Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 Heimili DV Verslunin Epal býður upp á húsgögn eftir íslenska hönnuði: HEIMSÞEKKT (SLENSK HÖNNUN „Það hefur alltaf verið eitthvað af ís- lenskri hönnun hjá okkur," segir Eyj- ólfur Pálsson, húsgagnasmiður og eigandi verslunarinnar Epal. „Eftir fyrstu þrjú til fjögur árin höfum við lagt upp úr því að vera með íslenska hönnun," segir Eyjólfur en hann opnaði verslunina árið 1975. „Við AMESEINN Nýjasta hönnunin frá Erlu Sólveigu. erum alltaf vakandi fyrir íslenskri hönnun sem verið er að framleiða erlendis og reynum þá að ná henni." Eyjólfur segir að hönnunin verði þó að uppfylla kröfur verslunarinnar um gæði. Meðal þeirra íslensku hönnuða sem Epal býður upp á verk eftir er Katrín Pétursdóttir. „Katrín gerði meðal annars Tréð, eða Tree, sem orðið heimsþekkt hönnun og gríð- arlega vinsæl víða," segir Eyjólfur en Katrín hannaði Tréð ásamt Michael Young. „Þetta er svo einföld og vina- leg hönnun. Hönnun sem líkir eftir þekktu formi eins og tré eða kúlu er líkleg til þess að ná vinsældum því fólk þekkir formið aftur." Epal er einnig með hönnun eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. „Nýjasti hluturinn frá Erlu er stólinn Ames einn sem er stórglæsilegur. Bláa lónið var meðal annars að kaupa stólinn í nýja salinn hjá sér," og seg- ir Eyjólfur að stærsti framleiðandi Erlu sé væntanlegur til hans í dag. „Hann heitir Ivan Hansen og fram- leiðir allt eftir Erlu." Epal býður upp á verk eftir marga fleiri hönnuði svo sem Pétur B. Lúthersson, Sigurð Gústafsson og Ólöfu Jakobínu Ernudóttur. „Síðan er Sigríður Heimisdóttir einnig með hillur hérna svo fleira sé nefnt," seg- ir Eyjólfur að lokum og hvetur fólk til þess að koma og kynna sér hönn- unina nánar. asgeir@dv.is TRÉ KATRÍN- AR Erorðin heimsþekkt hönnun að sögn Eyjólfs. TAKE AWAY Lampi eftir Sigurð Gústafsson. Við höfum ýmislegt til að fegra garðinn, pallinn, sumarbústaðinn og heimilið. styttur, gosbrunnar, vindhanar, dvergar, fuglar, blóm og allskonar gjafavörur. Þið eruð alltaf velkomin til okkar. Sláið á þráðinn. Síminn okkar er: 487 5470. v/ Suðurlandsveg 850 Hella.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.