt and- rúmsloft í könnun VR um starfsánægju starfsmanna að- ildarfélaga fyr- 1 ir árið 2007 kom SS illa út. Fyrirtækið er í næstneðsta sætí af þeim 117 fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni. Trúverðug- leiki stjórnenda fyrirtækisins bíður einnig hnekki þar sem hann mæld- ist aðeins 8 af 100 mögulegum. Steinþór er ekki ánægður með þessa útkomu hjá fyrirtækinu. Hann telur óánægjuna ekki síst hafa birst hjá söludeild fyrirtækisins og and- rúmsloftið i kringum fyrrverandi markaðs- og sölustjóra, Friðrik Ey- steinsson. „Andrúmsloftíð í sölu- deildinni var ekki gott og það tengd- ist auðvitað stjórnun deildarinnar. Við höfum verið að vinna í því að laga andrúmsloftíð í deildinni und- anfarið," segir Steinþór. „Ég get ekki verið með neinar „Það liggur ekkert fyrir um málarekstur og óvíst hvort mað- ur hafi áhuga á slíku gagnvart einhverjum sem á svona bágt." getgátur um það hvort þessi fyrrver- andi yfirmaður standi að baki síð- unni. Ég tel mig vita nákvæmlega hver þetta er og nú þarf að sanna það eftir tiltækum leiðum. Auðvitað erum við að rekja þessa slóð, bæði með skoðun innanhúss og með ut- anaðkomandi aðstoð." Líkur á kæru Steinþór segist ekki ætla að láta þessa slaingilegu herferð trufla sig of mikið. Aðspurður útilokar hann að stuðningsyfirlýsingar hafi ver- ið píndar fram. „Skaðinn er í raun skeður og það er virki- lega neikvætt að reynt sé að láta þetta líta út sem verknaður núver- andi starfsfólks. Ég sannfærður um að svo sé ekki," segir Steinþór. „Ég á ekki í neinum vandræðum með að standa við mín /erk. f atvinnugreininni íafa verið miklir erfið- .eikar en Sláturfélagið stendur gríðarlega vel." Steinþór staðfestír að lögregla aðstoði við rann- sókn málsins og vonast hann til þess að því ljúki sem fyrst. Hann útilokar ekki að höfðað verði meiðyrðamál vegna skrifanna á vefsvæðinu. „Við viljum bara að þetta hætti. Að sjálfsögðu höfum við leitað til lögfræðings vegna máls- ins og erum við að kanna lagalega stöðu. Það þarf að meta vandlega hvaða hlutír hafa komið þarna fram og við hvaða lög það varðar. Mér er að sjálfsögðu annt um mitt mann- orð. Það liggur ekkert fyrir um mála- rekstur og óvíst hvort maður hafi áhuga á slíku gagnvart einhverjum sem á svona bágt," segir Steinþór. Við vinnslu fréttarinnar var ítrekað reynt að ná í Friðrik Ey- steinsson, fyrrverandi markaðs- og sölustjóra SS, en án árangurs. Vaktstjóri Vegamóta biöst afsökunar á meintu háttalagi dyravarðar: Eru ekki rasistar „Ég get ekki útilokað að þetta hafi gerst og biðst innilega afsökunar ef einhver viðskiptavinur okkar hefur lent í svona uppákomu. Það er alls ekki stefna staðarins að fæla útlend- inga ffá eða hamla þeim inngöngu," segir Fannar Alexander Arason, vaktstjóri á skemmtístaðnum Vega- mótum. Hluti viðskiptavina Vegamóta hef- ur vaxandi áhyggjur af fordómum í garð útlendinga á staðnum. Einn gestanna hafði samband við DV og lýstí upplifun sinni um nýliðna helgi. Hann hafði ætlað sér að heimsækja Vegamót í slagtogi við þeldökkan félaga sinn. Er viðkom- andi kom • að innganginum vísaði dyravörður staðarins honum ffá og gaf þá skýringu að hann væri ekki velkominn þar sem hann væri klædd- ur eins og Pólveiji. Að þessu sinni var viðkomandi klæddur í gallabuxur og hettupeysu. Ekki tók betra við er gesturinn gerði aðra tílraun tíl inngöngu, þá svaraði dyravörður því til að hann væri velkominn inn á stað- inn en ekki negrinn vinur hans. Fannar er verulega hissa á því að heyra slíka ffásögn viðskiptavinar. Hann segir alla velkomna á Vegamót og ítrekar að stefna staðarins sé alls ekki að fæla ákveðna hópa ff á. „Ég kannast ekki við nein svona dæmi enda gefum við okkur ekki út fýrir að vera rasistar. Það eru allir að sjálfsögðu velkomnir tíl okkar. Gaman væri ef viðkomandi gætí leitað tíl okkar því við viljum ræða við þann starfsmann okkar, viðkomandi dyravörð, sem kom svona fram því það hefur hann tekið algjörlega upp hjá sjálfum sér," segir Fannar. trausti@dv.is **?■ Vísað frá? Frásagnir viðskiptavina Vegamóta gefa til kynna að útlendingum sé markvisst hömluð innganga. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti@dv.is Innanhússrannsókn Sláturfélags Suðurlands, SS, stendur yfir vegna ásakana á hendur forstjóra fyrirtæk- isins, Steinþóri Skúlasyni. Hann er sakaður um forneskjulega stjórn- unarhætti sem jafnt og þétt séu að eyðileggja allan starfsanda innan félagsins. Þá hefur einnig verið leit- að tíl bæði lögreglu og lögmanna vegna málsins. Óánægðir og ónafngreindir starfsmenn hafa komið á sérstöku vefsvæði, slaturfelagid.com, þar sem stjórnunarháttum forstjóra SS er mótmælt harðlega og honum kennt um hina miklu óánægju sem mælist meðal starfsmanna. Yfirskrift vef- síðunnar er: Látum ekki slátra félag- inu! Fljótlega eftir að vefsíðan komst í umræðuna kom fr am tilkynning frá söludeild fyrirtækisins þar sem öll- um tengslum við síðuna var algjör- lega vísað á bug. Skömmu síðar var sett inn færsla á síðuna þar sem til- kynningin er sögð hafa verið knúin fram af stjórnendum og starfsmenn píndir til að skrifa undir. Talsmenn SS hafa hins vegar svarað þessum ásökunum fullum hálsi og sagt fyrrverandi starfsmenn reyna að koma höggi á fýrirtækið og um leið forstjórann. Vegið úr launsátri „Að sjálfsögðu særir þetta mig því hér er ekkert annað en lygavefur á ferðinni og ráðist á mannorð mitt. Að mínu mati er þetta vel á mörk- unum að kallast níð og óhróður sem beinist að mér persónulega. Þetta lítur út eins og haturssíður sem finnast víða erlendis. Ég vorkenni eiginlega þeim sem stendur þarna að baki. Lygavefurinn er greinilega skáldaður af mjög bitrum einstakl- ingi sem hefur ekkert betra að gera við líf sitt," segir Steinþór í samtali við DV. Aðspurður telur Steinþór sig vita hvaða starfsmaður stendur fyrir síðunni og segist vorkenna honum sárlega. Hann undrast nafnlausar árásirnar. „Það er leiðinlegt að þurfa að eyða tíma í svona sora því þetta er ekkert annað. Mér þykir nafn- leyndin sorgleg þar sem vegið er úr launsátri. Það er eðlilega þreytandi að þurfa að standa í þessu og það er Úttekt að Ijúka Ríkisendurskoðun vinnur !“‘l Lt»i». hörðum höndum að því að ljúka stjórnsýslu- úttekt sinni á vinnubrögðum Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar við sölu á ríkiseign- um á varn- arliðssvæðinu. Áhersla er lögð á að leggja mat á söluaðferðir félagsins við sölu 1.660 íbúða til fyrirtækisins Háskólavalla ehf. og sölu 22 skemma tíl fýrirtæks- ins Base ehf. Forsvarsmenn Þró- unarfélagsins og bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar hafa verið sagð- ir vanhæfir í málinu og bent hef- ur verið á rík tengsl kaupenda við Sjálfstæðisflokkinn. í úttekt Ríkisendurskoðunar verður tekin afstaða til þessa vanhæfis. Vonast er tíl þess að henni ljúki í vikunni og niðurstöður verði ljósar fyrir helgi. Sár forstjóri Steinþór vorkennir starfsmanninum sem stendurað baki haturssíðunni f hans garð. Hann telur sig vita hver þetta er og útilokar ekki málaferli. PV Fréttir MIÐVIKUDAGUR20. FEBRÚAR 2008 7, Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, er sagður vera að slátra fyrirtækinu með harð- neskjulegum stjórnunarstíl sínum. Því er haldið fram á sérstöku vefsvæði, slaturfelagid.com, sem stofnað var til höfuðs forstjóranum. Særandi lygavefur þar sem ráðist er að mannorði mínu, segir Steinþór forstjóri. SS kom næstverst út í könnun VR á starfsánægju. SSSTJ0RIVER SIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.