Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Page 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 7 Hlutabréfaeign þriggja lífeyrissjóða í Exista hefur rýrnað um rúma tíu milljarða króna á átta mánuðum en þrátt fyrir verðfall hlutabréfanna halda sjóðirnir áfram að fjárfesta í félaginu. Tapið gæti því verið mun meira. Skiptar skoðanir eru um hvort lífeyrissjóðir eigi að vera í áhættufjárfestingum sem þessum, en enginn gat séð fyrir þær gríðarmiklu lækkanir sem orðið hafa undanfarið segir Ásmundur Gíslason, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis. Talsmenn lífeyrissjóðanna þriggja segja að ekki sé um tapað fé sé að ræða. Sjóðirnir þurfa iðgjaldagreiðslur 29 þúsund manns í átta mánuði til að bæta upp tapið. 10MILLJARÐA MÍNUSVEGNA BRÉFA í EXISTA 2 Lífeyrissjóðurinn Gildi, Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Lífeyr- issjóðir Bankastræti 7 þurfa átta mánaða iðgreiðslur af launum 29 þúsund launþega til að bæta upp verðhrunið á hlutabréfaeign sinni í Exista. Hlutabréfm voru tæplega sextán milljarða króna virði 2. júlí á síðasta ári en eru núna ekki nema fimm og hálfs milljarðs króna virði. Tapið nemur rúmum tíu milljörð- um króna og það þrátt fyrir að líf- eyrissjóðirnir hafi haldið áfram að kaupa hlutabréf í Exista. „Það eru ekki margir aðilar sem sáu fyrir þessa gríðarlegu lækkanir sem komið hafa í ljós. Sumir þeirra sem sáu það fyrir hafa hagnast mik- ið. Vandinn var einfaldlega stærri og meiri en nokkur gerði sér grein fyrir." segir Ásmundur Gíslason hjá greiningardeild Glitnis um stöðuna á fjármálamörkuðum og lækkanir á bréfum Exista. Tíu milljarða tap Tap þriggja af fjórum þeirra líf- eyrissjóða sem eiga stærstan hlut í Exista nemur 10 milljörðum und- anfarna 8 mánuði, frá 2. júlí 2007 til 27. febrúar 2008. Þeir eru Gildi-líf- eyrissjóður, Lífeyrissjóður verzlun- armanna og Lífeyrissjóðir Banka- stræti 7. „Það er náttúrulega ekkert rangt að setja myndina þannig upp" segir Ásmundur spurður um tap líf- eyrissjóðanna. „Þetta er bara hluti af leiknum. Þeir sem eru að fjár- festa í hlutabréfum eiga oft á tíðum möguleika á góðum gróða, en þeir bera líka áhættuna sem því fylgir." Einn þeirra fjögurra lífeyrissjóða sem voru meðal 20 stærstu hlut- hafanna í Exista 1. júlí veitti engar upplýsingar um hvernig sjóðurinn hefði komist frá verðbréfahrun- inu. Það er Sameinaði lífeyrissjóð- urinn sem svaraði engu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Svo virðist sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn hafi ólíkt hinum lífeyrissjóðunum minnkað eign sína í Exista. 1. júlí á síðasta ári var hann skráður fyrir 0,41 prósenti af öllum hlutabréfum í Exista. Nú kemst hann ekki inn á lista yfir 20 stærstu fjárfesta, sá sem er skráður fyrir minnstum hlut nú er Byggingamiðstöðin með 0,40 prósent. Gildi lífeyrissjóður Hafa ber í huga að þær tölur sem hér eru settar fram miðast við eignahlut lífeyrissjóðanna annars vegar 2. júlí 2007 og 27. febrúar síð- astliðinn hins vegar. Allir þrír sjóð- irnir hafa bætt umtalsverðu við sig í Exista og er tap þeirra á bréfum sín- um í það minnsta 10 milljarðar, og að öllum líkindum mun meira. Markaðir undir pressu Ásmundur vildi ekki tjá sig sér- staklega um hvort lífeyrissjóðir ættu yfir höfuð að vera í áhættu- fjárfestingum og sagði þá einfald- lega vinna eftir sínum fjárfest- ingastefnum sem samþykktar eru af sjóðunum. „Þeir hafa skýra stefnu og eru einfaldlega að fýlgja henni. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það sem þeir eru að gera. Það liggur ljóst fýrir að þegar markaðir eru búnir að vera undir pressu eins og núna svíður öllum fjárfestum. Og þar sem lífeyrissjóðir eru með ákveðinn hluta sinna eigna í hluta- bréfum bitnar það á þeim eins og öðrum fjárfestum. Það er náttúru- lega ekki gott, en svona er leikur- inn." Ráðlagt að kaupa í frétt frá greiningardeild Glitn- is 26. október 2007 segir að þar á bæ telji menn að gengi bréfa í Ex- ista muni hækka um 12% næstu sex mánuðina og var fjárfestum ráðlagt að kaupa bréf í félaginu. 