Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 18
I# MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 Sport PV ÍÞRÓTTAMOLAR SVERRIR TIL SUNDSVALL Miðvörðurinn SverrirGarðarsson er loks farinn utan en gengið var frá félagaskiptum hans til sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall.„Þetta eru góð kaup fyrir félagið. Sverrir er stórogsterkur leikmaður sem eykur keppnisandann ( liðinu til muna" sagði Cain Dotson íþrjóttastjóri Sundsvall, á heimasíðu félagsins. Kynna átti Sverri sem leikmann Sundsvall fyrir helgi en blaðamannafundi sem var boðaður ( tilefni þess var aflýst. Með Sundsvall leikur annar Islendingur, Ari Freyr Skúlason, sem færði sig úm set frá Hacken eftirtímabilið. ANDRISLAPPVIÐ BANN „Ég er ánægður með þetta," sagði Andri Berg Haraldsson, handboltamaður úr Fram, kátur í gær en þá kom (Ijós á aganefndarfundi HSÍ að hann var ekki dæmdur (leikbann. Andri Berg fékk rautt spjald gegn Akureyri fyrir engar sakir og var að vonum ósáttur. Upp hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem virkaði þvl Andri fékk spjaldið afturkallað.„Þeir sem sáu myndbandið sáu að þetta var rangt þannig að ég verð með á móti Stjörnunni og Haukum sem eru næstu tveir leikir. Það verður bara að koma í Ijós hvort það verði eitthvað fylgst með mér. Ég er ekki vanur að gera eitthvað ólöglegt þannig að það skiptir engu máli. Ég er alveg heiðarlegur og hef alltafveriö." Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, sá sem kýldi Andra, fékk hins vegartveggja leikja bann. 1 ENGIN KÆRA OG lR IÚRSLIT Samkvæmt KSl liggur engin kæra fyrir ( kjölfar leiks KR og Vals í Reykjavíkur- mótinu (knattspyrnu. KR-ingar sigruðu ( leiknum 4-0 en gleymdu að setja nafn Guðmundar Péturssonar á leikskýrslu. Valsmenn ætla hins vegar ekkert að aðhafast í málinu„Ég hef ekki sent inn neina formlega kvörtun eða kæru. Ég á ekki von á þvl að við munum gera nokkuð meira (þessu. Það eru engin for- dæmi fyrir því að leikur tapist á þessu tækniatriði. Hins vegar er athyglisvert að lið sé ólöglegt í þremur leikjum af fjórum (Reykjavíkurmóti," segir Óttar Edwaldsson, yfirmaður afrekssviðs Vals. Því er Ijóst að úrslitaleikur Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu verður á milli Fram og lR. I DAG Heimur úrvalsdeildarinnar .Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. Gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt LeTissier, Glen Hoddle, lan Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley. UK Masters cup er orðin griðarlega vinsæl mótaröð en þar taka þátt 32 lið skipuð leikmönnum sem gerðu garðinn frægan á árum áður í ensku úrvalsdeildinni. GÆTUM UNNIÐ ALLA í DAG GAMLA FRETTIN Gamla fréttin að þessu sinni er af leik Víkings og ÍBV í bikarúrslitum í hand knattleik kvenna árið 1994. Halla Margrét Helgadóttir leikmaður Víkings rifjar hér upp leikinn. Gamla fréttin að þessu sinni er af leik Víkings og IBV í úrslitum bik- arkeppninnar árið 1994. Halla Mar- grét Helgadóttir fór mikinn í leikn- um og skoraði fimm mörk eða rúman fjórðung marka Víkings sem vann leikinn 19-18. DV sló á þráð- inn til Höllu Margrétar sem ætlaði ekki að trúa að blaðamaður væri á línunni, sannfærð um að um vinnu- grín væri að ræða. Halla sannfærðist þó að lokum og spjallaði um ieikinn sem að hennar sögn var leiðinlegur. „Hann er nú ekkert mjög sterkur í minningunni þessi leikur. Við unn- um bikarinn tvisvar á þessum tíma og þetta var í síðara skiptið. Leikur- inn var ekki góður en hann var mjög jafn og spennandi fyrir áhorfendur. Það er alltaf gaman að vinna bik- ar en það sem var sérstakt við þenn- an leik var að hann var einn afþeim fáu sem voru leiknir í Austurbergi," segir Ilalla María en hefð er íyrir því að bikarúrslitaleikir séu spilað- ir í Laugardalshöllinni. „Þetta var algjör ströglleikur og ÍBV var með gott lið. Judith, Ingibjörg og Andrea voru sterkar," segir Halla. „Við vorum með mjög gott lið á þessum tíma og þetta sama ár unnum við íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en síðan ekki söguna meir," segir Halla sem .A hætti að leika handknatt- Æf leik árið 2002 og ein- f beitir sér að uppeldi þriggja barna. «£■"' Þetta var mjög skemmtilegur tími W og við náðum upp « Rosalega erfitt -í skemmtilegum kjarna út frá 71 ár- ganginum og unn- um marga titla. I liðinu K voru margir góðir leikmenn v auk þjálfara á borð við Gústaf Björnsson og Theadór Guð- Við myndum lcga SB taku þessar stelpur sem eru að spila í dag í bakaríið, eigum við ekki að segja það," segir Halla og hlær við. „Ég hef að vísu lítið séð af Fram sem er á toppnum en svo virðist sem þar sé að koma upp samheld- inn hópur stelpna sem spila með hjartanu. Það skiptir miklu að vera ekki alltaf að þessari liðsflokkun. Við í 71. árgangnum unnum mikið í yngri flokkunum og við þekktum hver aðra vel," segir Halla. Eftir 1994 hættu margir leik- menn og eftir það tók að halla und- an fæti hjá liðinu og nú er svo komið að Víkingur er ekki með kvennalið í handbolta. „Því miður datt botn- in úr þessu hjá Víkingi og vonandi verður ráðin bót þar á," segir Halla. Gummersbach og Ciudad Real mætast í kvöld í kvöld mætast Gummersbach og Ciudad Real í meistaradeild Evrópu í handbolta. Með Gummersbach leika þrír íslendingar. Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Jacobsson og þjálfarinn auðvitað Alfreð Gíslason. Með Ciudad Real leikur besti handknattleiksmaður íslands, Ólafur Stefánsson. Ólafur hittir því fyrir gamla þjálfarann sinn frá Magdeburg og félaga sína úr landsliðinu. Alfreð Gíslason hlakkar til leiksins en býst ekki við sigri. „Það verður gaman að fá Óla í heimsókn. Petar Metlecic sem er í sömu stöðu og Óli er meiddur þannig að hann á líklega eftir að spila allan leikinn. Hann er nú líka búinn að spila miklu betur en hann hvort eð er þannig að það er ekkert verra fyrir hann. Ásamt Kiel er Ciudad besta lið í heimi og það verður gaman fyrir mína stráka að mæta þeim. Þegar ég er í meiðslavandræðum er ég með mjög þunnan hóp en Ciudad glímir ekki við þannig vandamál. Þeir segj- ast vera í einhverjum vandamálum með rétthentu skyttustöðuna sína en eru samt með fjóra heimsklassa- leikmenn þar. Þetta er alveg rosa- legt vandamál hjá þeim sem ég væri alveg til í að eiga við," sagði Alfreð þegar DV talaði við hann um leik- inn í gær. Gummersbach er sem stendur í 6. sæti þýsku deildarinnar og því úr meistaradeildarsæti eins og er. „Ég er nú farinn að leggja mun meiri áherslu á deildina úr því sem komið er og legg í raun mun meira upp úr leiknum gegn Balingen um helgina. Það fer aðeins eitt lið upp úr þess- um riðli í meistaradeildinni og þótt við myndum vinna Ciudad í kvöld er vonin samt veik. Sigur breytir í raun afstöðu minni ekki. Ef Ciudad tapar þarf það bara að klára Mont- pellier, Gorenje og svo okkur heima. Það er nokkuð sem þeir eiga að fara létt með. Aðalatriðið er að komast í meistaradeildina aftur að ári því þá verðum við með miklu betra lið," segir Alfreð Gíslason. tomas@dv.is Alltaf að Kunnugleg stelling hjá Alfreð Gíslasyni. VIÐAR GUÐJONSSON blcidamaöur skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.