Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 Fréttir DV Jarðskjálftar við Upptyppinga Frá því í lok febrúar hef- ur verið mikil skjálftavirkni við Upptyppinga sem eru norðan Vatnajökuls, skammt frá Kára- hnjúkum. Skjálftarnir eru hluti af hrinu sem hefur verið við Upp- typpinga frá því í febrúar á síð- asta ári. Hrinan um helgina var undir Alftadalsdyngju sem marg- ir jeppamenn þekkja. Klukkan tvö í gær stóð hrinan sem hæst en ekki var hætta á ferðum þar sem allir skjálftarnir voru um þrír á Richter. Betra er hins vegar ef jeppafólk fer þarna nálægt að fara með öllu með gát. Hættan er Ijós, það er Ijóst Fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós" er hafin og beinist að ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra. Varað er við skaðleg- um áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Þorgeir Sigurðsson, rafmagnsverk- fræðingur hjá Geislavörn- um ríkisins, segir heilbrigt líf og hreysti ekki lengur vera tengt brúnum húðlit. Félag íslenskra húðlækna, Geisla- varnir ríkisins, Krabbameins- félag íslands, Landlæknis- embættið og Lýðheilsustöð standa að fræðsluherferðinni. Einnig verður leitað eftir lið- sinni presta landsins. Tíðni húðæxla hefur tvöfaldast hér á landi síðustu 10 ár. Landbúnaðar- verðlaunin veitt í tólfta sinn Ábúendur fjögurra jarða fengu í gær Landbúnaðarverð- launin. Um er að ræða viður- kenningu til þeirra sem á einn eða annan hátt tengjast land- búnaði og hafa sýnt áræðni og dugnað í verkum sínum og fram- kvæmdum. Þeir sem fengu verð- launin búa á Stað í Reykhóla- sveit, Árbæjarbúinu, Þórisholti í Mýrdal og Möðrudal í Efra-Fjalli. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, afhenti verðlaunin en þetta í er tólfta sinn sem þau eru veitt. Fjórir undir áhrif- umfíkniefna „Þetta eru vissulega háar tölur en þess má geta að þetta er ný- legur brotaflokkur hjá okkur. Við vitum í raun ekki fyrr en eftir ár eða svo hvort akstur undir áhrif- um eiturlyfja hefur aukist," segir lögreglan á Selfossi en alls voru fjórir ökumenn stoppaðir af lög- reglunni á Selfossi undir áhrifum ffkniefna um helgina. Aðeins einn var stoppaður vegna ölv- unaraksturs. Ekki er langt síðan fíkniefnaakstur var skilgreindur frá ölvunarakstri hér á landi. „Það erhlutverk forstöðumannsins það ergert. töðumaður á ellefu föngum á deild 3-B. Þeir eru bálreiðir yfir framkomu í sinn garð eftir að hafa verið ræstir um miðja nótt og hreinsað út úr klefum þeirra. Fangarn- ir segjast ekki komast í bað þar sem þeir hafi ekki föt til skiptanna og hafa leitað liðsinnis lögmanna sem undirbúa stjórnsýslukæru. að halda uppi aga og reglu í fangelsinu og hann ákveður hvernig * gi Klefar tæmdir Aðfaranótt miðvikudagsins voru allir fangar á deild 3-B í fangelsinu ræstir og þeim skipað út úr klefum sínum. FANGARNIR KÆRA Margrét Frímannsdóttir, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, verður kærð til dómsmálaráðuneytisins íyrir ólögmætar hóprefsingar í fangels- inu og hugsanlega til lögreglu fyrir þjófnað. Ellefu fangar af sömu deild fangelsisins boða kæruna og eru ævareiðir út í fangelsisstjórann. Síðla kvölds í síðustu viku voru allir fangar á deild 3-B í fangelsinu ræstir og þeim skipað út úr klefúm sínum. Að öllum líkindum hefur það verið gert vegna grunsemda um fíkniefnamisferli. Þegar út á gang var komið urðu fangarnir að afklæð- ast og fangaverðir fjarlægðu eigur þeirra úr klefunum. Eigurnar hafa ekki verið afhentar föngunum aftur. Skýring fangelsisins á aðgerðunum var sú að hreinsa fangelsið af neyslu fíkniefna og tilefnið hafi verið ann- arlegt ástand tveggja fanga, ann- ar þeirra dvelur á deild 3-B. Fang- ar deildarinnar hafa leitað liðsinnis lögmanna og kæra á hendur fang- elsisstjóranum er í fúllri vinnslu. Brot á stjórnsýslulögum „Hér eru undur og stórmerki að gerast á Litla-Hrauni. Fangelsis- stjóri fyrirskipaði árás á deildina og allar okkar eigur voru hirtar. Mar- grét hefúr síðan sagst æda að af- henda þær að eigin geðþótta. Mál- ið hefur snúist í höndunum á henni því við ætíum að kæra tíl lögreglu fyrir stórfelldan þjófnað. Það höf- um við allir fangarnir gert," segir Þór