Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Page 23
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR20. FEBRÚAR 2008 23 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRi: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSiMI 512 7080, AUGLÝSINGAR S12 70 40. SANDKORN ■ Elín Hirst sagði þá frétt í kvöld- fréttum Sjónvarps á sunnudags- kvöld að Islendingur í New York væri farinn að selja þarlend- um íslenskt skyr. Þessi frétt er mörgum lesendum DV að góðu kunn enda sagði DV frá þessu 4. september á síðasta ári. Þá kom einnig fram að íslenskir útrásar- menn eru afskaplega ósáttir við framleiðslu Sigurðar Hilmars- sonar sem var mikið mærður í Sjónvarpinu. Baldvin Jónsson, ráðunautur Bændasamtakanna, sagði framleiðsluna ekki skyr heldur jógúrt og að þetta gæti skemmt fyrir útflutningi skyrs ffá íslandi. ■ Bloggarar Eyjunnar eru á meðal þeirra fáu sem enn nenna að þræta fyrir óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins. í hvert sinn sem einhver fjölmiðill fjallarum klofninginn í flokknum rísa til varnar þau Hafrún Kristjánsdótt- ir, systir Sig- urðar Kára Kristjánssonar, Tómas Hafliða- son, stjómarmaður SUS, og Frið- jón Friðjónsson, einn af banda- mönnum Bjöms Bjamasonar dómsmálaráðherra. Tómas er sérlega ákveðinn í vöminni fyrir Sjálfstæðisflokkinn en er sagð- ur eiga sér þá von að ná ff ama í flokknum en ekki er almennur skilningur á erindi hans. ■ Illugi Jöladsson er maður fjöl- hæfúr. Þessa dagana er hann að leggja lokahönd á fyrsta tölublað Skakka tumsins, tímarits sem fjallar um vísindi á mannamáli. Þar með er Illugi orðinn ritstjóri tveggja tímarita en hann stýrir einnigSög- unni allri og er að auki forleggj- ari bókaút- gáfunnar Skugga. Sú útgáfa lifði afjólabóka- flóðið fyrir tilstilli bróður forleggjarans, Hrafns Jökulssonar, sem náði metsölu með bók sinni, Þar sem vegurinn endar. Hrafn situr nú sveittur á Ströndum við að skrifa næstu bók. ■ Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra skemmtir sér konunglega þessa dagana í rík- isstjóm Geirs H. Haarde sem iðnaðarráðherrann hælir við hvert tækifæri. Össur rifjar upp skammir sjálfstæðismanna við skrifum hans um borgarstjórn- arflokkinná sínumtíma en snýtir sfðan Davið Oddssyni seðla- bankastjóra sem hafi niðurlægt Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins, með því að svara kald- ranalega spumingu um stöðu Villa með annarri um stöðu Huddersfield í breska boltanum. R| Zero tolerance? JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJORISKRIFAR. I\'ú erufimmdagarliönirfráflóttanum oglögreglanhefurcnn ekkertságt nm ábyrgÖsiha n málinu. LEIDARI Lögreglan í Reykjavík hefur undanfarið tekið sér stöðu gegn hinum almenna borgara. Venjulegum borgur- um er hegnt af fullu afli fýr- ir að pissa undir beru lofti og hraðamyndavélar eru settar upp til þess að grípa þá örugglega ef þeir fara yfir hámarkshraða. Þessi stefna Stef- áns Eiríkssonar lögreglustjóra gegn smærri glæpum er kölluð „zero toler- ance". Hún er hjákátleg í ijósi þess að á sama tíma og Stefán framfylgir henni er Annþór Karlsson, einn harðsvírað- asti ofbeldismaður landsins, vistaður á Iausagangi í lögreglustöð hans og nær að flýja úr haldi án þess að nokk- ur taki eftir því í tvo klukkutíma. Það er ljóst að lögreglan beið álits- hnekki við flótta þessa „hættulega" manns, sem var vistaður í opnum klefa. Nú eru fímm dagar liðnir frá flóttanum og lögreglan hefur enn ekk- ert sagt um ábyrgð sína á málinu. Með hverjum deginum sem líð- ur án þess að Stefán Eiríksson útskýri málið vakna fleiri spurn- ingar um starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að komast að því hvers vegna j þeim tekst ekki að halda hættulegum mönnum. Hvað sem lögreglustjóran- um líður á aimenningur heimtingu á að fá að vita hvers vegna lögreglan reyndist óhæf í það einfalda verkefni að læsa klefa hættulegustu manna. Oft er eins og íslenskir glæpamenn séu með greindarvísitölu á við Bjarn- arbófana og er það vel. Þetta hefur j sést í ýmsum heimskulegum banka- ránum, nú síðast í Glitni við Lækj- argötu. Hins vegar er verra þegar ís- lenska lögreglan minnir á Skapta og Skafta. Og ekki skánar það þeg- ar menn segja eins og í laginu: „Ekki J benda á mig." Sem betur fer kom í ljós að stroku- fanginn hættulegi sver sig í ætt við aðra íslenska glæpamenn og fannst í fataskáp eftir að hafa gert það eitt að breyta yfirlýstu skapi sínu á MySpace úr „sáttur" í „vondur". Skattar og gjöld lækka f þessari viku var stómm áfanga náð. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband fslands náðu, með mikilli vinnu og virðingu fyrir stöðu hvors annars, saman um launaþróun og forgangsröð- un launa. Mikilvægast við þessa kjarasamninga er að forystumenn atvinnulífsins og ASÍ náðu sam- an um þá forgangsröðun að setja mest til þeirra sem hafa setið eftir í launaskriði og hafa lægstu launin. Þessir kjarasamningar vom skyn- samlegir og mjög þýðingarmiklir og eru forsenda annarra ákvarð- ana, bæði fyrir efnahagslífið í heild og rekstur fyrirtækja en líka fyrir þá samninga sem koma í kjölfarið. f lok samningalotu kom ríkis- stjórnin með jákvætt útspil fyrir hönd skattgreiðenda til að styðja við einstaklinga og fyrirtæki. Út- spil ríkisstjómarinnar fól meðal annars í sér sértækar aðgerðir til að bæta stöðu bamafjölskyldna, hækkun bóta og skattleysismarka og aukin ffamlög til símenntunar. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að ríkisstjómin tekur á sama tíma og hún bætir kjör launþega ákvörðun um að lækka fyrirtækjaskatt úr 18 prósentum í 15 prósent. Sumum þykir erfitt að skilja þessa stefnu hægrimanna en með því að lækka skatta á fyrirtæki geta tekjur hins opinbera af sköttum einmitt auk- ist verulega þar sem skattalækkan- ir virka sem hvati fyrir efnahagslíf- ið til að taka ákvarðanir um aukin umsvif. Ríkið fær minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar af minni köku áður. Gott dæmi um þetta er lækkun fyrirtækjaskatta hér á landi úr 33 prósentum árið 1995 í 18 prósent. Sú lækkun hefur skilað ríkinu mun meiri tekjum en áður og styrkir fyrirtæki til lengri tíma. Aðrar sérstaklega jákvæð- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru loforð um frekari lækkun á tollum og vörugjöldum og fyrstu skrefin í að afnema stimpilgjöld. Vonandi verða öll stimpilgjöld afnumin á þessu kjörtímabili enda eru þessi gjöld ósanngjarn nefskattur. Það er skýrt að aðeins ein „RikiO fær minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar afminni köku áður. Gott dæmi um þetta er lækkun fyrirtækjaskatta hér á landi úr 33 prósentum árið 1995naprósent.“ ástæða er fyrir því að ríkissjóð- ur getur spilað út svona sterkum aðgerðum inn í kjarasamninga ASf og haft áhrif á samninga sem eru fram undan. Ástæðan er sú að rík- issjóði hefúr verið stýrt með styrkri hendi undanfarinn áratug með það að leiðarljósi að lágmarka skuld- ir og hámarka um leið sveigjan- leika rfkissjóðs til að mæta aðgerð- um eins og þessum í sambærilegu efnahagsástandi og nú ríkir. Ábyrg fjármálastjórnun á ríkissjóði er grundvöllur hagsældar og ætti að vera mikilvægasta verkefni stjórn- málamanna að halda í heiðri. DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR HVER EIGA LÁGMARKSLAUN AÐ VERA? „Ég myndi ekki snerta á verstu djobbunum nema fá á bilinu 200 til 250 þúsund á mánuði. Það á að borga vel fyrir verstu og ábyrgðarminnstu störfin vegna þess að þau eru svo ógeðsleg. Það þarf alltaf einhver að vinna þau og þv( heiðursfólki á að borga vel.“ Erpur Þórólfur Eyvindarson, 30 ára tónlistarmaður „Mér finnst að lægstu launin eigi aö vera um 170 þúsund á mánuði. Það má þó ekki hækka þau á einu bretti, heldur ættu launin að hækka I áföngum. Miklar hækkanir á stuttum tlma myndu líklega leiöa til hærra verðlags í landinu og þá yrðu hækkanir launa til lítils." Ottó Gunnarsson, 26 ára athafna- maður „Mérflnnstað lágmarkslaun eigi að vera á bilinu 170 til 180 þúsund. Það er erfitt að lifa á lægri launum en það." Anton Hilmarsson, 18 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð „Ég held að um 180 þúsund væru lágmarktil að geta haldiö heimili og átt b(l, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að byrja að búa og koma undir sig fótunum." Svanhvít Valtýsdóttir, 17 ára starfsmaður hjá 365 miðlum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.