20 júlí á síðasta ári náði gengi bréfa í Exista hámarki þegar þau stóðu í 40,15, 26. febrúar þessa árs, tæpum 8 mánuðum síðar, stóð gengi bréfa félagsins í 12,22. Lækk- unin hefur verið gríðarleg, á ekki lengri tíma, og ljóst að margir hafa tapað formúu fjár á bréfum félags- ins. Lífeyrissjóðirnir þar á meðal. Engin áhrif á sjóðsfélaga „Þetta hefur engin áhrif haft á líf- eyrisréttindi sjóðfélaga, þau standa Lífeyrissjóður verslunarmanna nákvæmlega eins góð og þau hafa verið eftir hækkanir undanfarinna ára. Og uppgjör ársins er mjög gott í ljósi erfiðra markaða." segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, spurður um útreikninga DV. Að öðru leyti sagð- ist Árni ekki geta tjáð sig um út- reikninga blaðsins. „Við erum ekkj hérna sjálfir að reikna frá degi til dags, og sérstaklega ekki að taka bara lækkunarferli og finna hvað eignirnar hafa lækkað." Árni segir borðleggjandi að aðrar niðurstöð- ur fengjust ef reiknað yrði hálft ár fyrir tiltekið tímabil DV. Hann segir einnig furðulegt að fjölmiðlar sýni fjárfestingum lífeyrissjóðanna að- Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 eins áhuga þegar eignirnar hafa lækkað, en hafi svo engan áhuga á þeim þegar þær hækka. Verðgildi hlutabréfa í Exista er núna um 35 prósent þess sem það var 2. júlí á síðasta ári og 48 prósent þess sem það var 2. febrúar sama ár. Exista getur hækkað Ásmundur gefur lítið fyrir hrak- spár fjölmiðla erlendis og segir fé- lög eins og Exista ekki vera í jafn- gríðarlegu basli og teiknað hefur verið upp til dæmis á Norður- löndunum. „Ef mönnum langar að teikna myndina svarta er það ekk- ert vandamál. Staða Exista er bara Sameinaði lífeyrissjóðurinn ágæt, en vissulega mun erfiðari en hún var fyrir hálfu ári." Ásmundur þvertekur fyrir að Exista rambi á barmi gjaldþrots líkt og sögusagnir hafa verið uppi um undanfarið. „Ég get ekki séð að eitthvað hafi breyst í umhverfi þeirra sem réttlæti að það sé verra ástand hjá þeim núna en var til að mynda í upphafi árs." seg- ir Ásmundur Gíslason hjá greining- ardeild Glitnis. Greiðir ekki út arð Á aðalfundi Exista á fimmtu- daginn var samþykkt að greiða ekki út arð að þessu sinni vegna erfiðra markaðsaðstæðna. í máli stjórn- arformanns félagsins, Lýðs Guð- mundssonar, kom fram að ef mark- aðsaðstæður bötnuðu á árinu kæmi til greina að endurskoða arðgreiðsl- ur, enda sé það í stefnu félagsins að y greiða hluthöfum sínum arð und- ir venjulegum kringumstæðum. Á aðalfundinum var einnig samþykkt að breyta hlutafé félagsins í evrur. Lýður Guðmundsson sagði að rík- isvaldið yrði að gera það sem það gæti til að bæta starfsumhverfi fýr- irtækja hér á landi, meðal þess væri að heimila þeim að skrá hlutafé sitt í eriendum gjaldmiðlum. 29 þúsund iðgjöld Miðað við upplýsingar frá VR eru meðalheildarlaun félagsmanna félagsins 363 þúsund krónur miðað við árið 2007. Lágmarksiðgjöld líf- eyrissjóða eru 12 prósent af heild- arlaunum þar sem launagreiðandi leggur fram átta prósent og laun- þegi fjögur prósent. Á mánuði ger- ir það 43.560 krónur sem hver ein- staklingur greiðir. Yfir átta mánaða tímabilið sem hér um ræðir greið- ir meðalmanneskja því 348.480 krónur. Því má sjá að 28.964 iðgjöld liggja að baki þeirra rúmlega 10 milljarða sem tapast hafa á eignar- hlutum lífeyrissjóðanna í Exista á undanförnum 8 mánuðum. TAP Á FJÁRFESTINGU s % X k. A M GILDI-LlFEYRIS- LÍFEYRISSJ. VERZLUN- LÍFEYRISSJ. SJÓÐUR ARMANNA BANKASTRÆTI7 4.301.173.677 3.276.889.946 2.515.456.442 TAP SAMTALS: -10.093.520.065 EIGNIR SJÓÐANNA í EXISTA 2. júlí 27.febrúar Gildi-lífeyrissjóður 6.676.245.630 2.375.071.954 Lífeyrissj. Verzlunarmanna 5.086.361.033 1.809.471.087 Lífeyrissj. Bankastræti 7 3.904.470.347 1.389.013.905 SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðcimaður skrifar: mikaeh<Pdv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.