Óliver Gunnlaugsson, refsifangi á Litla-Hrauni. Fangarnir hafa leitað til lög- mannastofunnar Opus lögmenn til að útbúa kærurnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögmannastofunni fékkst það staðfest að fangarnir hafi leitað þangað fyrir helgi með málið og beiðni um lögfræðiaðstoð. Þar á bæ fengust þær upplýsingar að í fyrstu líti málið ekki endilega út sem lögreglumál heldur allt útíit fyrir brot á stjórnsýslulögum. Slík brot má kæra innan stjórnsýslunnar og því mun stofan að öllum líkindum beina kærunni til dómsmálaráðu- neytisins. Að minnsta kosti benda talsmenn stofunnar á að kæruheim- ildir séu til staðar fyrir ólögmætum agaviðurlögum og meðferð á föng- um á Litía-Hrauni. Grunur um fíkniefni Erlendur Baldursson, deildar- stjóri Fangelsismálastofnunar, vísar á forstöðumann fangelsisins tíl að útskýra aðgerðina. Aðspurður segir hann alvanalegt að heil deild sé tek- in fyrir í einu sé talin ástæða á annað borð til að hafa afskipti af föngum í klefum sínum. „Það er hlutverk for- stöðumannsins að halda uppi aga og reglu í fangelsinu og hann ákveð- ur hvemig það er gert. Við skiptum okkur ekkert af því hvort og hvernig er leitað í klefum en fangarnir hafa ákveðinn rétt, tíl að mynda að vera viðstaddir þegar farið er í gegnum eigur þeirra. Væntanlega er hugsun- in sú að skapa einhverjar reglur yfir hvað fangamir mega hafa inni hjá sér og það er fangelsið sem ákveður hvemig það er gert," segir Erlendur. Aðspurð segir Margrét tvær ástæður fyrir aðgerðinni og að hún sé fyllilega heimil samkvæmt lög- um. Hún staðfestír að lögffæðingur fanga hafí haft samband við hana út af málinu. „í fyrsta lagi þurftum við af ákveðnum ástæðum, vegna rökstudds gmns um fíkniefni, að leita í nokkrum klefúm og í öðm lagi þurfti deildin á allsherjar hrein- gerningu og málningu að halda. Ég tók þá ákvörðun að með þessum hætti næðum við að sameina þetta tvennt og taka deildina í gegn," segir Margrét Getum ekki liðið þetta Þór segist ekki sldlja hvers vegna svona hóprefsingum sé beitt í fang- elsinu. Aðspurður segist hann enn ekki hafa fengið eigur sínar og föt afhent. „Við höfum ekki getað far- ið í bað í marga daga því við höfum engin föt til skiptanna. Þó fangels- isstjóri hafi heimildir í lögum tíl að ráða því hvað menn hafa inni í klef- um sínum, og afturkalla leyfi fyrir ýmsu dótí sem þeir hafa inni í ldef- um, verður að gera það eftir réttum boðleiðum en ekki með innrás um miðjar næúir. Við vomm bara ræst- ir um miðja nótt og niðurlægðir, við þurftum til að mynda að berhátta okkur á ganginum," segir Þór. Margrét vísar því á bug að eitt- hvað óeðlilegt hafi verið við að- gerðina. Hún segir deild- ina verða miklu betri að þessu loknu. „Auðvitað em ekki all- ir sáttir með það þegar öll deild- in er tekin með þess- um hætti en að þessu loknu verð- ur þetta flott. Þeir hafa fengið til baka þá muni sem þeir hafa beðið um og af- ganginn fá þeir af- hentan um leið og verkinu er lokið. Ég er rosalega stolt af ár- angrinum og mér finnst fangarnir hafa staðið sig mjög vel í hreingerningunni," segir Margrét. Ekkert óeðlilegt „Ég hef orðið vör við óánægjuna meðal sumra fanganna. Við höfum fullar heimildir fyrir svona aðgerð sé rökstuddur grunur um fíkniefni og það var hluti aðgerðarinnar. Það var ekkert óeðlilegt við þetta hjá okkur. Ég er sannfærð um að þegar allri vinnunni verður lokið, þrifum og málun, verða langflestir fang- arnir stoltir" segir Margrét. Þór segir að hafi aðgerðin verið liður í hreinsun verði hún að eiga jafnt við um allt fangelsið. „Þetta er fáránleg framkoma í garð okkar fanganna og við getum ekki liðið þetta. f þessu tilviki var ein deild lögð í einelti með þessari svívirði- legu árás. Svona hóprefsingar eru bannað- ar og bitna á mönnum sem hafa verið til fyr- irmyndar. Stjórinn þarf að kynna sér reglur ÍA fangelsa ogefhann hefur ekki gert það bet- ur en þetta þarf viðkomandi bara að pakka saman oghaldaheim lí l'lf/l til sín." Kærð fyrir yfirgang Fangarnir eru reiðir Margréti Frímannsdóttur forstöðumanni og hafa leitað til lögmanna til að undirbúa kæru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.