Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 Heimili DV HEIMILISRÁÐ tieimild: www.qoreni BRÁÐÞROSKA BANANAR Hvað gerir maður - eða kona - þegar hann er með körfu fulla af hörðum, grænum banönum og ætlunin er að baka gómsæta bananatertu fyrir afmælisveisl- una á morgun. Allt fyrir bí. Engin ER SVEPPURINN FERSKUR? Það er auðvelt að sjá hvort sveppurerferskur. Líttu á hattinn, hann ætti að vera lokaður þannig að tálknin undir honum sjáist ekki. Ræturnar ættu helst enn að vera fastar á því að rótin er náttúruleg rotvörn; hún lengir líf sveppsins og heldur honum stinnum. Svo gætirðu vitaskuld tínt þá sjálf/-ur. Frá maí til nóvember má finna góða garðsveppi á garðblettuni sem borið hefur verið á. Villisveppir finnast á beitarsvæðum hesta og annarra húsdýra, oft margir saman í beði, frá júlí til október. En til að gæta alls öryggis ættir þú að hafa góða bók um sveppi með í för. > ■ U— - - mr&r : MONSANTO: HÚS FRAMTÍÐARINN AR Var byqgt i Disneylandi árið 1957. MÓÐINS Þótt margt sé hallærislegt i húsinu er margt líka mjög flott. Árið 1957 voru sérfræðingarfengnir til þess að reisa hús framtíðarinnar í Disneylandi. Húsið átti að vera frá árinu 1986 og átti að innihalda ýmsar tækninýjungar sem mannkynið átti að vera búið að tileinka sér. Meðal þeirra voru örbylgjuofn, sjálfvirkir pottar, gammageislar og vélknúin borð. Árið 1957 var Monsanto: Hús framtíðarinn- ar reist í Disneylandi í Kaliforníu. Húsið átti að gefa gestum skemmtigarðsins innsýn inn í fram- tíðina, nánar tiltekið árið 1986. í húsinu var að finna ýmsar tækninýjungar sem vísindamenn og sérfræðingar voru vissir um að mannkynið væri búið að finna upp og tileinka sér á næstu 30 árum. Margir af spádómum sérfræðinga reynd- ust réttir, en þeir spáðu réttilega til um græjur á borð við örbylgjuofninn, sjónvarpsfjarstýring- una og dyrasímann. En hins vegar skjátlaðist þeim um margt. Var það hald sérfræðingana að árið 1986 myndu kælar og frystar vera úr sög- unni því fólk myndi nýta sér gammageisla til þess að viðhalda ferskleika hráefna. Einnig að el- dahellur myndu heyra sögunni til og þess í stað myndu rafmagnspönnur og -pottar sem myndu hita sig sjálf sjá um allt saman. Borð myndu rísa úr gólfum, þök yrðu þakin álpappír til að end- urkasta sólargeislum og allar dyr væru rafræn- ar. Þá myndi húsið vera samansett af plasthylkj- um og göngum, sturtur bæði hreinsa mann og þurrka í leiðinni og böð hreinsa sig sjálf. Nán- ast allt efni yrði gert úr nylon, hvort sem það eru föt eða sængur. Og að lokum myndi karlmanns- tískan draga stíl sinn af ofurmenninu og hugs- anlega þáttunum um Jetson-fjölskylduna. Sér- fræðingar virðast aðeins hafa farið fram úr sér varðandi Hús ffamtíðarinnar, sem var fjarlægt úr garðinum ári síðar. I ár á að reisa húsið aft- ur og hafa verkfræðingar, uppfinningamenn og aðrir slíkir verið fengnir til þess að skaffa svip- aðar hugmyndir um hve langt mannkynið verði komið eftir 30 ár. Fyrirtækin sem koma nálægt húsinu eru Microsoft Corp., Hewlett-Packard Co., hugbúnaðarframleiðandinn LifeWare og húsasmíðarisinn Taylor Morrison. dori@dv.is bananaterta - nema þú flýtir þroskaferlinu. Það geturðu gert með því að tuska bananana aðeins til, til dæmis í röku viskustykki. Þurfirðu marga banana geturðu sett þá í stóran plastpoka og barið pokanum létt í borðbrún. Innan skamms verða þeir fullveðja. RYKSUGAÐ MEÐ NÆLONSOKKI Hvað í ósköpunum koma nælonsokkar þrifum við? Svarið er óvænt og einfalt. Ef þú vilt þrífa skúffurnar án þess að fjarlægja borðbúnaðinn og hvað annað sem þú geymir í þeim skaltu setja nælon- sokkframan á ryksugurörið þitt og láta ryksuguna um afganginn. Nælonsokkurinn tryggir að ekkert hverfur nema rykið. Sama aðferð ætti að henta vel til að þrífa hillur með leikföngum í og öðru því um líku. Nó/r/ Snagar & fatahengi í úrvali www.nora.is Dalvegil6a Kóp. S: 517 7727 opið: má-fö. 12-18, lau 11-16 franskt ol ró Það eru engin takmörk Á síðustu árum hefur aukist mjög að fólk láti hanna falleg sandblásin mynstur á gler í glugga til að lífga upp á heimilið. Þá er aðallega um að ræða ýmiss konar útskurð í sandblástursfilmu, en hún gefur mjög svipaða áferð og sandblásið gler. Til dæmis er hægt að nota sandblástursfilmu til að ekki sjáist inn um óheppilega staðsetta baðherbergis- eða bflskúrsglugga. Filman lokar vel á útsýni inn og út, en hleypir samt birtu í gegn. Þórður Bjarnason, hönnunarráðgjafi hjá skilti.is, segirýmiss konar beiðnir berast þeim. „Það sem er vinsælast er án efa að gera nöfn, húsnúmer og föst form í glugga en það er líka mikið um ýmiss konar krúsidúllur. Úrvalið eykst með hverju árinu og það er óhætt að segja að það eru engin takmörk þegar kemur að sandblástursfilmu. Það er hægt að skera allt sem hugurinn girnist í sandblástursfilmu, ekki bara nöfn íbúa, húsnúmer og götuheiti, heldur líka fallega grafík og mynstur. Einnig kemur afar vel út að prenta svarthvítar myndir á sandblástursfilmu," segir Þórður fýrir þá sem vilja vera frumlegir. Þetta þarf ekki að vera mikið mál því hægt er að senda þeim félögum hjá skilti.is tölvupóst með stífum málum af þeim gluggum sem viðkomandi langar að fegra með sandblæstri og fá hönnunarráðgjöf og tilboð. kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.