Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 9
/' ' ; ' ' 'v’ ^
Parlagol í Siberíu Gengið
með kjórkassann hús úr húsi.
minna mega sín. Ein þeirra er Alla
Semyonova, en hún sagðist vera
orðin þreytt á að líta á það sem af-
rek að afla matar fyrir bamið sitt.
Hundsaðar kosningar
Áætlað er að kjörsókn í kosn-
ingunum hafai verið um sextíu
og fjögur prósent, og lfkur leiddar
að því að svæðisstjórar hafi verið
undir þrýstingi frá stjómvöldum í
Kreml að ná tveimur þriðju hlut-
um þjóðarinnar inn í kjörklefana
svo sigur Medvedevs yrði sannfær-
andi. Eftirlitsmenn á vefum ÖSE,
öryggis- og samvinnustofhunar
Evrópu, vom fjarri góðu gamni því
sökum takmarkana af hálfu rúss-
neskra stjómvalda töldu þeir sér
ekki fært að sinna eftirliti sínu.
Færri en þijú hundmð alþjóð-
legir eftirlitsmenn fylgdust með
kosningunum og komu flest-
ir þeirra frá fyrrverandi Sovét-
lýðveldum. Þurftu þeir að fylgjast
með níutíu og sex þúsund kjör-
stöðum á svæði sem nær yfir ellefu
tímabelti.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, í heimsókn til íraks:
Blað brotið í sam-
skiptum þjóðanna
Forseta írans, Mahmoud Ahmad-
inejad, var vel tekið þegar hann kom
í opinbera heimsókn til íraks í gær.
Með heimsókninni er brotið blað
í samskiptum grannþjóðanna, því
aldrei fýrr hefur íranskur forseti sótt
írak heim. Jalal Talabani, forseti fraks,
sagði heimsóknina sögulegan við-
burð, en þjóðirnar háðu blóðuga og
mannskæða styrjöld á árunum 1980
til 1988.
Bandaríkjamenn komu hvergi ná-
lægt öryggismálum vegna heimsókn-
arinnar, enda andar köldu í samskipt-
um þeirra og írana um þessar mundir.
Þess í stað var ekið með Ahmadinejad
frá flugvellinum til aðseturs Talabanis,
leið sem talin er ein af þeim hættulegri
í Bagdad. Á sameiginlegum blaða-
mannafundi forsetanna sagði Ahmad-
inejad að þjóðimar væru staðráðn-
ar í að efla stjómmála-, efhahags- og
menningarleg tengsl sín á milli. Hann
sagði einnig að sameinað og öflugt írak
snerti hagsmuni allra ríkja á svæðinu.
í erfiðri aðstöðu
Opinber heimsókn íransforseta
til íraks og nýtilkomið vinfengi þjóð-
anna setur Írakí undarlega stöðu. Rík-
isstjóm fraks lendir í eldlínu kaldra
samskipta frans og Bandaríkjanna.
Bandaríkin hafa verið dugleg við
að saka íran um að vera uppsprettu
stuðnings við uppreisnaröfl sjía-mús-
líma í írak. Mahimoud Ahmadinejad
hefur ekki gefið mikið fyrir fullyrðing-
ar Bandaríkjamanna og sagði áður en
hann lagði upp í heimsóknina að hon-
um fyndist skjóta skökku við að þjóð
sem væri með eitt hundrað og sextíu
þúsund hermenn í frak sakaði aðra
um afsldpti.
Hvað sem líður nýorðnum sáttum
frans og íraka eru margir þeirra sem
þekkja til samskipta þjóðanna þeirr-
ars skoðunar að þær muni áfram sem
hingað til berjast um áhrif á svæðinu.
Forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Bush:
Ræddu Afganistan og fangaflug
Anders Fogh Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, sótti Georg
W. Bush Bandaríkjaforseta heim um
helgina. Á meðan á heimsókninni
stóð ræddu þeir meðal annars ástand
mála í Afganistan, loftslagsbreytingar
og fran. Bush tók á móti Rasmussen á
búgarði sínum í Texas.
Danir eru með um sex hundruð
manna lið í Afganistan og eru þeir
í suðurhluta landsins sem talinn er
einn sá hættulegasti. Öll tuttugu og sex
aðildarrfld Norður-Adantshafsbanda-
lagsins eru með hermenn í Afganist-
an og þau rfld sem hafa hermenn í
suðurhluta landsins eru langþreytt á
að önnur aðildarrfld, til dæmis Þýska-
land, ftalía, Frakkland og Spánn, ein-
skorði veru sinna hermanna við svæði
sem þokkalegur friður rfldr.
Fangaflug leyniþjónustunnar
í Washington Post segir að fanga-
flug bandarísku leyniþjónustunn-
ar hafi borið á góma og Fogh hafi til-
kynnt Bush um þá ákvörðun dönsku
ríkisstjómarinnar að rannsaka full-
yrðingar sem segja að flugvellir á
Grænlandi hafi verið notaðir af leyni-
þjónustunni. Anders Fogh Rasmuss-
en sagði dönskum fréttamönnum
að Bush hefði lofað fullri samvinnu
vegna þeirrar rannsóknar.
Danska stjómarandstaðan sagði
að Rasmussen lokaði augunum fyrir
fjölda vandamála þegar hann mærði
Bandaríkjaforseta sem stjórnmála-
mann sem berðist fyrir lýðræði og
frelsi um heim allan. Mette Freder-
iksen hjá sósíaldemókrötum sagði að
samvinna í mikilvægum málum væri
eitt, en að loka augunum fyrir raun-
vemleikanum væri annað.
Forkosningar í Texas og Ohio
Forkosningar vegna forsetakosning-
anna í Bandaríkjunum fara ffam í
Texas og Ohio á morgun. Samkvæmt
könnunum er ekki marktækur mun-
ur á fylgi Hillary Clinton og Baracks
Obama. Sigur á morgun er Hillary
Clinton bráðnauðsynlegur enda hef-
ur hún átt á brattann að sækja, en
Obama hefur hins vegar haft sigur í
ellefu forkosningum í röð og er, sam-
kvæmt bandarískum íjölmiðlum,
farinn að imdirbúa slaginn gegn rep-
úblikanum John McCain.
John McCain ber höfuð og herðar yfir
keppinauta sína um útnefningu rep-
úblikana til forsetaframboðs og fátt
virðist geta komið í veg fyrir að hann
tald slaginn fyrir þeirra hönd. Hvort
keppinauturinn verður Hillary Clint-
on eða Barack Obama mun tíminn
leiða í ljós.
Birkiaska
UmboÖs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
Minnistöflur
Umboðs- og söluaðiti
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
FOSFOSER
MEMORY
.
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi